Sæl aftur Titta,
A. Ekki tekið með breytingar á sígarettum
B. Umhverfisþættir, samfélag, velmegun, hugsun osfrv. hefur breyst gríðarleg á undanförnum árum og aðeins voru teknar konur sem eignuðust börn árið 1958. Sorry en þetta er ekki nógu traustvekjandi.
B.Eitthvað misskilið þig, núna segiru að þau ánetjist frekar, en séu ekki bara með lægri siðferðisþröskuld, líkt og gefið var í skyn áðan (persónuleg ályktun). Því get ég betur trúað. En það þarf ekki endilega að vera slæmt, svona hagfræðilega :) Líkt og ég hef verið að tala um.
C. Ekki fylgninn, heldur gagngrýnin. Hvaðan ályktanir eru dregnar. Heróinneyslan er öfgakennd dæmi, en er stundum sett fram til að sýna að fylgni er flókið fyrirbæri, sem iðulega verður ekki skýrt á einhliða veg, heldur margþættan, og þá oft frá samfélagslegu sjónarmiði. T.d. er ekki búið að sanna að sígarettur valdi krabbameini í lungum, en fylgnin er gríðarlega há, miðað við þá sem ekki reykja. Ok, en gæti ekki verið að þeir sem hafa genantísk í sér að fá lungnakrabbamein séu veikari fyrir nikótíni og ánetjast því auðveldar? Það er iðulega hægt að sjá hlutina í öðruvísi samhengi þegar fylgni er mæld. (Nú er ég alls ekki að fullyrða neitt læknisfræðilega eða erfðafræðilega um lungnakrabbamein, vildi bara benda á að það er enn ósannað+rest)
D. Skil ekki hvar ég setti þér orð í munn, en ef þú segir svo hlýt ég að hafa gert það. Biðst afsökunar á því, hef líklega rangtúlkað eða misskilið eitthvað sem þú hefur skrifað.
E. Endilega sendu rannsóknina, og láttu fylgja með hvernig hún var unninn, hvaða þáttum var tekið tillit til osfrv.
F. Hef heyrt þessu fleygt áður. Efast eila ekkert sérstaklega um niðurstöðurnar, aðallega að tala um að barnalegt sé að reyna ekki að líta á allt með gagngrýnum augum. Auðvita getur þú það ekki núna, þar sem þú settir þetta fram, og ert líklega búinn að spá þannig í rannsóknina. Það var sem sagt persónuleg skoðun að það væri barnalegt að vita ekki, í jafn stórri rannsókn hvort tekið væri tillit til umhverfisþátta, sem ég tel mjög mikilvæga, sér í lagi þegar rætt er um hluti eins og reykingar, áfengi og önnur vímuefni. Það finnst mér gagngrýn hugsun, taldi þig skorta hana í þessu málefni. Aftur á móti heiðarlegt að viðurkenna að þú gerðir ráð fyrir því, en spáðir ekki meira í því. Ég hefði tekið þig trúanlega hefðiru sagt að svo væri. En þá hefði ég spurt þig spjörunum úr varðandi hvernig væri tekið tillit til umhverfisþátta :) Annars þá er jú yfirleitt hægt að treysta rannsóknum ágætlega, vísindin eru í eðli sínu heiðarleg. En varðandi reykingar þá hefur bara svo margt breyst síðan 1958, við vitum ekkert nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með reykingar. Vonandi minnka þær…svona allavega frá manngildissjónarhóli.
Allt í lagi þótt þú skiljir ekki sumt. Enda ertu hérna til að læra. :)
kundera
Ég skrifaði að ég VISSI (ferlegt að geta ekki notað undirstrikanir) ekki hvort tekið væri tillit til breytinga á sígarettum. Það þýðir ekki að það sé ekki gert, þannig að þú getur nú ekki leyft þér að ákveða annað.
Í rannsókninni kom fram að skýr tengsl væru á milli mæðra sem reyktu undir meðgöngu. Það skiptir ekki máli hvort hún reykti eftir meðgöngu, þannig að þá getur nú litlu skipt hverjar aðstæðurnar í kringum hana eru, ekki satt?
