Mörg ykkar hafa öruglega talað um “rónana” á hlemmi og talað um hversu pirrandi þeir eru. Þeir eru skítugir sífullir og hreint og beint bara ógeðslegir! Þeir kafa niður í ruslatunnu til þess að leita að flöskunni sem þú varst að enda við að henda. Þeir sofa þar sem þú bíður eftir strætó og æla þar sem þú pissar! Þetta er skrítið og geðbilað fólk sem getur ekki fundið sér sess hérna í samfélaginu
“Þeir eru vandamál sem samfélagið þarf að losna sig við” hef ég heyrt oftar en einusinni. En hvað gerum við í því? Þegar “róni” kemur til þín og biður um bita af sómasamlokunni þinni þá annaðhvort hendir þú henni frá þér og gefur það í skyn að hann má fá hana, því að þú ert hvort sem er búni að missa matarlystina, eða þú lítur undan eins og þú hefur hvorki séð hann né heyrt hvað hann sagði. Flest ykkar eru meiri að segja hætt að fara niður á austurstræti vegna þess að þar er allt fullt af þunnum rónum.
Ég spyr: Hvað getum við gert til þess að leysa þetta vandamál, hvernig leysum við það, og mikilvægast af öllu: hvað gerum við til þess að leysa þetta félagslega vandamál?
Áður en við reynum að svara þessu spurningum skulum við zúma á vandamálið sjálft. Hina svokölluðu “róna”. Hvaða persónur eru þetta og hvað eru þær að gera fullar á Lækjartorgi? Það er eingin ein saga sem þessir men og þessar konur hafa smeiginleg. Þær eru jafn mismunandi og fortíð okkar hina. Samt er það vanalega annaðhvort áfengi eða geðræn vandamál sem hefur neytt þetta fólk út á götu. Það getur verið að þessi persóna hefur misst vinnu sína vegna áfengisvandamála og þannig einnig misst húsið osf. Eða persónan hefur við geðræn vandamál að stríða, hefur ekki fengið réttu meðferð og næstum bara verið skilið eftir á götunni. Hver ykkar hljóta að þekkja að minnsta kosti eina sögu um óhepnann einstakling sem hefur svipaða fortíð. Það er samt vanalega eitt sem þetta fólk hefur sameiginlegt, það er áfengisvandamál.
“Hvað með það… ekki er það okkur að kenna að þetta fólk tók upp flöskuna þegar vandamál kom upp”. Það er auðvelt að segja það, en hvað veit maður? Þessar setningar koma oftast frá manneskjum sem þekkja ekki orðið “áfengisvandamál” og geta aðeins ímyndað sér sorgina sem þetta fólk hefur farið í gegnum.
En hvað er gert til þess að koma þessu fólki á réttu braut aftur?
Það er erfit, en ekki ómögulegt. Til eru auðvitað samtök og stofnanir sem tekur þetta fólk að sér. Stofnanir eins og SÁÁ, afvötnunarstofnanir sem taka á þessari sterku fíkn. En því miður er árangurinn vanalega takmarkaður. Stór hluti sem “útskrifast” eiga eftir að koma þangað aftur. Og hvað á þetta fólk svo sem að gera þegar það fer út aftur. Það reynir auðvitað að finna sér vinnu og húsnæði, en það er ekki eins auðvelt eins og það hljómar. Hver vill ráða róna til þess að vinna fyrir sig? Því er auðvitað hjálpað með að feta sig áfram í lífinu með félagsráðgjöf.
En samt er þetta vandamál ekki leyst því að þótt að þetta fólk er með vinnu og húsnæði er erfit fyrir viðkvæmar sálir að halda sig í burtu frá freistingum.
Nú getur ríkið ekki gert meira fyrir þetta fólk. Það er búið að redda því vinnu og húsnæði. Samt er ennþá stór hluta af þeim sem eiga eftir að grípa í flöskuna og lenda aftur í sömu vandamálum.
En þessar ríkistofnanir geta gert meira, ef peningarnir eru til staðar. Það eru biðlistar á heimili sem hýsa þessa útigöngumenn. Kerfið sem þetta fólk fer í gegnum er ófullkomið, það getum við bara séð vegna þess að það lendir aftur og aftur út á götu. Sálfræðileg hjálp er takmörkuð og vinnu fær það ekki alltaf. Með meiri pening væri hægt að borga fyrir sálfræðihjálp, búa til húsnæði og koma þessu fólki í vinnu. Það þarf öruglega ekki meira en nokkur mánaðarlaun alþingismanns til þess að borga þessa þjónustu. En afhverju borgar ríkið þá ekki fyrir þá, er líf þessar borgara ekki nóg og dýrmætt. Ef svo er spyr ég bara, hverjum þjónar ríkið þá ef það vill ekki lita við þá sem minna meiga sín?
Þegar ríkið getur ekki (eða neitar að) gert meira, hvað tekur þá við? Það gerum við, hin í samfélaginu. Og hvernig er framkoma okkar við þá?
Þegar maður fer niður á hlemm passar maður að koma ekki of nálagt þessu fólki, það er skítugt, fullt eða þunnt, og heldur skrítið. En hvernig líður því? Það fær einga virðingu. Það eru fáir sem koma fram við “rónana” eins og aðra í þessu samfélaginu. Lögreglan sér til þess að slíkt fólk er ekki á stöðum þar sem “betra” fólk sér til. Nærvera þeirra er ekki óskað. Þessi viðbrögð okkar til þeirra byggir upp hatur hjá þeim gegn samfélaginu og minnkar líkurnar að þessir einstaklingar munu geta fundið
sinn sess hérna.
Þetta fólk eru líka manneskjur sem eiga sína sögu.
Þetta er fólk sem vanalega hafa verið fórnalömb aðstæðanna og hafa farið út á rangar brautir.
Þetta fólk er ekkert verra en við hin. Als ekki. Ef það hafði alist upp við aðrar aðstæður hafði það öruglega ekki verið þar sem það er nú. Að telja það að þetta fólk er verra en aðrir má líkja við nazista-stefnu þriðja ríkisins.
Það er búið að gera grín af þeim, það er búið að niðurlæga þá, það er búið að neita þeim. Er ekki komin tími til þess að við tökum á þessu máli, því þessi vandi snertir okkur öll. Það er sama hversu mikilvægur þú telur þig vera, ertu ekki mikilvægari en þessi skrítni kall sem situr á lækjartorgi og drekkur sig burt frá veruleikanum.
N/A