Það sem hrjáir þessa aumu undirlægjuþjóð er ekki kreppa, verðbólga eða skuldir heldur sjúkdómur sem veldur gríðarlegum ranghugmyndum um ástand og öryggi heildarinnar. Þetta lýsir sér best í mótmælunum 23. apríl og viðbrögðunum við þeim.
Einlægur aumingjaháttur borgaranna og meðaumkun þeirra með valdhöfunum og handbendum þeirra (lögreglunni) skín í gegn þegar ein stétt þeirra rís upp og er barin niður með látum. Þá fara hinir vesalingarnir að tala um að öryggi þeirra sé ógnað og þeir verði jú að komast í og úr vinnu, sætta sig við hlutina eins og þeir eru og síðast en ekki síst “Því við getum hvort eð er ekkert gert”.
Svo eru þeir sem enn hafa það gott, geta flatmagað fyrir framan skjáinn og gera grína að mótmælendum og hlæja að óförum þeirra, segja þá “eiga þetta skilið”. Þetta eru allverstu sjúklingarnir, svo langt leiddir að þeim er ekki viðbjargað. Eiginhagsmunaseggir sem þjást af gríðarlegum ranghugmyndum um eigið ágæti og gáfnafar.
Þetta fólk er líklegt til að kalla heila stétt manna fábjána um leið og þeir vegsama eigið umburðarlyndi.
Þegar einföld krafa forsprakka mótmælanna er skoðuð eins og hún kom úr hans eigin munni í gær verður ekki betur séð en að maðurinn Sturla hafi heldur betur hitt naglann á höfuðið. Hann sagði einfaldlega að þeir kjörnu fulltrúar borgaranna ættu að einbeita sér að velferð þessa lands í stað þess að vera á sífelldu flakki um heiminn sleikjandi rassgöt erlendra höfðingja og eltast við málefni sem koma þessu litla eylandi ekki nokkurn skapaðann hlut við. Hér er jú hellingur sem má betur fara í stjórnkerfi þessa lands, sá listi er nánast ótæmandi og eru vörubílstjórarnir og kröfur þeirra hvergi nærri ofarlega í forgangsröðinni ef um heilbrigt stjórnarfar væri að ræða. Þeir eru bara háværasti hópurinn, hinir vesalingarnir (kennarar, opinberir starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, bændur o.fl) sem halda kjafti og beita úreldum meðulum við aðgerðir sínar og hafa aldrei fengið nokkra kjarabót heldur láta vaða yfir sig trekk í trekk með lygum og valdhroka þar til þeir skríða aftur í holuna sína syngjandi lofsöng um þá sem hneppt hafa þá í gíslingu.
Gott dæmi er þegar Fjármálaráðherra (sem ætti að segja af sér á stundinni) fullyrti að ef kennarar fengju hærri laun skylli á verðbólga. Viti menn þeir eru á lúsarlaunum, en það er samt bullandi verðbólga. Fífl segi ég og skrifa.
Þessi hópur fólks sem byggir þessa eyju er ekki þjóð, heldur samansafn af undirlægjum sem eru orðnar svo vanar valdníðslu og lygaáróðri yfirstéttarinnar að máttleysi þeirra er algert.
Þjóð rís upp gegn órétti og varpar ónýtum valdhöfum af stóli gerist þeir sekir um ofmetnað, hroka og tillitsleysi við yfirmenn sína, að maður tali nú ekki algera vangetu til að halda reglu á einföldustu hlutum eins og heilbrigsmálum, borgarskipulagi, menntun og samgöngum að ógleymdu skilningsleysi þeirra á eigin starfi og stöðu.
Það eru borgararnir sem skapa verðmætin, borga þeim laun og sýna þeim traust til að halda utan um eign heildarinnar.
Sem er rétturinn til að kallast þjóð, verðmæti sem hvorki er hægt að kaupa né selja, einungis berjast fyrir með kjafti og klóm.
Þessi réttur er nú í höndum manna sem þora að láta verkin tala og taka afleiðingunum, hvorki sem ykkur líkar það betur eða verr og hvort sem ykkur finnst trukkabílstjórarnir, Nasistarnir, eggjakastararnir og allir þeir sem áttu hönd í bagga þennan dag vera fífl eða fávitar þá unnu þeir sér inn réttinn til að kallast Íslendingar sem stóru Í með aðgerðum sínum og ég hrósa hverjum einasta fyrir það.
Og að lokum á léttari nótum, gleðilegt sumar.