Undanfarnar vikur og mánuði hefur flugumferð yfir Afganistan verið meiri en nokkurn tímann áður. Þarna haf stórar sprengjuvélar, orustuþotur og herþyrlur flogið fjölda leiðangra til þess að sprengja hryjuverkabúðir, draga allt súrefni úr hellum, ráðast á bílalestir og matarskemmur og drepið um 4000 óbreytta borgara.

Ég ætla ekki að reyna að reikna út hvað allt þetta kostaði en mér finnst það svolítið skrítið að sjá fólk þarna svelta, vegna þess að ekki er hægt að koma matnum til þeirra.
Það er talað um að það taki 6 tíma ferð á ösnum til þess að komast þangað.
Hvers vegna er ekki hægt að eyða smápening í þyrlu, svo hægt sé að dreifa mat?

Ef þetta er ekki vitlaus forgangsröðun, þá veit ég ekki hvað er það.

Kveðja,
Ingólfur Harri