Börn mæðra sem reyktu undir meðgöngu virðast ánetjast sígarettum fremur en önnur börn. Ég hef hvergi skrifað að það hafi neitt með stéttarskiptingu eða siðferðið að gera, þvert á móti. Ég skrifaði aftur á móti að flest börn prufa að reykja einhvern tímann, og það eru s.s. börn reykingamæðranna sem ánetjast frekar, s.s. láta undan nikótínþörfinni.
Nei þeir sem hafa genetískt í sér ánetjast ekki frekar nikótíni. Þetta er álíka fjarstætt dæmi og mjólkurheróíndæmið. Ég vona virkilega að þú hafir ekki meint þetta.
Ég er mjög gagnrýnin á allt sem ég les. Og það er rétt sem þú segir að ég las greinina vel, annars hefði ég ekki minnst á hana. Ég minntist á óléttar konur og reykingar þeirra, og tók fram að aðrar óbeinar reykingar virtust ekki skipta máli. Þér tókst að mistúlka það allverulega, kallar það gagnrýna hugsun. Það er það sem ég kalla barnalegt, enda algjör útúrsnúningur úr því sem ég skrifaði. Það er stór munur á gagnrýnni hugsun og útúrsnúningi.
Bara svona til að hafa eitt á hreinu. Ég er ekki fanatísk, 90% af mínum vinnufélögum reykja. Ég sé alveg það ökónómíska í dæminu fyrir ríkið. En jafnar það sig ekki út á heilbrigðiskerfinu? Margir fá krabbamein sem rekja má til reykinga þeirra. Margir geta ekki átt börn án hjálpar vegna reykinga. Það er spurning hvort ágóði ríkisins af reykingum skuli ekki bara fara beint í þetta, og þá er hægt að nota peninga þeirra sem ekki reykja í annars konar lækninga? Soldið afstætt, engan vegin framkvæmanlegt … en samt spurning hvort að ákveðin prósenta ætti ekki að fara beint í sjúkrakassann?
0
“Það kom ekki fram í rannsókninni varðandi breytingar á sígarettunum.”
Ég sé ekkert VISSI, en síðasta svar mitt var beint að þessu. Þar sem þú ert að segja mér frá þessari rannsókn, þá reyndi treysti ég því að þú segðir nokkuð satt og rétt frá.
Jæja, nú er þetta samt bara að verða hártoganir um texta, tiltölulega óþarfar. En ég leyfi mér að benda á nokkur atriði.
Auðvita skiptir máli hvort hún reykti eftir meðgöngu og hvort það var stöðugt í kringum barnið. Gleymum ekki þeim breytingum sem hafa orðið á viðhorfi til reykinga, áður fyrr var reykt alveg miskunarlaust oní börnin.
Þú gafst í skyn varðandi siðferðislega þröskuldinn í fyrsta bréfi, varðandi að þau gerðu þetta frekar vegna spennings og þrýstings frá vinahópi en önnur börn. Það fannst mér fjarstætt, enda reyniru að bera það af þér nú. En, hvað sem því líður, þá verður ennþá efnahagslega gott að þessi börn ánetjist, vísa ég til skrifa minna hér að ofan :)
Þú ert, reikna ég ekki með, doktor í erfðum. Ekki fullyrða um hluti sem þú getur ekki fullyrt um. Ekki það að doktor í erfðafræði gæti fullyrt um þessa hugmynd varðandi gen. Mér reyndar datt þetta bara í hug á staðnum, en þekkir þú til rannsókna á þessu sviði? Það er fráleitt að gefa sér að öll þekking sé kominn fram, nýjir hlutir upphvötast daglega. Já, ég meinti þetta í því samhengi sem það var sett fram. Þú virðist ekki hafa skilið það, frekar en heróindæmið.
