Umræðan um átök lögreglu, vörubílstjóra og almennings hefur vart farið framhjá neinum. Þessi grein er framlag mitt til umræðunnar og var upphaflega svar við grein bananarass
sem skrifuð var 26. apríl 2008 - 23:24. Hinsvegar er þetta svo efnismikið svar að það á fullt erindi í grein. Allar tilvitnanir eru teknar úr greininni frá barnarassi.
Ófátt stingur í augun í þessari umræðu, þá helst eftirfarandi tilvitnanir:
heldur ráða niðurlögum mótmæla sem munu hugsanlega fara úr böndunum
Nenenei vinur minn! EF og þegar mótmælin fara úr böndunum þarf lögreglan að grípa í taumana. Ekki ef henni sýnist sem svo að mótmælin gætu farið úr böndunum í nálægri framtíð. Aðstoðartólin hefur hún til beitingar í neyðartilfellum, þó að það sé vitanlega auðveldara að taka mann eftir að hafa úðað eitri í augun á honum. Það er ekki í verkahring lögreglu að beita neinn valdi heldur að sjá til þessi að málin hafi farsælan endi. “To protect and serve”. Í sumum tilfellum er valdbeiting nauðsynleg, en það eru sértilfelli, ekki daglegt brauð.
Næsta….
að freista lögreglunnar og leika sér að eldinum.Þegar þú nýtur þinn stjórnarskrárbundinn rétt ertu ekki að “leika þér að eldinum”. Fyrir utan aðalatriðið; lögreglan á ekki að láta espa sig upp eins og unglingur í miðju hormónaflæði heldur gera verkin sem þau eru þjálfuð til að gera. Til dæmis höndla mál þar sem mönnum er heitt í hamsi, án þess að úða þá, berja, handjárna og varpa í klefa.
Næsta..:
Að fá í sig piparúða, sem notaður valdbeitingu gegn mótmælunum, og ætla svo að nöldra um það í fjölmiðlum er ekkert annað en dómgreindarleysi og barnaskapur.
Þegar lögreglan beitir þig valdi með óþarflega mikilli hörku, sérstaklega þegar þú ert “an innocent bystander”, þá hefur eitthvað farið úrskeiðis. Heldur þú að sérþjálfaðir menn eigi að komast upp með að beita saklausan almenning valdi? Og á almenningur að kyngja því af ótta við frekari valdbeitingu. Það kallast kúgun, valdnýðsla þeir sem lifa við þau lífskjör lifa í lögregluríki, ekki á Íslandi. Það á ekki að rýma mótmælastaði nema í brýnustu nauðsyn, því að það æsir múginn enn frekar. Fjórir menn á móti tuttugu brynjuðum lögreglumönnum er ekki múgæsingur eða hópslagslmál.
Næsta..:
Þeir geta ekki með nokkru móti greint á milli vegfarenda og vörubílstjóra -því þeir líta ekkert ósvipað út-. Þá er vegfarandinn búinn að stofna sér sjálfur í hættu með því að þvælast fyrir.
Þannig að þú meinar að lögreglan hafi ætlað að sprauta í augun á öllum vörubílstjórunum, en sökum þess að þeir skera sig ekki úr fjöldanum er best að sprauta framan í alla og vona að maður hafi hitt bílstjóra inn á milli? Allir hinir geti sjálfum sér um kennt? Elsku hugsaðu þetta aðeins betur í gegn.
Að lokum vil ég leiðrétta ímynd þína á lögreglunni. Hún er og á að vera vinur samfélagsins sem kemur til bjargar þegar eitthvað bjátar á, og til að leysa úr ágreiningi manna með siðmenntuðum hætti. Ekki með öfgafullri valdbeitingu.
Almenningur á að vera hræddur við lögregluna undir öllum kringumstæðum. Lögreglan hefur völd.
Nei. Almenningur á að treysta lögreglunni undir öllum kringumstæðum, en til þess þarf lögreglan að vera traustsins verð. Við höfum völdin, og treystum lögreglunni fyrir þeim. Standi hún sig illa þá kemur það í ljós í næstu kosningum, þegar víxlað verður á núverandi dómsmálaráðherra og einhverjum öðrum. Dómsmálaráðherra er æðsta lögregluembætti landsins og þú og Björn Bjarnason virðist hafa hitt og þetta sameiginlegt. Ótrúlegt blæti fyrir lögreglu og valdnýðslu.
Adolf Hitler trúði því að kerfisbundin beiting ofbeldis væri besta og árangursríkasta aðferðin til að halda stjórn. Hvað finnst þér?