Það er enginn að tala um að nota lömunarvopn á fólk bara af því að það er fullt. Það þarf að sýna mótþróa við handtöku og vera ógnandi.
Við vitum ekkert hvort að þetta muni verða notað á fullt fólk eða ekki. En ég get samt vitnað í eina frétt sem ég heyrði frá afa mínum í mrg. Allavega þar var einn sem var að flýta sér heim útaf e-h ástæðu(skitpir svosem ekki máli)en lögreglan stoppaði hann. Þessi maður var áður búin að vera að bíða og bíða og orðinn heldur betur pirraður og síðan þegar lögreglan kom að þá sauð bara upp úr honum og hann fékk bara reiðiskast. En nei þeir skutu hann bara með taiser aftur og aftur. Og viti menn hann dó. Þetta gerðist í USA.
Ég gef ekki mikið fyrir slíkar alhæfingar um lögreglumenn nema þær séu rökstuddar. Ég nenni ekki að ræða þetta á þessum nótum. Ég gæti allt eins fullyrt, af því að allir lögreglumenn sem ég þekki eru ábyrgir, að lögreglumenn séu traustsins verðir og hæfir til að nota lömunarvopn. Okkur verður ekkert ágengt með þessum hætti.
Satt er það.. En ég er ekki alveg hlutlaus í þessu máli, þekkki vel til lögreglunnar, ekki að hún hafi verið að handtaka mig heldur af öðrum ástæðum. Þeir sem ég þekki og veit um eru mest allt hálvitar, og ættu ekki að vera í lögreglunni. Afi minn sem er fyrrverandi lögreglumaður er meira að segja sammála mér í þessu. Margir af þeim sem eru í lögreglunni í dag eru strákar sem hafa verið lagðir í einelti í skóla og eru núna svaka miklir kallar útaf því þeir eru í löggunni. Málið er að þeir líta bara svo stórt á sig. Það er málið sem fólkið er að tala um, og þess vegna treysta voða fáir lögreglunni. En auðvitað leynast nokkrir góðir þarna, en það er meira af þeim slæmu.
Hvað varðar aðgengi að lömunarvopnum þá er þetta ekki alveg rétt. Í fyrsta lagi er munur á útgáfunni af lömunarvopnum sem er seld almenningi og löggæslu. Í öðru lagi er ekki hægt að koma þessu inn í landið nema að smygla því, það þýðir því ekki að panta þetta bara á netinu. Í þriðja lagi, ef þetta er svona gríðarlega auðvelt, þá þýðir þetta ekki annað en það að glæpamenn hafa þegar aðgang og hugsanlega eiga svona lömunarvopn svo að við værum ekki að breyta ástandinu hérna heima. Þar með er lítið hægt að gefa fyrir þessa athugasemd þína.
Hinn almenni borgari þarf ekki að vopna sig, ég sé ekki af hverju það leiðir.
Hmm…Svartimarkaðurinn. M-16,MP5,Magnum, Desert Eagle, AK-47… Þetta eru allt byssur sem herinn notar og lögreglan í London notar t.d. MP5.
Þetta er allt í umferð og getur hinn almenni borgari alveg reddað sér þessum vopnum ef hann veit hvar hann á að leita. Það að redda taiser er væntanlega mun léttara heldur en að redda háum kalibera rifli..
Að panta þetta á netinu var kannski ofaukið en samt ekkert frá því. T.d fyrir nokkrum árum að þá var til sölu skriðdreki og orustuþota á Ebay. Veit ekkert hvernig það gekk en ég sá það allavega á Ebay á sínum tíma. Málið er bara að ef þú hefur réttu samböndin að þá geturðu reddað þér ansi miklu.
Ef við skoðum t.d. USA að þá er löggan vopnuð,vondu karlarnir eru vopnaðir og hinn almenni borgari eins og ég og þú þarf að vopna sig til að verja heimili sitt gagnvart ráni. Það eru t.d. lög í gildi sem eru svohljóðandi að ef e-h er í leyfisleysi á landareign þinni og þér stafi hætta af honum að þá máttu skjóta hann. En þú færir ekkert í fangelsi fyrir það.
Ræningjar á Íslandi eru ekkert vopnaðir skotvopnum hér, því þeim hefur aldrei verið gefin ástæða til þess að vopnast í raun og veru. Ef lögreglan lendir í því að maðurinn er vopnaður haglabyssu eða e-h álíku að þá er víkingasveitin kölluð til.
Ef við færum að vopna lögguna með taiser, þótt að það sé bara lömunarvopn að þá erum við samt að gefa þeim ástæðu til að vopna sig. Því auðvitað færi enginn að ræna búð bara með hníf. Því hann veit að löggan getur yfirbugað hann á 5m færi. Núna þarf þessi ræningi að vopna sig með skotvopni ef hann á að eiga e-h möguleika á því að sleppa í burtu.
Þetta er skrefið sem mér finnst að við eigum ekki að taka, ekki alveg strax því að eins og staðan er í dag að þá er þetta ekki nauðsinlegt. Þótt að einn deyji á 50.ára fresti. Eftir 50.ár þá getum við verið komin með þetta en við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti og eins og staðan er í dag sem ég nefndi fyrir ofan að þá er engin raunveruleg ástæða til þess að vopna þá með þessu.
Nú veit ég að þú munt benda á það að þetta auki starfsöyggi þeirra, en það mun ekki auka það til lengdar.