Ekki mistúlka, vildi bara meiri upplýsingar og nákvæmari útlistun. Þú virðist ekki hafa þær yfir höndum, eða skoðað rannsóknina í jafn víðu samhengi og ég hefði talið að ætti að gera. Það er útúrsnúningur að kalla það barnalegt, en ég skil það ágætlega þar sem þú virðist kominn í algjöra vörn.
Frá því neðsta sem þú skrifar þá er að finna svör við flestu því hér að ofan. Til annara þátt tek ég enga sérstaka afstöðu til, en líst ekkert illa á að eyrnamerkja peninga sem koma frá reykingum, í lækningar fyrir þá sem reykja, sem fá síðan auðvita líka fullan hlut frá ríkinu vegna skatta, líkt og aðrir Íslendingar. Ætli það yrðu samt ekki einhverjir fúlir, að reykingarmenn fengju meira í heilbrigðiskerfinu. Líklega eins og þú segir, ekki framkvæmanlegt.
kv.
Kundera
0
Ok. ég tók fram að rannsóknin fjallar um reykingar óléttra kvenna og afleiðingar þeirra. ég tók skýrt fram að þessar afleiðingar hefðu ekkert með óbeinar reykingar í kringum barnið, né hvort móðirin reykti eftir fæðingu.
Hvar gaf ég í skyn að börn reykingamæðranna sem reyktu frekar en önnur börn hefði eitthvað með siðferðið að gera? Það var þú sem talaðir um stéttaskiptingu o.þ.h. ekki ég. Hér er það sem ég skrifaði: “En rannsóknin hefur samt sýnt fram á að börn hinna reykjandi mæðra eru veikari fyrir spenningnum og þrýstingnum frá vinahópnum og láta frekar undan” “Langflestir krakkar prufa að reykja einhvern tímann á lífsleiðinni. En það er sannað að börn mæðra sem reyktu eru veikari að því leitinu til að þau ánetjast frekar en önnur börn.”
Jú jú ég skyldi alveg dæmin þín. En ég get nú samt ekki verið meira sammála þér fyrir vikið. Þú segist sjálfur notast við gagnrýna hugsun, en lést nú samt sjálfur frá þér þá staðhæfingu að það væru ekki fleiri sem deyja úr óbeinum reykingum en beinum. Þú vitnar í reyklaus.is sem er áróðurssíða gegn reykingum, en hvar hefur þú haldbærar sannanir fyrir því sem þú skrifar?
Þú baðst um meiri upplýsingar og ég sagðist reyna að skaffa þær. Það gæti tekið smá tíma, er að vinna í því. En þangað til get ég ekki alveg séð hvernig þú getur leyft þér að ákveða hvaða hlutir séu teknir með og hverjir ekki, og sömuleiðis að ákveða að ekkert sé sannað af því sem þar kemur fram.
Myndi það skipta einhverju máli hvort ég hefði copy/paste greinina inn frá upphafi? Þá hefðir þú sennilega skrifað að það væri aldrei neitt fullsannað, ekki satt? Og allir heimsins prófessorar og doktoror geta náttúrulega ekki verið alvitrir.
0
Kæra Titta,
Þetta fer nú að verða svona frekar miklar hártoganir. Auðvita er kannski enginn alvitur, en að sjálfsögðu á að taka mark á rannsóknum og efni frá traustum aðilum. Á einhverju byggjum við heimsmynd okkar að sjálfsögðu. Það þýðir samt ekki að við megum ekki efast um hlutina er það.
Varðandi að þú tækir fram að rannsóknin tæki til óléttra kvenna og reykinga þeirra, þá tel ég auðvita reykingar á heimilinu væri líka stór þáttur varðandi reykingar seinna meir og sjúkdóma af völdum. (eigum við að vera sammála um að búið sé að sanna að einhverju leiti skaðsemi óbeinna reykinga?).
