Eins og flestir hafa tekið eftir hefur deiglan bæði hér og sérstaklega erlendist tekið gífurlega árásargjarna stefnu gegn tölvuleikjaiðnaðinum eins og hann leggur sig, tölvuleikir fullir af ofbeldi hafa sætt stöðugri sívaxandi árás út af þeim meintu áhrifum sem þeir eiga að hafa á bæði börn og fulloðrna og meira að segja þeir tölvuleikir sem ekki eru fullir af ofbeldi hafa núna nýlega einnig fengið slæma útreið og verið yfirlístir ávanabindandi eiturlyf sem eigi heima í sama flokki og Áfengi, Sígarettur og Fjárhættuspil.

Allt frá árinu 1970 þegar tölvuleikir fóru fyrst að ryðja sér til rúms hafa reiðir foreldrar og stjórnmálamenn í atkvæðavandræðum barist hart gegn vaxandi velgengni þessa nýja miðils og gekk svo hart að minnstu mátti muna að iðnaðurin hefði verið drepinn. Leikjum var lýst sem hættulegum tækjum sem væru að stela dýrmætu sólarljósi frá krökkum. Allir héldu að tölvuleikir væru bara svona skeið sem myndi ganga yfir en nintendo eyðilögðu allt og björguðu iðnaðiunum frá því að einfaldlega hverfa.

Tölvuleikir á rísandi herför yfir allan heiminn, brjótandi sér leið inní huga og hjörtu allra barna og inn á öll heimili urðu fyrst fyrir alvarlegri neikvæðri athygli með útgáfu Mortal Kombat leiksins árið 1993, reiði braust út þar sem svona raunveruleg og gróf myndræn lýsing á ofbeldi sem bauð fólki að taka þátt og stjórna hafði ekki verið til áður, en það var ekki fyrr en árið 1999 þegar Columbine Skotárásin átti sér stað að tveir menn(sérstaklega) ákváðu að tileinka lífi sínu í stríði gegn tölvuleikjum.

Frægasta setning þessara manna er frá David Grossman, ofursti í bandaríska hernum, sagði "I sincerely believe that if [legislation] is not passed we will pay a tragic price in lives, just as surely as if we had failed to keep guns or alcohol or tobacco out of the hands of kids.“ en hann og fleirru vildu að í staðinn fyrir að tölvuleikir teldust sem miðill, og því varinn af tjáningarfrelsi, ættu þeir að teljast sem ”Hættulegur Varningur" og yrðu því í sama flokki og Tóbak, Áfengi og Byssur og því stjórnað af ríkisstjórninni og er þetta einfaldlega í fyrsta skipti sem einhverr miðill í bandaríkjunum var í hættu að fá þennan stimpil.

Hérna komum við hinsvegar að rót vandans fyrir fólk sem að er svona algerlega á móti tölvuleikjum í heild sinni og útskýringunni á því af hverju í ósköpunum tölvuleikir hafa ekki verið bannaðir eða einfaldlega seldir bara í sérstökum búðum með leyfum frá ríkisstjórninni í bandaríkjunum. Þeir þurftu að geta sannað þessi skaðlegu áhrif til þess að hægt væri að færa lög fyrir þessu og til þess fengu þeir vísindamann að nafninu Craig Anderson, virtann sálfræðing sem vitnaði fyrir framan Viðskiptanefnd Bandaríkjaþings að hann hefði frá árinu 1987 gert 46 vísindalegar greinar um þetta málefni (áhrif ofbeldisfullra tölvuleikja á fólk) og enn einn væri á leiðinni en minntist hinsvegar aldrei á það að einungis tvær af þessum greinum hefðu eithvað með tölvuleiki að gera og einungis önnur þeirra væri um áhrif ofbeldisfullra tölvuleikja á fólk, einungis örfáar af þessum greinum voru um áhrif ofbeldis í miðlum svo sem sjónvarpi og blöðum en aðalega um árásarhneigð. Samt sem áður stoppaði það hann ekki í að segja hreint út fyrir framan þingið "Þó það sé margt flókið í þessarri tegund af atferlisrannsóknum er eitt sem allir þurfa að heyra og vita: Playing violent videogames can cause increases in aggression and violence."

Einungis ári eftir Columbine Skotárásina reyndi ríkisstjóri Illinois, Rod Blagojevich, að koma í gegn lögum gegn tölvuleikjum en voru þau fljótt skotin niður af Mathew Kenelly dómara þar sem hann gagnýrndi það að af þeim 17 vísindalegu rannsóknum sem áttu að styðja lögin voru 15 gerð af þessum sama manni Craig Anderson eða með honum og hinar tvær rannsókninar studdust við hans gögn.

