Eurovison í pólitísku samhengi
Rússar hafa unnið Eurovison og það er tímanna tákn fyrir fyrrum stórveldi sem telur sig komið fram á völl stórvelda að nýju. Það er líka lýsandi fyrir þessa keppni að Englendingar eru á botninum með svarta ruslakallinn, þó hann sé fínn söngvari. Ég hef ekkert verið að fylgjast svo mikð með þessu en þegar ég sá okkar fólk í kvöld vissi ég að við næðum ekki langt þó að þau hafi gert sitt vel, bara við næðum ekki til þessa fólks í A-Evrópu sem ræður þessu.
Þetta er orðin keppni Austur Evrópuþjóða þar sem við og aðrar Vesturlandaþjóðir sem erum kannski meira inn á “Engil-Saxneskum” tónlistarkúltur og misstum af okkar séns árið 1999 og það er kaldhæðnislegt að sú sem vann okkur þá átti ekki séns núna frekar en við.
Stóru Vestur Evrópuþjóðirnar borga þessa keppni að mestu en hafa að mestu misst áhugan á þessari keppni af því að þær ná orðið ekkert áfram í þessu og hljóta að spyja sig af hveru þær eru að þessu, er það bara í anda Evrópskar samvinnu ?
Er ekki bara kominn tími til að vera með sér Vestur Evrópska keppni eins og var en þá líklega koma upp deilur eins og venjulega, hvar endar Vestur Evrópa ? Hvað t.d. í óskupunum er Aizerbaijan að gera þarna ? Hvar endar Evrópa ?
Það er bara fyndið hvað við Íslendingar tökum þetta alvarlega og erum alltaf jafn sannfærð um að vinna þetta, þegar langflestir íbúar þessara landa sem hafa áhuga á þessari keppni hafa ekki hugmynd um að við séum til yfirleitt ! Ég held að það verði ákveðið þroskamerki á Íslendingum þegar þeir hætta að spá í þessa keppni.