Varðandi siðferðið, þá sagðiru þetta með að ánetjast í seinni pósti, enda kom mín spurning um siðferðið í pósti eftir það. Mér finnst það ótrúlega ósmekklegt af þér að reyna breyta staðreyndum um þetta, þegar þú vel sérð að það er auðvelt fyrir mig að kanna það. Ég verð að draga trúverðugleika þinn í efa. Hér kemur orðrétt það sem þú sagðir:
“Samfélagið í dag er nokkuð vel vakandi um áhættuna varðandi reykingar og börn fá fræðslu þess eðlis frá upphafi grunnskólagöngu. Þau ættu því sjálf að geta dæmt um hvað þau vilja sem unglingar, þrátt fyrir að foreldrarnir reyki eða hafi reykt. Börn og unglingar vita hvað er rétt og rangt og vita vel að reykingar eru óhollar. En rannsóknin hefur samt sýnt fram á að börn hinna reykjandi mæðra eru veikari fyrir spenningnum og þrýstingnum frá vinahópnum og láta frekar undan”
Ekki bofs um ánetjast. Það veldur mér óneitanlega vonbrigðum að þú skulir viðhafa slíka hætti í rökræðum. Reyna í fyrsta lagi að ljúga og í annan stað gefuru villandi upplýsingar um hvað ég sagði og í hvaða samhengi.
reyklaus.is hefði nú betri áróður í höndunum ef fleiri myndu deyja úr óbeinum reykingum, það væri sterkara mál gegn banni á fleiri stöðum. Annars þá er vitnað þar í tölur frá heilbrigðisráðuneytingu. Hringdu í þá og fáðu það véfengt, ef það fer í taugarnar á þér að ég skuli notast við opinberar tölur, en ekki rannsóknir frá 1958, þegar svo margt hefur breyst.
Varðandi að ákveða hvað var tekið með og ekki, þá hef ég ekki gert það, nema þegar þú hefur sagt að svo væri ekki, eða þú vissir það ekki. Er sönnunarbyrðin núna orðinn öfug? Allt sem ég nefni eða þú var þá tekið með, þangað til annað sannast? Hverskyns rugl er þetta. Auðvita er það bara tekið með sem þú hefur nefnt, ekki það sem þú bara heldur eða giskar að hefur verið með!
Varðandi copy/paste, þá hef ég sagt að ég treysti þér alveg til að segja satt og rétt frá, efast ekkert stórlega um niðurstöðurnar, en vildi meiri upplýsingar um rannsóknina. Síðan þú gast ekki gefið þær hefuru verið í stanslausri vörn, og nú undir lokinn grípuru til óheiðarlega villandi setninga. Það liggur við að ég efist um að rannsóknina hafi nokkurntíman verið gerð.
kv.
Kundera
0
úps … ég sé hvernig orðalagið er greinilega ekki til að hrópa húrra yfir hjá mér. Ég skrifaði upphaflega: “Reykingar óléttra kvenna var rannökuð. Það hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti barna mæðra sem reyktu í meðgöngunni (og sérstaklega þeirra sem reyktu eftir 4. mánuð) þjást af offitu og sykursýki. Það kom einnig fram að það eru meiri líkur á að börn reykingamæðra byrji að reykja en önnur börn, og þau byrja einnig enn fyrr.”
Og ef þú síðan lest á það sem ég skrifaði í greininni eftir það. Þar skrifaði ég nefnilega meira en það sem þú tekur beint upp (á undan), ef þú lest það sem ég skrifa í heild sinni og skoðar það í samhengi þá ættirðu að sjá að ég hef ekki verið að skipta um skoðanir eftir hentisemi.
En … ég bíð en eftir að komast yfir greinina aftur, tekur greinilega svolítið lengri tíma en ég hafði reiknað með.
Smá leiðrétting, rannsóknin er ekki frá árinu 1958 eins og þú skrifar! Reyklaus.is er áróðursfélag og þess vegna, gagnrýn hugsun, tek ég þeirra tölum með nokkrum grömmum af salti. Rannsóknin hófst árið 1958 og henni lauk núna fyrir stuttu. Hvernig ætti annars að vera hægt að kanna þessa hluti?
0
Titta:
Rannsóknin hófst 1958 og byggir því á þeim sígarettum sem voru reyktar þá. Samfélagið og sígarettur hafa breyst gríðarlega síðan þá. Það var minn punktur.
