Ég ætla að vísa í nokkrar greinar sem tengjast þessu málefni. Menn lesa það svo bara sem þeir vilja úr þessu og kynna sér þetta betur helst ef menn vilja það einnig. Sammála þessari grein.
Þetta er samantekt úr helstu lagagreinum sem tengjast þessu viðfangsefni, þ.e.a.s. Heimild lögreglu til þessara aðgerða.
Lögreglulög:nr. 90 frá 1996
14. gr. Valdbeiting.
Handhöfum lögregluvalds er heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Aldrei mega þeir þó ganga lengra í beitingu valds en þörf er á hverju sinni.
15. gr. Aðgerðir í þágu almannafriðar, allsherjarreglu o.fl.
1. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
2. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.
3. [Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.]1)
4. Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu [skv. 2. og 3. mgr.]1) getur hún gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.
5. Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.
6. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af málefnum sem samkvæmt lögum heyra undir önnur stjórnvöld ef það er talið nauðsynlegt til að stöðva eða koma í veg fyrir alvarlega röskun á almannafriði og allsherjarreglu og ekki næst til viðkomandi stjórnvalds eða aðgerðir af þess hálfu eru útilokaðar, þýðingarlausar eða fyrirsjáanlegt er að þær muni hefjast of seint. Tilkynna skal hlutaðeigandi stjórnvaldi um aðgerðir lögreglu svo fljótt sem auðið er.
1)L. 56/2002, 2. gr.
16. gr. Heimild til handtöku.
1. Handhafa lögregluvalds er heimilt að handtaka mann og færa á lögreglustöð eða á annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu:
a. í þeim tilgangi að halda uppi lögum og reglu, svo sem ef maður ærist á almannafæri eða veldur þar hneyksli eða hættu á óspektum,
b. ef hann hefur hér ekki landvistarleyfi,
2. Lögregla skal gera manni grein fyrir ástæðum þess að hann er færður á starfsstöð lögreglu. Ekki má halda manni lengur en nauðsyn ber til.
19. gr. Skylda til að hlýða fyrirmælum lögreglu.
Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.
21. gr. Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum.
Enginn má á neinn hátt tálma því að maður gegni lögreglustörfum.
Lög um meðferð opinberra mála: nr. 19 frá 1991
97. gr. 1. [Lögreglu]1) er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.
2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur [fangelsi].2) Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.
3. Ef uppþot verður sem hefur í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll eða hættu á slíku, svo og þegar margir menn hafa tekið þátt í óeirðum, sem leitt hafa til manntjóns eða meiri háttar líkamsmeiðinga, og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku, er lögreglunni heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða þátttöku í brotinu.
Almenn hegningarlögnr. 19 frá 1940
106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.]2) [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.]3)
[Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.]2)
[Nú hefur sá sem dæmdur er sekur um brot á þessari grein áður sætt refsingu samkvæmt greininni eða honum hefur verið refsað fyrir brot sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.]2)
[Jafnfætis þeim opinberu starfsmönnum, sem ekki hafa heimild að lögum til líkamlegrar valdbeitingar, standa þeir menn sem dómari eða yfirvald kveður sér til aðstoðar við rekstur opinbers starfs.]2)
1)L. 82/1998, 32. gr. 2)L. 25/2007, 1. gr. 3)L. 101/1976, 11. gr.
107. gr. Hafi verknaður, sem í 106. gr. getur, verið hafður frammi af mannsöfnuði, skal forgöngumönnum og leiðtogum upphlaupsins refsað með þyngri refsingu að tiltölu, og má þá beita allt að 8 ára fangelsi. [Aðrir þátttakendur upphlaupsins, sem ofríki hafa haft í frammi eða ekki hafa hlýðnast skipun yfirvalds er skorað hefur á mannsöfnuðinn að sundrast, skulu sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum ef brot er smáfellt.]1)
111. gr. Hver, sem frelsar handtekinn mann, fanga eða mann, sem hafður er í opinberri gæslu, svo og hver sá, sem hvetur eða hjálpar slíkum manni til að losna úr haldi, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Hver, sem ólöglega setur sig í samband við handtekinn mann, fanga eða mann, sem hafður er í opinberri gæslu, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 35. gr.
112. gr. Hver, sem aðstoðar mann, sem eftirför er veitt fyrir brot, til að komast undan handtöku eða refsingu, með því að fela hann, hjálpa honum til að flýja eða strjúka eða segja rangt til, hver hann sé, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Sömu refsingu varðar það að tálma rannsókn brots með því að eyðileggja, breyta eða koma undan hlutum, sem fræðslu geta veitt við rannsóknina, eða með því að raska ummerkjum brots.
Hafi einhver framið verknað, sem lýst er í þessari grein, í því skyni að koma sjálfum sér eða nánum vandamönnum sínum undan eftirför eða refsingu, þá er það refsilaust.
Stjórnarskráin nr. 33 frá 1944
73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)
1)L. 97/1995, 11. gr.
74. gr. [Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]1)