Er þetta ekki orðið þreitt og útrætt mál ? Ég hélt það en verð að minnast á sífellt væl femínista um hvað á konur er hallað, varla er hægt að hlusta á fréttir án þess að heyra um “hryðuverk” ganvart konum, þá sérlega varðandi ráðningar í æðstu stjórnir, athugið að það er engin áhersla lengur á laun kvenna í fiskvinnslu sem dæmi. Af hveru ? Jú af því að þar eru þær á sömu launum og karlar ! Semsagt það er í lagi að hafa konur á botninum svo lengi sem þær eru þar með körlunum !
Nú er byrjað að að tala um “Norsku leiðina”, nei aldrei þessu vænt þá er það ekki sú Sænska, þeir eru ekki nógu framarlega að mati femíniskra. Þar sem Íslensk fyrirtæki hafa ekki staðið sig í að koma konum í stjórnir fyrirtækja þá á að fara að setja á “kynjakvóta” eins og í Noregi, til að rétta hlut kvenna. Heldur einhver að þetta bæti stöðu kvenna ?
Hefur einhver annar en ég tekið eftir hvernig ákveðinn hópur kvenna krefst þess að “einhverjar konur” taki þessar stöður, það eru aldrei þær sjálfar sem vilja það og ekki eru það konur sem eru framarlega í atvinnulífinu sem ekki vilja taka undir með jarminu um að þær séu kúgaðar þó að þær séu eiginlega beðnar um það !
Ég sem karlmaður er orðinn ansi þreittur á mörgum femínistum og ég veit að margar konur eru það líka, en því miður er ákveðin skoðanakúgun í gangi ekki ólík gamla Sovéthugsunarhættinum, viljum við þetta ?