Varðandi að breyta um skoðun, var ég þá ekki að tala um siðferðishlutan? Það kom ekkert fram meira um það í þeirri grein sem þú skrifaðir. Sé ekki hvar ég hef misst af samhenginu, miðað við það sem ég skrifaði á eftir þér.
Reyklaus.is hefði meiri hag í því að fleiri myndu deyja úr óbeinum reykingum, enda réttlæti það frekari skorður á reykingarmenn. Annars bendi ég þér á að tölurnar væru opinberar frá heilbrigðisráðuneytinu. Þú mátt alveg véfengja það, en er það kannnski áróður líka.
Okey, hver gerði þessa rannsókn hjá þér? Ef það er einhver sem hefur horn í síðu tóbaks, er augljóst að þetta er bara áróður og tek því með nokkurm grömmum af salti.
Þú ert alveg búin að missa það, því miður.
Kundera
0
Hér er það sem ég skrifaði:
“Það kom reyndar fram í rannsókninni að það virtist ekki skipta máli hvort móðirin hefði hætt að reykja þegar barnið var ungt varðandi það hvort barnið byrjaði að reykja sjálft. Þannig að það eru tengsl á milli þess ef móðirin reykti meðan hún var ólétt og þess að börnin reyki sjálf seinna meir.
Samfélagið í dag er nokkuð vel vakandi um áhættuna varðandi reykingar og börn fá fræðslu þess eðlis frá upphafi grunnskólagöngu. Þau ættu því sjálf að geta dæmt um hvað þau vilja sem unglingar, þrátt fyrir að foreldrarnir reyki eða hafi reykt. Börn og unglingar vita hvað er rétt og rangt og vita vel að reykingar eru óhollar. En rannsóknin hefur samt sýnt fram á að börn hinna reykjandi mæðra eru veikari fyrir spenningnum og þrýstingnum frá vinahópnum og láta frekar undan.”
Ég minnist hvergi á að reykingar séu stéttarskiptar. Viðurkenni að seinni hlutinn er illa orðaður en ef þú mú lest fyrri hlutann þá útskýrir hann það sem útskýra þarf.
0
Jæja Titta,
1. Þú sérð það sjálf að í textanum í rannsókninni kemur ekki fram það sem ég hef verið að spyrja þig að(umhverfi-breytingar á sígarettum). En eflaust rétt rannsókn, efast lítið um það.
2. Ég sagði þig ekki vera að stéttarskipta þeim, heldur að börn reykingarmæðra væru með lægri siðferðisþröskuld. Þetta þótti mér meira en lítið áhugavert.
3.
A.Tengsl milli móðir reykti ólétt og börnin sjálf seinna meir.
B. Börn og unglingar vita hvað er rétt og rangt.
C. Börn hinna reykjandi mæðra veikari fyrir spenningnum og þrýstingnum frá vinahópnum og láta frekar undan.
Segðu mér hvernig ég átti ekki að lesa að þú værir að tala um lægri siðferðisþröskuld. Ég ályktaði það allavega af máli þínu, ekki óeðlilega að ég tel.
kveðja,
Kundera
0
Í þriðja skipti þá vil ég nú biðjast afsökunar á orðalaginu í setningunni sem þú heldur áfram að tönglast á.
ég nefndi nú líka þegar ég sendi dönsku útgáfuna að þetta væri umfjöllun um hana, og ekki það sem ég sjálf las upphaflega. Þannig að spurningunni um umhverfisþættina og breytingarnar á sígarettunum er enn ósvarað.
Ég hef hvergi sagt að börn reykingarmæðra séu með lægri siðferðisþröskuld og er alls ekki þeirrar skoðunar.
