Einkavæðing löggæslu, hræðileg þróun
Ég hef stundum velt fyrir mér af hverju við erum með sífellt fjársvelti hjá Lögreglunni og um leið sífellt færri lögreglumenn, (allavega hlutfallslega) á sama tíma og það virðast sífellt fleiri verkefni fyrir þá.
Undanfarið hefur Íslenska ríkið átt nóga peninga en kannski hefur allur krafturinn farið í Landhelgisgæsluna um leið og Kaninn fór, en ég held að þetta afsaki ekki þessa meðferð á Löggunni.
Nú heyrast fréttir úr nágrannabyggðarlögum að þeir séu að borga öryggisfyrirtækjum til að sjá um gæslu og það fer hrollur um mig af því að ég vann einu sinni hjá svona fyrirtæki ! Ég get sagt ykkur að eftir þá reynslu myndi ég aldrei kaupa þjónustu af þeim og aldrei vildi ég sjá starfsmann þessara fyrirækja nálægt neinu af mínum eigum.
Þegar ég vann hjá einu þessara fyrirtækja var ekkert erfitt að fá fólk til starfa og það var ágætt fólk þarna innanum (ég var þarna í smá tíma í millibilsástandi, á og rek blómstrandi fyrirtæki í dag)en mest af þessu fólki voru “dreggjar þjóðfélagsins” eins og það er stundum kallað og starfsmannaveltan mikil. Ég vorkenndi stjórnendum þessa fyrirtækis og vissi að ástandið ætti ekki eftir að batna þegar góðærið kæmi, en reyndar sá ég einn þessara stjórnenda að raða í hillur í Krónunni !
Það var skrautlegur hópur sem ég kynntist; Ein dvergvaxin einstæð móðir sem var í vandræðum með að finna búning á, einn var fyrrverandi dyravörður sem hafði lamði mann til óbóta en hann var svo mikill aumingi að hann hætti eftir nokkrar vaktir. Einn var sykursjúkur fyrrverandi fíkill sem hafði ekki þrek til að ganga vaktir, annar var ágætisdrengur en eyddi alltaf öllum peningunum á djamminu og varð að fjármagna sig með að selja þýfi !
Einn var sérstakur, hommi sem sagðist ekki þola homma,þetta væri bara ónáttúrulegt sem það er auðvitað. En svo var þarna annar hommi (en sáttur við sig !) sem spurði bara í talstöðina hvort hann mætti fara að skíta !
Starfsmenn gengu vaktir til að sjá til þess að allt væri í lagi, en ég man eftir að eftir eitt ránið þar sem hurð á fyrirtæki var spennt upp, tóku þessir “öryggisverðir” ekki eftir neinu og það var starfsmenn verslunarinar sem létu vita næsta vinnudag. Það var allt í þessum stíl.
Þannig að þið skyljið af ef ég væri svo vitlaus að kaupa þjónustu af svona fyrirtæki (eru þau ekki bara tvö ?) þá myndi ég fyllast “óöryggiskennd” svona öfugt við það ef kona væri ekki með Allways Ultra !!!
P.S. þetta síðasta dettur mér nú bara í hug af því að þegar við byrtumst í tískubúðunum þá grínaðist ég með það hvort stelpurnar fynndu ekki fyrir “öryggiskend” !