Í viðbót við þetta bætist rannsókn frá þýskum vísindamanni að nafninu Bartholow sem á að hafa komið fram í grein frá NewScience(get ekki fundið hana en mikið talað um hana fyrir skort á alvöru rannsóknum) gerði rannsóknir á svokölluðum ERP viðbrögum í heilanum hjá fólki sem hafði spilað mikið af ofbeldisfullum tölvuleikjum og bar það saman við viðbrögðin hjá fólki sem hafði spilað ofbeldisfulla tölvuleiki minna og vildi sanna það að fólk sem spilaði tölvuleiki væri orðið (veruleika)firrt frá ofbeldi og samkvæmt hans rannsóknum gat hann sannað það. ERP viðbrögðin sýna fram á hversu mikil áhrif einhverjar aðstæður hafa á heilann og er ein kenning að þau sýni í raun og veru hversu “Sjokkerandi” til dæmis myndir af ofbeldi eru fyrir viðfangsefnið og var það kenningin sem Bartholow notaði sem algildan sannleika á meðan í öðrum ERP rannsóknum hefur fólk alla tíð verið opið fyrir öðrum möguleikum. Sem dæmi í þeirri sem gerð var hafnabolta kylfumönnum þegar þeim var sýnd mynd af kastarnum að kasta bolta var gert ráð fyrir að lækkuð tíðni ERP hjá atvinnumönnum gæfi ekki til kynna að þeir væru “firrtir” frá aðstæðunum heldur einfaldlega að meiri reynslu gæfi af sér meiri skilning og því þyrfti heilinn minni áreynslu til þess að bregðast við og skilja aðstæðurnar. Nú spyr ég afhverju kom þessi möguleiki aldrei fram í rannsókninni um áhrifin frá tölvuleikjaofbeldi ? En það er fullkomlega ástættanleg kenning fyrir bæði tilfelli.

Þetta var fyrsta tilraunin til að koma hörðum lögum yfir tölvuleiki og hún mistókst í alla staði, ekki af því að ríkistjórnin vildi ekki verja börnin sín gegn hættulegum vörum heldur einföldum skorti á sönnunum um hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð hættulegir á einhvern hátt.

Það skrítna við þetta allt er að á meðan áhyggjufullir foreldrar og vísindamenn með gróðaglampa í augunum halda blátt áfram fram beinni tengingu milli spilum tölvuleikja og aukinnar ofbeldisfullrar hegðunar hefur ofbeldi síðan 1986 lækkað sífellt með hverju árinu á sama tíma og tölvuleikja iðnaðurinn hefur verið í gífurlegu uppstreymi og tvöfaldað sölur sínar síðan 1996 uppí yfir 7 milljarða dollara í bandaríkjunum einum saman árið 2004. Þetta hlýtur að vera einhver rökleysa þar sem samkvæmnt rannsóknum ESA(Electronic Software Association) eru tölvuleikir spilaðir af einhverjum í 83% heimila í bandaríkjunum og að seldir tölvuleikir eru að meðaltali tveir í hvert heimili í bandaríkjunum á ári.

Heimild um ofbeldistíðni er á http://www.fbi.gov/ucr/05cius/data/table_01.html
Heimild um tölvuleikjaeign kemur frá ESA.

FÍKNIN

Núna standa yfir ítarlegar árásir á hendur leikjaiðnaðinum fyrir að gera leikina sína ekki bara of ofbeldisfulla heldur einnig of ávanabindandi. Komnar eru upp síður og meðferðastofnanir til að hjálpa fólki með tölvuleikjafíkn að komast aftur á fætur og aftur út í samfélagið og hafa fleirri en einn vísindamaður komið fram og eru tveir af þeim Mark Griffiths sem skrifaði bókin “The Computer Addict” en viðurkenndi síðan að einungis tvö af þeim fimm dæmum sem hann tók í bókinni væru líkleg dæmi um fíkn væru ekki eins víst með hin þrjú, semsagt tölvufíklarnir voru ekkert endilega fíklar. Hin manneskjan er þýsk vísindakona að nafninu Sabine Grusser(fræg fyrir setninguna sína "öll fíkn er eins) sem notaði sömu ERP rannsóknaraðferðir og Bartholow en í þetta skipti átti að sanna fíkn og taldi hún að þar sem tölvuleikjaspilarar sýndu aukinn heilaviðbrögð þegar þeim voru sýndar myndir af tölvuleikjum þá væru þeir háðir.

Málið er kanski ekki endilega það að rannsókninar séu óáreiðanlegar eða illa framkvæmdar heldur er það alger skortur á öðrum mögulegum kenningum frá vísindamönnunum sem veldur manni mestum ugg því það gefur til kynna að þeir hafi lagt út í þessar rannsóknir með það í huga að sanna að tölvuleikir séu slæmir og um leið og þeir höfðu einhverjar sannanir fyrir þeim möguleika hafi þeir tekið því sem algildu.

Eitt sem aldrei virðist minnst á en er svo mikið grundvallar atriði í þessum umræðum er það sem hver og einn sem hefur lært eithvað í sálfræði veit, það er grundvallar munur á því að vera háður einhverju og að eithvað sé ávanabindandi og í raunninni engin tenging þarna á milli. Fólk verður háð mismunandi hlutum í samfélaginu dags daglega og undarlegustu hlutum en sá sem mest er talað um núna eru tölvuleikir þó að hlutsfallega séu færri tölvuleikjaspilarar háðir tölvuleikjum heldur en farsímaeigendur háðir farsímum en báðar þessar fíknir eru einhverstaðar í einnar tölu prósentunum og eingunis síðan leikurinn World of Warcraft kom út skreið tölvuleikurinn yfir 2%.

Þetta er orðið allt of langt en þessi grein er blanda af mínum eigin upplýsingasöfnun en stór hluti eru upplýsingarnar sem og lausleg þýðing á grein úr blaðinu BuisnesWeek sem hafa fengið gífurlegt hrós frá leikjaiðnaðinum fyrir að vera með þeim fyrstu til að þora að birta grein til varnar leikjaiðnaðinum í miðli, ég ætla að vona að sem flestir lesi hana þar sem hún er mun betri en mín og er mjög fræðandi hvað varðar þessar “sönnuðu rannsóknir” gegn tölvuleikjum.

http://www.businessweek.com/innovate/content/sep2006/id20060915_549072.htm?chan=tc&campaign_id=rss_tech