Þegar ég skrifa að rannsóknin sýni fram á að börn reykingarmæðranna byrji frekar að reykja og fyrr en önnur börn þá var það ekki út frá umhverfisháttum, segir sig sjálft þar sem ég hef alltaf haldið því fram að verið sé að tala um reykingar óléttra mæðra en ekki mæðra sem uppalendur. Ég biðst s.s. afsökunar á því nú í fjórða sinn að orðalagið í seinni hlutanum skyldi vera lélegt, en ef maður skoðar það í samræmi við það sem ég hef verið að reyna að útskýra hér og á hinum staðnum þá segir það sig sjálft að þau börn mæðra sem reyktu við meðgöngu, og samkvæmt rannsókninni ánetjast frekar tóbaki, láta frekar undan spennunni sem skapast við fiktið. Ég get ekki útskýrt þetta á líffræðilegan hátt, en sumir eru veikari fyrir ákveðnum efnum en aðrir, og það er það sem rannsóknin m.a. sýnir fram á.
0
Titta:
Óþarfa karp. Það sem skiptir máli er:
A. Þú ert ekki komin með svör.
B. Þú nefndir ekki að ánetjast frekar (sem mér finnst alveg líffræðilega meika sens) fyrr en í seinna bréfi. Samhengið varð því ekkert fyrr en í bréfi fyrir neða.
C. Þú virðist skilja, vegna lélegs orðalags, afhverju ég dróg sumar ályktanir.
Annars þá er þetta orðin óþarfa hártoganir. Sendu mér rannsóknina þegar þú finnur hana. Reykingar eru og verða samt áfram efnahagslega jákvæðar fyrir þjóðfélög.
kveðja,
Kundera
oxygeninc@hotmail.com
0
bíddu við …
A. Komin með svör við umhverfisþáttunum? ég er nú samt komin með stærstu svörin úr rannsókninni, það er þín skoðun hvort þér finnast það vera engin svör. En ég hef þó svar við þinni stærstu spurningu undanfarið, rannsóknin er til , hún er ekki eitthvað sem ég er að búa til
B. Þetta skrifaði ég í bréfi númer tvö:
“Það kom reyndar fram í rannsókninni að það virtist ekki skipta máli hvort móðirin hefði hætt að reykja þegar barnið var ungt varðandi það hvort barnið byrjaði að reykja sjálft. Þannig að það eru tengsl á milli þess ef móðirin reykti meðan hún var ólétt og þess að börnin reyki sjálf seinna meir”
Segðu mér, hvernig getur þú lesið annað út úr þessu en að ég meini að þau ánetjist frekar, og þá meina ég út frá líffræðilegu sjónarmiði en ekki umhverfislegu? Ruglingslega orðalagið kemur á eftir þessari setningu. Þó að orðalagið geti virkað ruglingslegt, þegar það er tekið úr samhengi bréfsins, þá er það það ekki ef maður hefur það sem ég skrifaði áður í huga, þ.e.a.s. það sem stendur hér að ofan.
Ég mæli með að þú lesir það sem ég hef skrifað frá upphafi um þetta, og lesir sömuleiðis það sem þú hefur skrifað. Ég skrifaði um ákveðnar afleiðingar út frá ákveðinni rannsókn.
Því miður hef ég ekki getað svarað öllu um rannsóknina, aðeins því sem ég veit, og þykir það afar leitt. En það þýðir samt ekki að það sé ekki neitt til í því, eins og þú hélst fram á tímabili.
Nú veit ég ekki alveg, ég nenni ekki að þýða alla rannsóknina áður en ég sendi hingað (ef mér tekst að komast yfir hana á annað borð), þar sem þú lest ekki annað en ensku og íslensku. Reyni að finna út hvort hún finnist á ensku einhvers staðar.
0
Jæja, nú fer ég að vera þreyttur.
A. Engin svör um umhverfisþætti, það er mín skoðun að taka verði mun meira tillits til þess, stöðu, stétt og menntun viðkomandi til að fá út alvöru niðurstöður um hver byrjar að reykja.
B. Véfengi ekki að reykinar hafi skaðleg áhrif. Hvort sem það er fóstur eða ekki. Aftur á móti snérist fyrsta umræðan um hvort það væri ekki efnahagslega ábótasamt. Svo virðist enn vera.
