Hvernig er það í þessu íslenska þjóðfélagi. Þegar sjúkrabílar eru með ljós eða ljós og sírenurnar á, hafa þeir engan hámarkshraða? Eru engar reglur sem þeim ber að fylgja við nálgun gatnamóta?
Það vildi svo til að ég var að keyra Miklubrautina (á leið í austur) í vinnunna í morgun (um 9) og á gatnamótunum við Grensás þá kemur sjúkrabíll á ágætis ferð yfir gatnamótin á leið í norður átt. Umferðin á austurleið hafði tíma til að hægja á sér þannig að bílar þurftu ekki að nauðhemla niður. Enda þess á ekki að þurfa.
Þegar ég er að nálgast gatmót Kringlumýrabrautar skiptist yfir í grænt þannig að umferðin þarf ekki að hæga mikið á sér, umferðin var komin niður í svona 50-60, (ég tek fram að þetta skeði MJÖG snöggt)allt einu tek ég eftir neistaflugi vinstrameginn við mig og lít snöggt á bílinn og þá tek ég eftir sjúkrabíl sem þýtur á lágmark 100km hraða ef ekki talsvert hraðar yfir gatnamótin, þegar ég lít fyrir framan mig er bíllinn fyrir framan búinn að negla niður og ég þrusa á bremsurnar og enda aftan á bílnum!
Ég spyr, er ekki full langt gengið þegar allir bílar þurfa að nauðhemla á gatnamótum þegar sjúkrabíll keyrir framhjá? Það þarf ágætis nauðhemlun til að það fari að koma neistaflug undan bílum.
Það er ekkert nema heppni að fleiri árekstrar urðu ekki. Ég er fremur ósáttur að þurfa borga tjónið á bílnum mínu(sem er talsvert)eftir svona lagað.
Að sjálfsögðu mega þeir keyra hratt þegar þeir eru með blikkandi ljós og/eða sírenur og mannslíf eru í húfi en er ekki full mikið þegar þeir eru farnir að valda slysum út af glanna akstri, og hvað þá ef talað er um dauðaslys! Ef hann hefði keyrt hægar þá hefði menn haft tíma til að taka eftir honum og ekki þurft að nauðhemla.
Það er allveg lágmark fyrir þá sem keyra sjúkrabílana að hægja á ökutækinu þegar um svona stór gatnamót er að ræða!
Hvað finnst ykkur um svona glanna akstur? Þarf ekki að gera eitthvað í þessu? Hafa fleiri lent í álíka hlutum?
Getur einhver sagt mér um hvort það séu til einhverjar svona reglur eins og ég tala um hér að ofan?