Góðan daginn
Hvað varðar vöruflutningabílstjórana þá þurfa þeir nýjan talsmann, taka sig saman í andlitinu og hugsa áður en þeir gera nokkurn skapaðan hlut, með frekari svona aðgerðurm verða þeir sér til skammar.
Ég styð samt þeirra baráttu fyrir lægra bensínverði heilshugar.
Á Íslandi tíðkast að styðja ákveðnar stéttir með styrkjum og verndartollum sbr. Landbúnað í þeim tilgangi að hann sé samkeppnisfær. Það kjánalega við það er að nær enginn innflutningur er á landbúnaðarvörum er leyfður og því engin samkeppni. Bændur hafa því nóg að gera sama hvernig efnahagsástandið er.
Vörubílstjórar aftur á móti hafa það nær þver öfugt. Tollar og gjöld á bensíni gera það að verkum að verð vex mun hraðar og ekkert er gert til að styðja þessa starfsgrein.
Þeir sjá bara að þegar þeir fylla tankinn fyrir 100.000 1x til 3x í viku (sem margir þeirra gera, ég vann á bensínstöð á sínum tíma og þetta er staðreynd)
Segjum 100.000 á viku. Álögur ríkisins eru líklega um 60-75.000 af þessari tölu. Þessir skattar fara svo ekki í það sem þeir eru eyrnamerktir s.s. vegi og brýr, m.ö.o. bættar samgöngur. Heldur sjá allir svakalega uppbyggingu sendiráða, einkaþotur og hver stjórnmálamaður á fætur örðum er „böstaður“ við að skeina rassinn á vinum sínum með ríkispeningum, beint og óbeint.
Samdráttur í innflutningi vegna efnahagsástandsins bitnar strax á atvinnu þessara manna því það er mun minna af vörum sem þarf að flytja. Framkvæmdum fækkar og því minna af mold sem þarf að flytja milli staða og við bætist að þeirra þjónusta verður að vera fáránlega dýr m.v. margt annað vegna bensínverðsins.
Ég botna ekkert í að FÍB sé t.d. ekki að vinna með bílstjórunum, að Neytendasamtökin hafi ekki haft á orði að þessar álögur verði að minnka og mest furðandi er ég á fólkinu í landinu (líka mér) að vera ekki orðinn reiðari af þessari okur skattlagningu.
Ég fer nú ekki í röntgen 2x í viku eins og ég tek bensín, en ef ég væri rukkaður um 10.000 fyrir 2.000 kr. röntgenmynd svo að hægt væri að eyða mismuninum í annað þá væri ég ekki sáttur…
En þetta er það sem ríkið er að gera.
Þeir eru sífellt að fá meiri og meiri tekjur af þessu þar sem tekjurnar aukast í samræmi við heimsmarkaðsverð á olíu en ekki framlag ríkisins til vegamála (sem þróast þver öfugt).
Það ætti að draga úr álagningu á bensíni og auka skatta á bílana sjálfa út frá vélarstærð og þyngd, það væri sanngjarnara að hækka einfaldlega bifreiðagjöld.
Ég hvet því vörubílstjóra til að skilgreina sinn vanda, finna lausn sem þeir geta sætt sig við og berjast svo fyrir því að sú lausn komi til framkvæmdar. Það er mun vænlegra en að núverandi aðgerðir.
Einnig vil ég benda á að mótmæli eru ekkert marktækari ef þau eru óþægileg fyrir almenning, þó að kannski fleiri verði varir við þau.
Með því að loka t.d. götunum sem kjörnir fulltrúar búa við væri t.d. mun skemmtilegra. Sérstaklega ef vitað er um mikilvægar ákvarðanir sem á að taka í borgarráði o.s.frv.
Þeims víður nefnilega að þurfa segja við fréttamenn að þeir hafi verið lagðir í einelti, að þeir séu orðnir „litli kallinn“ sem var hjálparlaus.
Slíkar aðgerðir mundu ekki stofna almenningi í hættu, sjúkraflutningum o.þ.h. og væri í raun nokkuð skarpur leikur.
Ef löggan ætlar að berja á ykkur fyrir að hafa lokað botnlanganum sem Björn Bjarna býr í þá sér fólk vitleysuna í framgangi lögreglunar, ef þeir falla í þá gildru að gera slíkt.
Hvað varðar lögguna, þá finnst mér það góð taktík að grípa úr hópi fólks þá sem eru að egna aðra áfram og styð þá aðferðarfræði. Hvernig það var svo framkvæmt… er önnur saga sem ég legg ekki dóm á þar sem ég var ekki þarna.
Að lemja lögreglumann við vinnu sína er svo mikill hálvitaskapur að ég á ekki orð, að streitast á móti þegar verið er að handtaka þig er heldur ekki rétta leiðin. Þegar lögreglan hefur slíka framkvæmd þá er hún kláruð, þeir sleppa engum sem þeir ætla að taka, heldur kalla á fleiri til að klára málið. Það á heldur enginn að geta sloppið undan handtölu með slíku móti, það væri fáránlegt. T.d. Steingrímur Njáls verður handtekinn á morgun því hann streittist svo fast á móti í dag….
Það má ekki gleyma að löggan á að kunna sig og haga sér í samræmi við lög og reglur, sömu skildur hvíla á okkur borgurunum, lögin um þá eru bara strangari en gefa þeim auknar heimildir ef fólk er með mótþróa.
Ég vil annars bara vitna í Winston Churchill…
„If you are going through hell, keep on going“
(maður kemst bara ekkert á tómum tanki)…
Þetta hefst …