C. Þú viðurkennir lélega framsetningu. Ég tók mið af þeirri framsetningu. Ég fyrirgef þér það samt. Þú sýnir samt bæði iðrun og skilning á hroðvirknislegum vinnubrögðum þínum.
D. Ég efast bara um trúverðugleika þinn á tímabili, enda settur fram mjög svo villandi texta til að láta hlutina líta betur út fyrir þig. Það fannst mér miður í svona umræðum. Í raun var ég alltaf viss um að rannsóknin væri til, enda fannst mér texti þinn alveg, þótt misgáfulegur, benda til þess að sæmilega skynsöm manneskja væri að pikka hann inn.
E. Sendu mér hana annars á þessari skandinava tungu sem hún er rituð á. Ég ætti að geta klórað mig fram úr því, svona með gáfurnar einar að vopni.
kv.
Kundera
0
Hér kemur grein sem fjallar um það sama og ég skrifaði, sama rannsóknin. Þar er reyndar ekki minnst á reykingar barna reykingamæðranna, ég held a´fram að leita. Ég vona að mér heppnist að finna greinina aftur, og þá að sýna hana í heild sinni. En hér er aftur á móti það sem var skrifað um hana í Politiken.
Ef það er eitthvað sem þú ekki skilur endilega láttu mig þá vita og þá skal ég þýða hana.
____________________
Gravide rygere får fede børn
Politiken 7 januar 2002, 1 . sektion side 5
Ny forskning peger på, at mødres rygning under svangerskabet skader børnene
langt senere i livet.
Af Kaare Skovmand
Tobaksrygning under graviditeten er usundt for både moder og barn. Det har
længe været kendt viden. Men svenske forskere har nu fundet ud af, at barnet
får lov at betale en regning for tobakken, man ikke tidligere har været
opmærksom på - nemlig en øget risiko for at udvikle ikke-insulinkrævende
diabetes og fedme senere i livet.
I British Medical Journal fortæller forskerne desuden, at cigaretrygning som
ganske ung i sig selv kan øge risikoen for at udvikle diabetes.
Det talmæssige materiale er hentet i oplysningerne om 17.000 mennesker, alle
født i perioden 3. til 9. marts 1958 i Storbritannien.
Jordemødrene interviewede under svangerskabet de vordende mødre om deres
rygevaner i graviditeten, og tilsvarende oplysninger om rygevaner blev igen
bogført i 1974. De nyfødte var i mellemtiden blevet 16 år, og også deres
tobaksforbrug blev undersøgt.
SUKKERSYGE
Børnene blev underkastet lægelige undersøgelser da de var 7 år og igen som
16-årige, og da de var blevet 33 år, blev søgelyset rettet mod forekomsten
af diabetes blandt dem. Hvordan var det gået børnene, i perioden fra de var
16 til 33 år?
Det viste sig, at der blandt de børn, hvis mødre havde røget under
svangerskabet, var en vis overhyppighed af diabetikere og en klart øget
forekomst af decideret overvægtige. Fænomener, hvis kim blev lagt under
graviditeten, og som dukkede op i fuld størrelse senere i deres liv.
Forskerne Scott M. Montgomery og professor Anders Ekbom fra Karolinska
Sjukhuset i Stockholm drager en klar linje fra mødrenes rygning (efter
svangerskabets 4. måned) og til børnenes skavanker senere i livet. Der er
tale om en reel risiko for barnet, siger de. De påviser samtidig, at de
børn, der ikke havde fået diabetes, men hvis mødre havde røget i
graviditeten, havde en statistisk øget sandsynlighed for at være overvægtige
eller regulært fede, når de var blevet 33.
Montgomery og Ekbom mener, at forklaringen på miséren er, at moderens
tobaksrygning afstedkommer en livslang defekt på reguleringen af børnenes
stofskifte - formentlig som følge af fejlernæring i fostertilstanden eller
'forgiftning' af fosteret. Det er i forvejen kendt, at en gravid kvindes
tobaksrygning klart øger risikoen for, at barnet fødes med for lav vægt.
