Það er gaman að þér. Þú ert verri en öfgafyllstu fulltrúar VG í rangfærslum. En then again, þú styður hvort eð er hugmyndafræði VG í efnahagsstjórn.
Írar felldu Lissabon sáttmálan - og ekkert nema gott um það að segja. Sáttmálin var upprunalega hugsaður sem einföldun á regluverki sambandsins með tilliti til þeirra nýju aðildaþjóða sem að hafa komið inn að undanförnu. Gagnrýni þeirra sem að börðust fyrir því að sáttmálinn yrði felldur beindist fyrst og fremst að því að skattalöggjöfin þótti of rúm, sem að var túlkað í óhag fyrir írska bændur. Sannleikurinn er hins vegar sá að skattalöggjöfin getur líka haft í för með sér hið gagnstæða; þ.e. að írskur landbúnaður hefði fengið þá lyftistöng sem að hann svo nauðsynlega þar. Þrátt fyrir óánægju Íra með Lissabon sáttmálan og þá staðreynd að hann var felldur þar í þjóðaratkvæði mælist ánægjan mest með ESB á meðal allra aðildarþjóða. Af hverju heldurðu að það sé ?
Það er ósköp eðlilegt að Bretar séu meira efins en nokkurntímann áður. Fyrir mitt leyti er ég sammála því að ESB ætti að byggjast meira á viðskiptasamvinnu heldur en samræmdum reglum á sviði félagsmála, umhverfismála og stjórnsýslu. En ef að það hefði ekki verið fyrir ESB og þeirra reglugerðir hefðum við ekki séð minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda, mengunarskatt, styrki til umhverfisvænnar orkunýtingar og bílaframleiðslu, við hefðum ekki lægra matvælaverð í aðildarríkjunum og við hefðum ekki samvinnu á sviði rannsókna og orkunýtingar.
Hvað hefur ESB gert fyrir Portúgal ? T.d. lægri verðbólgu, lægri vexti, stöðugri efnahag, lægra atvinnuleysi. Lestu um það sjálfur
hérna t.d.
Í svari hérna ofar komstu inn á að hagkerfi ríkja eins og Suður-Afríku og Tyrklands bæri ekki að vanmeta þar eð þau væru af allt annari stærðargráðu heldur en það íslenska. Þetta var hárrétt athugasemd hjá þér. Þessi hagkerfi ber alls ekki að vanmeta þrátt fyrir smæð þeirra gangvart alþóðahagkerfinu. Þau eru í örum vexti og verðbólga þar hefur farið lækkandi þrátt fyrir efnhagslægðina sem að nú gengur yfir hinn Vestræna heim.
Núna ertu hins vegar að líkja saman íslensku krónunni og Bandaríkjadollar, næststærsta gjaldmiðli í heiminum. Talandi um að íslenska krónan muni rísa á ný.
Er ekki allt í lagi heima hjá þér ?
Þú ert með þessum orðum að gefa í skyn að Seðlabanki Íslands og Seðlabanki Bandaríkjanna séu jafn sterkir. Sýnist þér það ? Sýnist þér Seðlabanki Íslands vera að ó ég veit ekki, grípa til aðgerða til þess að sporna við hugsanlegu hruni á húsnæðismarkaði ? Eða baktryggja þær fjármálastofnanir sem að hafa bundið hagnað sinn í eignasafni sem að nú fellur í verði og m.a. orsakaði gjaldþrot hins danska Roskilde Bank.
Ég sé það ekki. In fact þá sé ég Seðlabanka Íslands reyna að halda niðri verðbólgu með því að hækka stýrivexti, tól sem að bæði Sjálfstæðismenn og VG hafa lofað í hvívetna sl. áratugi en hefur nákvæmlega engu skilað nema hæstu vextum í allri Evrópu og þó víðar væri leita. En það virðist vera það sem að þú óttast svo rosalega, að verðbólga á Íslandi haldist í jafnvægi og að hér séu vextir á við það sem að gerist í nágrannlöndum okkar.
Seðlabanki Íslands setti sér verðbólgu markmið þegar að flotgengisstefnan var sett á 2001. Að verðbólga á Íslandi skyldi aldrei upp fyrir 2.5%
Veistu hversu oft þetta markmið hefur staðist ? Ekki ?
Svarið er aldrei. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, sem að þú telur engu síðri en Seðlabanka USA, hefur aldrei staðist frá því að það var sett. Ekki einu sinni. Hérna hafa stýrivextir aldrei farið niður fyrir 10%
Þetta kallar þú svo ábyrga og góða efnahagsstjórn.
Krónan er einfaldlega of smár gjaldmiðill. Krónan er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi. Það eru að hámarki 300.000 manns sem að versla með hann og það ekki einu sinni daglega. Krónan var ekki of lítill gjaldmiðill fyrir nokkrum árum. Hún er það í dag. Svo lítil að stærri fyrirtæki eru meira og minna hætt að gera upp í krónum og farin að gera upp í Evrum.
