Í formálanum að stofnskrá Sameinuðu Þjóðana stendur: „Við, fólk Sameinuðu Þjóðana erum staðráðin í- …að ítreka trú á grundvallaratriði mannréttinda, mannlega reisn, jafna stöðu kynjana af þjóðum stórum eða smáum.” Þetta er ein af sex tilvitnunum í mannréttindi í stofnskránni og á því má sjá að mannréttindi hafa verið gífurlega stór hluti af verkefnum Sameinuðu Þjóðana frá upphafi. Það væri jafnvel hægt að ganga svo langt að segja að mannréttindi séu eina verkefni Sameinuðu Þjóðana því að allt sem þær gera tengjast þeim á einhvern hátt. Til dæmis hefur öryggisráðið það hlutverk að viðhalda friði og öryggi meðal þjóða, takmark sem er beintengt mannréttindum. Í framhaldi af stofnun S.Þ var sett á laggirnar nefnd sem átti að fjalla sérstaklega um mannréttindi og var Eleanor Roosevelt skipuð formaður nefndarinnar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hennar fyrsta verk ætti að vera að þróa alþjóðlega mannréttindaryfirlýsingu. Helsti höfundur yfirlýsingarinnar var Kanadamaðurinn John Peters Humphrey en hann naut aðstoðar Eleanor Roosevelt, Frökkunum Jacques Maritain og René Cassin, Charles Malik frá Líbanon og P.C. Chang frá Kína meðal annara. Þeirra beið mjög erfitt verkefni því að svona yfirlýsing hafði aldrei verið samin fyrir alþjóðavettvang. Þó komust fljótlega að þeirri mikilvægu niðurstöðu að útkoman ætti að verða yfirlýsing en ekki samningur því að yfirlýsing hefur hátt siðferðislegt og pólitískt mikilvægi þó að hún sé ekki bindandi eins og lög. Einnig var ákveðið að réttindin sem fælust í yfirlýsingunni væri ekki bara borgaraleg og pólitísk heldur líka félagsleg og efnahagsleg. Aðgengi almennings að þessari yfirlýsingu var augljóslega mikilvægt og því var ákveðið að hafa hana stutta og hnitmiðaða. Hlutverk yfirlýsingarinnar var ekki að innihalda tæmandi upptalningu á öllum alþjóðlegum réttindum heldur að vera miðja þeirra samninga og yfirlýsinga framtíðarinnar sem snúa að mannréttindum, einhverskonar stjórnarskrá heimsins. Nafnið var einmitt ákveðið í anda þess en beinþýtt á íslensku mundi það vera: „Alheimsyfirlýsing um mannréttindi.” Áherslan á að þetta plagg gilti um allt fólk hvar í heiminum sem það var statt var það sem skildi það frá öðrum yfirlýsingum sama efnis.
Þó að yfirlýsingin sjálf sé örstutt miðað við flesta alþjóðlega samninga var gífurlega mikið verk að koma henni saman. Mjög margir komu með efni sem nefndin þurfti síðan að fara yfir og ákveða hvað yrði innifalið og hvað ekki. Skjalið fór í gegnum 168 lagfæringar áður en það var loksins samþykkt og sent til alsherjarþingsins þar sem atkvæðagreiðslan um það fór fram. Öll ríki nema sex ríki Sovétríkjana, Sádi-Arabía og Suður-Afríka samþykktu yfirlýsinguna, þau sátu hjá. Af virðingu við við Eleanor Roosevelt og starf hennar í þágu mannréttinda og Sameinuðu Þjóðana stóð þingið upp fyrir henni og klappaði.
Þó að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðana sé brotin á hverjum degi af löndum sem samþykktu hana má segja að hún hafi orðið miklu stærri en nokkur þorði að vona í fyrstu. Þegar lönd sem eru ekkert yfir sig hrifin af þessari framtakssemi í sambandi við mannréttindi finna sig knúin til að verja sig þegar þau eru sökuð um að brjóta yfirlýsinguna þá má segja að hluta takmarksins sé náð.

