Ég ætla að benda á stöðu lögreglunnar í þessu samhengi.


1. Lögreglan er eina embættið í landinu sem hefur fullt leyfi til að beita valdi ef þörf krefur. Fólk á það til að gleyma þessu og halda bara að lögreglan sé bara einhverskonar lukkudýr framkvæmdavaldsins, sem þeir eru ekki. Þess vegna hefur hún græjur eins og Piparúða, kylfur, skyldi og lítið hugtak sem kallast réttur til handtöku. Ef eitthvað fer úr böndunum og hugsanlegt er að það stigmagnist er það í þeirra verkahring að beita valdi á þá sem stafar mest ógn af.



2. Fólk er líka með svolítið skemmtilega sýn á framkvæmdavaldið: Það má mótmæla hverju sem er, hvernig sem er, hvar sem er, alltaf! og löggan er bara óvinurinn.
Lögreglan er atvinna og vinnan felst í því, þegar kemur að mótmælum að, ekki bara hafa hemil á, heldur ráða niðurlögum mótmæla sem munu hugsanlega fara úr böndunum. Fólk er greinilega aftur að hugsa um þá sem þessi krúttlegu, köflóttu lukkudýr. Fólkið sem mótmælir hvað harðast eru bara, í barnslegri tilhlökkun sinni, að freista lögreglunnar og leika sér að eldinum.



3. Óbreyttir vegfarendur sem þurfa að svala forvitni sinni með því að “kýkja” á aðstæður eru á sínum eigin vegum. Að fá í sig piparúða, sem notaður valdbeitingu gegn mótmælunum, og ætla svo að nöldra um það í fjölmiðlum er ekkert annað en dómgreindarleysi og barnaskapur. Lögreglan notar þetta á alla sem staðsettir eru þar sem verið er að rýma mótmælastaði. Þeir geta ekki með nokkru móti greint á milli vegfarenda og vörubílstjóra -því þeir líta ekkert ósvipað út-. Þá er vegfarandinn búinn að stofna sér sjálfur í hættu með því að þvælast fyrir.



————————————————
Til þess að setja þetta í tvær skiljanlegar setningar:

Almenningur á að vera hræddur við lögregluna undir öllum kringumstæðum. Lögreglan hefur völd.
Guð blessi trúleysið