Reyndar hafa allir flokkar á Alþingi lýst því yfir annaðhvort þurfi að binda gjaldmiðilinn við Evru líkt og Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir (smbr. hugmynd Björns Bjarnasonar um með ERM II bindingu) og Frjálslyndir eða skipta honum alveg út eins og Samfylkingin og Framsókn hafa talað fyrir.
Eini flokkurinn sem að vill ekki heyra á slíkt minnst er VG.
Reyndar hef ég ekki séð eina einustu tillögu frá VG í sambandi við efnahagsvanda Íslendinga aðra en þá að auka ríkisýtgjöld, væntanlega á þinn kostnað sem íslensks skattgreiðanda. En þú styður slíkar aðgerðir svo að þú yrðir væntanlega hæstánægður með slíkt geri ég ráð fyrir.
Ég lifi hins vegar undir hinu alræmda og alvonda ESB. Skattarnir mínir fara í einskis nýta hluti eins og ókeypis heilsugæslu, lengra fæðingarorlof, lægra matarverð, lægri vexti, lægra íbúðaverð og almannatryggingar.
Alveg klárlega hin mesta vitleysa nú þegar að þú nefnir það. Frekar að taka upp íslenska módelið í Evrópu. Verður allt svo mikið betra þá *hrollur*
/NightCrow
Bætt við 29. júlí 2008 - 19:14 Heyrðu jú. VG komu með tillögur á sínum tíma. Það er rétt að halda þeim til haga svo að ég sé ekki að saka VG um að koma ekki með neinar tillögur í efnahagsaðgerðum.
Þær tillögur sem að VG hafa lagt fram eru eftirfarandi:
* Að segja upp EES samningum, þar sem að hann samræmist ekki sjónarmiðum VG um “rétta samfélagsgerð.” Tilefnið voru athugasemdir frá samkeppniseftirliti ESB um að Íbúðalánasjóður skekkti samkeppnisstöðu íslenskra banka á húsnæðislánamarkaði.
* Þjóðnýta bankanna. Þannig að hægt sé að handstýra öllum þeirra heimskulegu aðgerðum, eins og að vilja skila hagnaði og öðlast trúverðuleika, þar eð núverandi ríkisstjórn hefur hann ekki þegar að kemur að efnahagsstjórn.
Minni að lokum á að í Viðskiptablaðinu á föstudaginn var viðtal við Íslending sem starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Evrópubankanum. Baldur Pétursson að nafni.
Baldur hefur mjög skýra sýn á efnahagsvanda Íslendinga.
Grípum niður viðtalið:
“…Mönnum finnst einfaldlega áhætta og
bruðl hjá 300 þúsund manna þjóð að vera
með sjálfstæðan gjaldmiðil. Og það þegar
lönd eins og Þýskaland, með tæplega
90 milljónir íbúa, töldu sinn gjaldmiðil of
smáan og tóku því upp evru.“
Baldur segir að það sé hans reynsla að þegar
þessar staðreyndir liggi fyrir minnki
traustið þrátt fyrir að íslenskir bankar
standi afar vel. „Þegar við þetta bætist að
mönnum verður einnig ljóst að bankakerfið
er orðið tíu sinnum stærra en hagkerfið,
bregður mörgum erlendis í brún. Það er
vegna þess að þeir gera sér vel grein fyrir
því að ef illa fer fyrir fjármálakerfinu getur
Seðlabankinn eða ríkið ekki komið til
bjargar sem lánveitandi til þrautavara.
Það leiðir af sjálfu sér þar sem bankakerfið er
svo miklu stærra en hagkerfið og gjaldmiðillinn
örsmár.
Alþjóðavæðing samhliða miklum breytingum
á fjármálamörkuðum hefur gjörbreytt öllum aðstæðum á
fáum árum, sem um leið gerir hinni smáu
krónu algerlega ókleift að sinna hlutverki
sínu sem gjaldmiðill sökum smæðar, óhagkvæmni
og áhættu. Þetta er kjarni málsins
og hinn nýi raunveruleiki sem taka verður
tillit til.
Í raun er sjálfstæði gjaldmiðilsins því
ekki lengur í höndum Íslendinga heldur að
stórum hluta í höndum erlendra spákaupmanna.
Þetta hefur valdið miklum sveiflum
á genginu og olli því m.a. að krónan
var lengi of hátt skráð og á því stóran þátt í
viðskiptahalla og skuldasöfnun á umliðnum
árum. Svo virðist sem hún þoli ekki
hagvöxt þar sem hún hækkar þá óeðlilega,
en fellur síðan við samdrátt.
Krónan er því ein helsta orsök þeirra vandamála sem við
búum við í dag, þótt fleira komi einnig til.
Með því að taka upp evru væri verið að
endurheimta gjaldmiðilinn úr höndum erlendra
spákaupmanna og í raun auka okkar
sjálfstæði í efnahags- og gjaldeyrismálum.“