Eftir að ég las greinina um tölvuleikina sem iWonderboy sendi inn langaði mig til að senda hérna inn eina með minni eigin reynslu og mínu áliti hvort þeir séu hættulegir eða hvað.
Mín reynsla á tölvuleikjum er ekki slæm, en heldur ekki sú besta.
Þegar ég var lítill lék ég mér mikið í LEGO, playmo og eitthvað smá með tindáta. Ef ég var í LEGO var það yfirleitt að byggja hús, bíla og allan fjandann. Ef það var playmo þá lék ég mér með víkingakastala og víkinga, að byggja upp og láta svo koma stríð. Ef ég lék mér með tindáta var það að drepa hina kallana, segiði mér eitt: Hver er munurinn fyrir 6 ára krakka að leika sér með tindáta að drepa hina og að spila fyrir t.d. mig (ég er 13) að spila CS og drepa hitt liðið? Hver er munurinn? Ég sé ekki að heilinn fari eitthvað verr á því að drepa hina tindátana og að drepa hina kallana, EF krakkarnir drepa tindátana ungir, en kallana eldri. Fer mest eftir ýmindunarafli því að þegar þú ert að drepa tindátana held ég að þú sért að ýmunda þér það sama og þú getur spilað í einhverjum leik þegar þú ert eldri.
En nóg um það. Þegar ég var u.þ.b. 7 fengum við tölvu með einhverjum mótorhjóla leik og ég prófaði hann og fannst gaman.
Þegar ég var sirka 8 ára fékk ég ps2 og fór þá að vera aðeins minna úti.
Þegar ég var sirka 11 ára byrjaði ég að spila RuneScape og spilaði í 1 og hálft ár (don't ask), þar lærði ég HELLING. Ég lærði mikið í ensku. Ég lærði að hugsa rökrétt (hvað er “skynsamlegt” að gera núna og hvað ekki, ef þið skyljið mig), en einnig varð ég nokkuð háður. Ekki að þetta væri svona rosalega skemmtilegur leikur, bara ALLTOF ávanabindandi. ALLIR sem ég þekki sem spiluðu RuneScape af einhverju viti urðu helvíti háðir og sumir gátu einfaldlega ekki hætt að spila (þá meina ég gátu ekki algjörlega slitið sig frá leiknum, gátu samt alveg hætt á daginn/kvöldin).
En núna á síðasta ári byrjaði ég að spila Counter-Strike (eða CS eins og hann er vanalega kallaður) og það er skemmtilegasti leikurinn sem ég hef spilað.
CS er reyndar frekar ávanabindandi og ég hef heyrt sögur af fólki (karlmönnum sérstaklega) sem hafa misst kærustu/kærasta, bílinn, húsið og jafnvel börnin sín. Einfaldlega vegna þess að þeir gátu ekki hætt.
Svo að mín reynsla af tölvuleikjum er sú að þetta fer allt eftir þér, það er ekki hægt að segja að einhver einn leikur sé ávanabindandi eða of ofbeldisfullur og hann sé hættulegur, lítið á heildina. Eins og t.d. hversu mörg prósent af þessum 9 milljónum sem spila WoW hafa orðið svo sjúkir að þeir geti ekki hætt? Það eru örugglega svona 0.00000 hvað mörg prósent?
Eru tölvuleikir hættulegir?
Það fer allt eftir hverjum og einum, sumir eru svo geðveikir að þeir halda að allt sem er hægt í leikjum megi í alvörunni. Af því að þeir gátu labbað um með hríðskotarabyssu og skotið allt sem hreyfðist í GTA þá á það að vera löglegt í alvörunni? Þetta er ekki endilega leiknum að kenna, jújú hann ýtir undir en ef það hefði ekki verið leikurinn hefði það þá ekki bara verið bíomynd, frétt eða sjónvarpsþáttur? Svona fólki á bara ekki að selja leiki.
Mín niðurstaða er sú að tölvuleikir geta verið hættulegir ef þeir eru ekki notaðir rétt (spilaðir of mikið og ef einhverjir sem eru ekki heilir á geði komast í þá) en ef þeir eru notaðir rétt þá held ég að þeir séu það ekki.
Ég vil taka það fram að þetta eru bara mínar skoðanir.
Endilega segið ykkar hérna :D
Njótið!! :)
You only have ONE life, for gods sake live it!