Ja,hérna!
Var að lesa frétt af Vísi.is þess efnis að móðir um tvítugt var handtekin og hyggst hún kæra lögregluna fyrir líkamsárás.
Málavextir eru þeir að við blokk sem hún býr í var verið að skjóta upp flugeldum,þetta var á laugardagskvöld um 23 leitið,nú barnið hennar um 1 árs gat ekki sofið og hringdi þessi móðir í lögregluna og kvartaði undan þessu,en fer svo út til að tala við fólkið sem var að skjóta upp flugeldunum.Lögreglan kemur og gengur að konunni og færir hana í járnum niðrá stöð,hún var járnuð á höndum og fótum!!
Hún segir lögreglunni að hún sé með ungabarn heima,en þeir virtu hana ekki viðlits.Nú getur lögreglan enga skýringu gefið á þessari handtöku,svo nú spyr ég:
Er þetta það sem búast má við? Handtaka af engu tilefni??
Þívilíku mikilmennsku brjálæði hef ég bara ekki kynnst!!
Hvar er lög og regla í þessu landi ef á lögregluna er ekki að treysta?
Maður getur eftir þessa frásögn víst hringt og pantað sér handtöku??