Diabetes type 2 kendes også under navnet gammelmandssukkersyge og er
almindeligvis nøje forbundet med livsstilsforhold som forkerte kostvaner,
overvægt og mangel på motion. Den adskiller sig fra diabetes type 1 ved
normalt ikke at kræve brug af medicinen insulin.
0
Sæl Titta:
Væriru ekki til að þýða þetta í heild sinni? Ég legg það ekki í vana minn að lesa útlensku, nema þá helst alþjóðamálið ensku.
Kundera
0
Hér kemur greinin lauslega þýdd yfir á íslensku:
Óléttar reykingakonur eignast feit börn
Politiken 7 januar 2002, 1 . sektion side 5
Ný rannsókn sýnir fram á að reykingar mæðra við meðgöngu skaða börnin seinna á lífsleiðinni.
Eftir Kaare Skovmand
Tóbaksreykingar við meðgöngu er óhollt fyrir bæði móður og barn. Þetta hefur verið vitað lengi. En sænskir vísindamenn hafa nú fundið út að barnið kemur til með að sitja uppi með enn stærri reikning en áður var vitað, nefnilega auknar líkur á að sýkjast af ekki-insúlínkrefjandi sykursýki og offitu seinna meir í lífinu.
Í British Medical Journal skýra þeir ennfremur frá því að sígarettureykingar hjá ungu fólki (unglingum) getur einnig aukið líkurnar á sykursýki.
Þessar tölfræðilegu upplýsingar eru sóttar úr skjölum um 17000 manneskjur sem fæddar eru á tímabilinu 3. - 9. mars 1958 í Bretlandi.
Ljósmæðurnar færðu niður upplýsingar um reykingavana hinna tilvonandi mæðra undir meðgöngunni, og tilsvarandi upplýsingar og reykingarnar voru uppfærðar aftur árið 1974. Í millitíðinni voru börnin orðin 16 ára og þeirra tóbaksávanar voru einnig rannsakaðir.
SYKURSÝKI
Börnin gengu undir læknisrannsóknir sjö ára gömul og svo aftur 16 ára og síðan aftur 33 ára. Þegar þau voru 33 ára gekkst rannsóknin einna helst út á að rannsaka hvort þau þjáðust af sykursýki. Hvernig hafði gengið hjá börnunum frá því þau voru 16 ára og þangað til þau voru 33 ára?
Það sýndi sig að meðal barna mæðra sem höfðu reykt við meðgöngu var mjög áberandi hlutfall af sykursýkistilfellum og afdráttarlaust greinileg aukning á offitu. Fyrirbrigði þar sem sæði var sáð undir meðgöngunni og kom svo seinna fram í fullri stærð seinna í lífinu.
Vísindafólkið Scott M. Montgomery og prófessor Anders Ekbom frá Karolinska
Sjukhuset í Stockholm draga hreina línu frá reykingum mæðranna (eftir
4. mánuð meðgöngunnar) til líkamlegra galla barnanna seinna meir. Þeir segja að áhættan sé gífurleg. Þeir sýna samtímis fram á að þau börn sem ekki höfðu fengið sykursýki, en mæðurnar samt reykt við meðgöngu, hefðu tölfræðilega miklar líkur á að þjást af offitu þegar 33 ára aldrinum væri náð.
Montgomery og Ekbom halda fram að skýringin á bágindunum sé að reykingar mæðranna komi af stað lífslangum galla á efnaskiptum barnanna – sennilega út frá misnæringu fóstursins eða eitrun á fóstrinu. Það er vitað að reykingar óléttra kvenna eykur líkurnar á að barn sé of létt við fæðingu.
Sykursýki týpa 2 er einnig þekkt undir nafninu gamlakallasykursýki og er venjulega tengd við lífsstíl, rangar matarvenjur, ofþyngt og hreyfingarleysi. Hún skilur sig frá sykursýki týpu 1 á þann hátt að hún krefst venjulega ekki notkunar á insúlíni í lyfjaformi.
0