Gerð var könnun um það hvort þjóðin vildi hafa flugvöllinn í Vatnsmýrina eður ei. Og yfir 60% þjóðarinnar vildu hafa þennan bölvaða flugvöll áfram í vatnsmýrina. Þá kann einhver að spyrja: ,,En hversvegna blandarðu aumingja Ólaf inn í umræðurnar?´´
Svar: Þessi ástkæri borgarstjóri okkar hefur í langan tíma rembst eins og rjúpan við staurinn við að hafa þetta skrípi í vatnsmýrina. Er þetta fólk blint??
Flugvellinum var þröngvað að okkur Reykvíkinga á stríðsárunum þvert á okkar vilja á stað sem er óneitanlega hjarta borgarinnar. Sumir vilja jafnvel meina að hér sé um fallegasta stað Reykjavíkur að ræða. Á þessum stað er hin gullfallega Öskjuhlíð. Í aðra átt má finna ylströndina Nautólfsvík, Háskólinn stendur tignarlega á móti og við hliðina á honum er Miðborgin. Þarna ætti að vera blómleg byggð og jafnvel framlenging á miðborginni en nei! Í staðinn er forljótur, fyrirferðarmikill flugvöllur.
Eins og margir vita var haldin hugmyndasamkeppni um byggð í Vatnsmýrinni og er hugmyndin sem vann vægast sagt stórkostleg. Hringbrautin í stokk, Hljómskálagarðurinn framlengdur, breiðgata sem tengir Miðborgina við Vatnsmýrina. Samkvæmt hugmyndinni átti nýja byggðin að samanstanda af ferköntuðum húsagörðum, svolítið eins og Nörrebro í Kaupmannahöfn, sem er ákaflega vinsæll staður til að búa á. Hugmyndin snerist líka um að byggja sædýrasafn og spilavíti í Nautólfsvíkinni og endurbætur á Háskóla Íslands.
En nei! “Allt of dýrt” “Allt of langt til Keflavíkur” “Allt of útlenskt” Aarrg!! Erum við mús eða erum við menn? Viljum við búa í stórborg eða viljum við búa í þorpi. Reykjavíkur bráðvantar húsnæði. Hversvegna getur það ekki verið svolítið glæsilegt fyrst við þurfum yfirhöfuð að byggja. Ég er orðinn þreyttur á fleiri úthverfum. Nú er kominn tími til að þétta byggðina og hafa hana borgaralega. Með kaffihúsum, torgum, styttum, gosbrunnum og húsagörðum. Hvað lengdina að innanlandsfluginu varðar þá tæki 15 mínútur að fara þangað með hraðlest.
Sem sagt: Flugvöllinn burt, byggð í Vatnsmýrinni, góð tenging við Miðborgina, hraðlest að Keflavík.
Veni, vidi, vici!