Íslömsk lönd hafa í gegnum tíðina gagnrýnt yfirlýsinguna oft. Gagnrýnin beinist að því að yfirlýsingunni tekst ekki að taka með í reikninginn menningarlegar og trúarlegar aðstæður ríkja sem eru ekki vestræn. Said Rajaie-Khorossani sagði að yfirlýsingin væri skilningur gyðinga og kristinna á mannréttindum, þeir væru fylgjandi aðskilnaði ríkis og trúarbragða og það bryti á íslömskum lögum Shariah. Sem mótvægi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðana settu stærstu múslimasamtök heimsins Bandalag íslamskra ríkja (e. Orginazation of the Islamic Conference, stytting OIC) fram nýja mannréttindayfirlýsingu kennda við Kaíró eða Kaíróyfirlýsingin um mannréttindi í Íslam. Samkvæmt OIC er meginmarkmið Kaíróyfirlýsingarinnar að vera viðmiðun fyrir sjónarhorn Íslams á mannréttindi og setur Shaira sem aðaluppsprettu þeirra. Strax þarna hefur OIC sett fram þá skoðun að íslömsk ríki lýti mannréttindi öðru auga heldur en vestræn ríki. Ef litið er nánar í Kaíróyfirlýsingun kemur í ljós að íslömsku ríkin telja það ekki sjálfsögð mannréttindi að konur séu jafnar körlum að öllu leyti, að giftast þrátt fyrir trú sína, að hafa almennt trúfrelsi, að þurfa ekki að óttast líkamlegar refsingar eins og limlestingar og að hafa fullt tjáningarfrelsi. Strax í formála Kaíróyfirlýsingarinnar kemur fram að mannkynið sé fulltrúar Allah á jörðinni. Þar stendur líka að Allah hafi gert hið íslamska samfélag það besta á jörðinni. Hver maður á rétt á frelsi og reisn í samræmi við Shariah. Þetta þýðir að ef Shariah segir að refsingin við að vera drukkinn sé hýðing á almannafæri þá sé sá dæmdi að fá alla þá reisn sem hann á skilið.
Í fyrstu greininni er sagt frá því að allt mankynið er fjölskylda sem er sameinuð í undirgefni fyrir guði og eru afkomendur Adams. Allir eiga rétt á grunnvirðingu, án mismunar á grundvelli kynþáttar, húðlitar, tungumáls, kyns, trúar, stjórnmálaíhlutunar, félagsstöðu eða annara atriða. Þessi setning hljómar vel. Í seinni hluta fyrstu greinar er sagt frá því að allir menn eru þegnar guðs, og þeir sem eru mest elskaðir af honum er þeir sem eru gagnlegastir fyrir restina af þegnum hans. Enginn æðri öðrum nema á grundvelli guðshræðslu og dyggða. Í annari grein kemur fram að lífið er gjöf guðs og það má ekki taka það nema í samræmi við Shariah. Einnig má ekki meiða fólk nema að Shariah segi það. Grein þrjú fjallar um hvað má ekki gera í stríði og hún er til verndar þeim sem taka ekki beinan þátt í átökum. Í fimmtu grein ber svo aftur til tíðinda. Þar er tekið fram að fjölskyldan sé grunneining þjóðfélagsins og hjónaband þungamiðja fjölskyldunnar. Konur og karlmenn hafa rétt til að giftast án tilliti til kynþáttar, hörundslitar eða þjóðernis. Þarna vantar bersýnilega trú. Það má semsagt hindra fólk í að giftast á grundvelli trúar. Grein sex fjallar um jafnrétti kynjana. Konur eiga að hafa sama rétt og karlar til virðingar, rétt til að hafa eitthvað fyrir stafni, rétt til að vera þegn í þjóðfélagi og hafa fjárhagslegt sjálfstæði. Þær hafa líka rétt til nafns og ætternis. Þetta eru öll þau réttindi sem konur hafa og það er hvergi tekið fram að konur og karlar standi jöfn á öllum sviðum eins og kemur fram í fyrstu og annari grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðana. Í seinni hluta greinarinnar er ítrekað að konur og karlar séu ekki jöfn því þar segir að karlar séu ábyrgir fyrir velferð fjölskyldunnar. Grein sjö tekur afstöðu til mjög umdeilds siðferðilegs málefnis og bannar fóstureyðingar. Foreldrar mega velja menntun fyrir börnin sín í samræmi við siðferðisreglur Shariah. Þó að grein eitt minnist stuttlega á trúfrelsi segir skýrt í grein tíu að Íslam sé hin hreina trú og það er bannað að láta fólk skipta um trú eða gerast trúleysingjar.
Grein ellefu virðist vera beint algjörlega gegn vesturveldunum því þar segir að nýlendustefnan sé versta form þrælkunar og hún er algjörlega bönnuð. Svona er tónninn í allri yfirlýsingunni. Fólki er gefið einhver ákveðin réttindi og svo endar greinin á: „Í samræmi við Shariah”. Shariah er byggt á textum úr Kóraninum og hann eins og önnur gömul trúarrit er hægt að túlka á ótal vegu. Í raun er Kaíróyfirlýsingin næstum því merkingarlaus því að hún er svo rosalega takmörkuð af Shairah og í Shairah er fest í lög ýmis mannréttindarbrot. Auga fyrir auga viðhorfið er ríkjandi, tvær tennur voru dregnar úr manni í Saudi-Arabíu sem refsing. Eiginmenn hafa rétt til að berja konur sínar. Samkynhneigð er glæpur sem ber að refsa með dauðarefsingu. Fyrir þá sem stunda kynlíf utan hjónabands bíður hýðing. Fyrir gagnrýni á Múhammeð, Kóraninn og Shariah er dauðarefsing. Fyrir þá sem yfirgefa trúnna bíður dauðarefsing. Samkvæmt Shariah er ég búinn að fremja svo marga glæpi að það mætti taka mig af lífi hundrað sinnum. Á meðan mannréttindayfirlýsingin sem Íslömsk ríki fara eftir eru takmörkuð svona mikið af Shariah er ekki hægt að búast við að almenn mannréttindi verði virt í þessum löndum. Hinn íslamski heimur hefur ekki gengið í gegnum endurreisn og upplýsingu eins og hinn vestræni og situr þessvegna uppi með lög sem fyrirskipa kerfisbundna kúgun og misnotkun valds. Þó að hinn vestræni heimur hafi fleiri galla heldur en hægt er að hafa tölu á þá er gott að líta á fjölda innflutna múslima inní hann á móti fjölda innflutna vesturlandabúa inní hin Íslömsku ríki ef maður ætlar að spyrja sig hvort kerfið sé betra.
http://www.universalrights.net/main/creation.htm

http://www.amnesty.is/UmAmnesty/Mannrettindayfirlysing_Sameinudu_thjodanna/

http://en.wikisource.org/wiki/Cairo_Declaration_on_Human_Rights_in_Islam

http://en.wikipedia.org/wiki/Sharia

http://www.amnestyusa.org/document.php?id=E2F0751B1FE3A68780256D2400379405&lang=e