Sameining SVR og AV = hagræðing? Síðasta sumar gengu strætisagnar Reykjavíkur(SVR) og almenningsvagnar(AV) í hnappdelluna og eru nú undir sömu sæng, síðan þá hefur ástin blómstrað á milli þeirra og eru þessir englabossar núna þekktir sem strætó BS eða Strætó Bæjarsamgöngur, voða kósý og dúllulegt nafn sem þeir ástarenglarnir völdu sér. Allt gengur vel í hjónabandi þessu að er virðist vera og blómstar ástin milli þeirra. En hver var tilgangurinn með þessu öllu saman? Líklega var hann sá sami og alltaf þegar fyrirtæki sameinast, að spara pening.

Nú er ég enginn snillingur í fjármálum, viðskiptafræði eða neinu slíku en síðast þegar ég vissi þá var það gott að spara pening og þegar að maður sparar pening þá á maður meiri pening milli handanna en áður…eða svo hef ég hingað til haldið. Því taldi ég mér trú um það síðasta sumar er ég frétti af þessu “brúðkaupi” þeirra SVR og AV, að loksins myndu fargjöld strætisvagnanna lækka, því nú væri verið að hagræða, spara smá pening. En þetta reyndist vitleysa í mér, því það eina sem gerðist var að fargjöldin hækkuðu og það talsvert mikið. Nú getið þið auðvitað sagt, “hvað áttu ekki bíl?, ertu ekki með bílpróf? Tilhvers þarft þú að taka strætó?” og ég skal svara því, “jú ég á bíl og er með bílpróf, en það hafa ekki allir bílpróf og það eiga ekki allir bíl!, þessvegna er ég nú að þessu “röfli”, því “samborgarar mínir” þurfa að gjalda fyrir þessa hækkun og því stendur mér bara alls ekki á sama”.

Mig langar svolítið að vita að vita, í hverju fólst hagræðingin? Fólst hún kannski eingöngu í því að hækka fargjöldin? Hvað réttlætir t.d rúmlega 66,66 % hækkun á farmiðum fyrir öryrkja? Eða 33,3% hækkun á farmiðum fyrir “fullorðna”?. Hversvegna í andkotanum var eiginlega verið að sameina þessi fyrirtæki ef það kostaði þau bara aukin útgjöld sem skilar sér í hækkandi fargjöldum og auknum útgjöldum fyrir heimilin/borgarana? Afhverju ekki að sleppa því að sameina þetta og spara þannig bæði tíma og peninga?

Mér finnst það allavega fremur furðule bókhaldsfræði að sameina tvö fyrirtæki til þess að spara peninga, hagræða innan fyrirtækisins og hækka svo líka fargjöld. Ég hefði nefnilega haldið að það ætti að vera öfugt, að fargjöldin hefðu átt að lækka örlítið. Því óska ég nú eftir skýringum í hverju fólst þessi hagræðing hjá fyrirtækjunum? Á hvaða hátt og hvenær skilar hún sér eiginlega til neitendanna?