Fyrir það fyrsta, lögregluofbeldi er þegar lögreglan beytir einhvern annan ofbeldi, ekki þegar það er ráðist á lögreglumann… bara svona þér til fróðleiks.
Lögreglan eru bara hópur af aumingjum sem draga upp piparúða við hvert tækifæri
Ertu semsagt að segja að þú viljir frekar að lögreglan beyti þig ofbeldi?
Á hún bara að rífa upp hnefana og berja þig ef þú ert með læti og ekki að gera það sem þér er sagt að gera?
Eða eigum við að láta þá notast við kylfurnar óspart?
Og hvað er málið með að löggur séu eitthvað heilagar, í trukkamótmælunum þá meiddist einn, ég endurtek einn lögreglumaður eitthvað að ráði, strákurinn var handtekinn og ég veit ekki meir, en hvað meiddi lögreglan marga?
Svarið er einfalt lögreglan meiddi fullt af fólki, en ekki sættu lögreglumennirnir refsingu? Hélt ekki.
Segðu mér, afhverju ættu lögreglumennirnir að sæta refsingar?
Þeir voru jú bara að vinna vinnuna sína, annað en þessir vörubílstjórar… og allir krakkarnir sem voru þarna með einhverja stæla.
Þú og mjög margir aðrir þurfið aðeins að gera ykkur grein fyrir því að lögreglustarf er vinna.
Geturu ímyndað þér hvernig landið væri ef það væru engir lögreglumenn?
Ef lögreglan öskrar “GAS” (meiz, úði eða eitthvað annað) þá skaltu einfaldlega vera gáfaður og bakka.
Lögreglan gefur viðvörun og þú ræður því hvort þú farir eftir því eða slasir þig.
Ef þú svo ert með stæla og vesen þá ertu einfaldlega tekinn niður.
Þetta er ekki flókið.
Þú tekur ákvörðun um það hvort þú viljir láta lögregluna hafa afskipti af þér eða ekki. Það er enginn sem neyðir fólk til að haga sér eins og einhver hálfviti.
Og með tíu ellefu atriðið þegar lögreglumaður réðst á saklausan strák afþví að hann sagði “fokking”. Ég veit ekki til þess að lögreglumaðurinn hafi sætt einhverja virkilega refsingu, en hvað hefði gerst ef lögreglumaðurinn hafði sagt fokking, þá í fyrsta lagi hafði strákurinn ekkert ráðist á hann, ef hann var með réttu ráði. En ef hann hafði gert það þá hefði hann farið beint í fangelsi fyrir lögregluofbeldi, er það ekki?
Ég sá myndbandið og það var óþarfi hjá þessum lögreglumanni að taka strákinn hálstaki, en hann gerði það nú ekki afþví að hann sagði “fokking” heldur vegna þess að hann var búinn að biðja hann um að tæma vasana og strákurinn var tregur til.
Og hefur þú einhverjar heimildir fyrir því að lögreglumanninum hafi
ekki verið refsað? Ég ætla að leyfa mér að draga það í efa.
Og almenningur hefur enga ástæðu til þess að ráðast á lögreglumann fyrir talsmáta.
Það er starf lögreglumannsins að sjá til þess að fólk sé að fara eftir lögunum og ekki að brjóta af sér (og væntanlega var strákurinn grunaður um stuldur)
Og að sjálfsögðu ertu kærður ef þú ræðst á lögreglumann, vegna þess að lögreglumaðurinn er eflaust bara að vinna vinnuna sína - þó svo að það séu alltaf svartir sauðir allsstaðar.
Lögreglumenn eru mannlegir alveg eins og allir aðrir, og allir gera mistök.
Ég hef ekkert að segja um Kalla Bjarna, enda hef ég ekkert vit á því….
En ég meina, er einhver að banna þér að flytja inn dóp?
Það vita allir að fangelsi hérlendis eru ekkert slæm á nokkurn hátt, fyrir utan það að þú ert lokaður inni.
Og með helvítis litháana sem ráðast á fólk út um allan bæ, það á bara að henda þeim í langt fagelsi hérna á landi ekki bara að senda þá heim til sín frálsum. Þá byrja þeir bara að koma hér í hópum til að fá útrás á Íslendingum og vera svo sendir heim.
Ég veit nú ekki betur en að nú taki Litháar út refsingu sína í fangelsum í Litháen, eða að það sé á plönunum í náinni framtíð.
Hef heldur ekki vitað til þess að ríkið sendi Litháa eða aðra bara heim til sín séu þeir snnaðir sekir fyrir einhvern glæp.
Hinsvegar getur ríkið ekki haldið þeim á landinu sem ekki er hægt að sanna seka fyrir einhvern glæp.
Efast líka um að þú myndir sætta þig við það að sitja í ömurlegu fangelsi í Litháen þegar þú gætir verið í fínu fangelsi heima hjá þér, þar sem fjölskyldan gæti komið að hitta þig.
Þótt þetta séu Litháar þá eru þetta líka fólk, sem og Pólverjar og aðrir.
Reyndu nú aðeins að hugsa út fyrir kassann og líta á málin frá öllum hliðum, ekki bara þeim slæmu.
P.s.
Bara að byrja á einu sem liggur mér á hjarta, það þarf virkilega áugamál sem væri /logreglan, það væru mikil not fyrir það eins og hálvitarnir í lögreglunni láta.
Miklu meiri not fyrir áhugamálið /þrongsyniogheimska fyrir fólk eins og þig sem hefur bara ekkert vit á því sem vellur uppúr þeim ;)
Gott fyrir greinar eins og þessa.
Bætt við 18. júní 2008 - 15:43 beitir* ekki með y-i ^^