Jæja… Lengi vel hefur leiðakerfi og óstundvísi Strætó bs(og gamla SVR..) angrað mig en nú er mér nóg boðið, á morgun, þann 7 Janúar mun Strætó taka upp nýtt leiðakerfi. Ég hef notfært mér þjónustu Strætó BS tilneyddur, í og úr skóla meðan það stóð og frá því nú í haust í og úr vinnu. Þegar ég var nemandi við MH þurfti ég að fara á fætur klukkan 6:50 til að vakna almennilega, fara í sturtu, borða morgunmat og raða öllu óskipulagslega í skólatöskuna. Eftir það morgunstress hljóp ég út í biðskýli og náði leið 13 sem kom á Lindarveginn 7:11 og í þeim vagni sat ég í ríflega 25-30 mín til að komast niður í mjódd þar sem ég beið í einhvern tíma eftir leið 6 sem var því miður oft sein(hvernig sem það skeði, það er bara ein biðstöð á undan…) Þegar 6 marseraði í rólegheitunum framhjá MH var klukkan orðin 8. Það eru rúmar 50 mínútur sem tók mig því að komast í og úr skóla. Leikum okkur aðeins að tölunum, 110 mínútur á dag gera 550 mínútur á viku, 2200 mínútur á mánuði, það eru ríflega 36 klukkutímar(einn og hálfur sólarhringur!) á mánuði, bara í og úr skóla, þá tek ég ekki með tímann sem ég notaði í önnur ferðalög með Strætó, sem voru býsna mörg…
Nú er sá tími liðinn og er ég nú í vinnu hjá fyrirtæki í Grafarvogi. Nú tek ég leið 13 klukkan 23:03 á Lindarveginum og sit í honum í mjódd, þaðan tek ég áttuna uppí Ártún og skipti í 15, þá rétt næ ég í vinnuna á réttum tíma, þ.e.a.s 24:00.
EN!
Samkvæmt nýja leiðakerfinu þarf ég ekki að sitja í þessum vögnum í klukkutíma… Nei, til að geta mætt á réttum tíma þarf ég að leggja af stað HÁLFTÍMA FYRR! Semsagt taka leið 18(gamla 13) 22:33, grípa leið 14 í mjódd 23:08 koma að Ártúni 23:25 bíða eftir leið 15 og taka hana 23:39 og koma svo á áfangastað á bilinu 23:47-23:50
Já, þeir hjá Strætó bs vonast sko til þess að þessar breytingar muni koma mér og öðrum til góðs og óska mér svo góðrar ferðar…
Jæja, þeim mistókst!