Einn mikill galli á okkur Íslendingum er hvernig við setjum ýmsar þjóðir í einn flokk til að einfalda hlutina, eða af því að við vitum ekki betur, við verðum sjálf rosalega fúl þegar við erum talin Svíar eða eitthvað annað í útlöndum.
Þetta lýsir sér í því t.d. að allir Asíubúar hér eru kallaðir “grjón” og allir A-Evrópubúar eru bara kallaðir “Pólverjar” og fordómarnir eftir því. Ég þoli ekki svona einfaldanir og tel reyndar að það sé mikill munur á einstökum þjóðum og það má kannski telja ákveðna fordóma hjá mér.
Ég hef kynnst Pólverjum í vinnu og í samanburði við aðrar þjóðir og þekki ekki duglegra fólk, en þeir þurfa kannski “aga”, en það er ekki nokkuð sem nokkur kynnist á Íslandi.
Nokkur mál hafa komið upp vegna afbrota Pólverja hér á landi en hvað mörg eru þau mál miðað við þetta stóran hóp ? Við skulum skoða tölur; Það eru um 8000 Pólverjar hér en það eru 2-3 Pólverjar í fangelsi hér (væru kannski fleiri ef Lögreglan hér hefði ekki klúðrað svona mikið) en til samanburðar eru hér um 1500 Litháar og það eru um 11 þeirra hér í fangelsi. Tölfræðin sýnir að afbrot meðal Pólverja er sára lítil og samkvæmt rannsóknarskýrslu um þetta þá eru hlutfallslega fleir afbrotamenn frá Bretlandi án þess að margir þeirra búi hér !
Ég held að þegar A-Erópubúar (íbúar fyrrverandi Sovétríkjanna, Serbar etc.) fremja glæpi hér eða láta illa þá sé sjálfvirkt skellt skömminni á Pólverja en ég held að Litháar skeri sig úr sbr. tölur að ofan.
Nú heyrast þær fréttir að efnahagsástand sé að batna í Póllandi og Pólverjar séu nú óðum að halda heim þar sem vöntun er á vinnu afli og segir mér sá hugur að við eigum eftir að sjá á eftir því að hatast við þá. Hverja ætlum við að fá í vinnu þegar næstu stórfrmkæmdir hefjast ? ¨
Jú, við getum líklega fengið nóg af Kínverjum, og mig grunar, ekki bara vegna þessa, að við munum hafa þokkalegt “China Town” hér eftir um 20 ár, þá getum við farið í Kolaportið þeirra og keypt hunda til að skella á grillið !
Þá held ég að margir munu sakna Pólverjanna.