Ég og tveir aðrir strákar, unnum verkefni í samfélagsfræði þar sem við áttum að koma með rök fyrir því að árásirnar þann 11. september 2001 á tvíburaturnana hafi verið svikamilla bandarískra stjórnvalda.
Þar sem við erum nú komnir með nokkuð efnismikla og góða ritgerð, þá ákváðum við að henda henni hingað inn til að fá álit hugara.
——————
Þann 11 september 2001 vöknuðu íbúar New York upp við vondan draum. Ráðist hafði verið á Tvíburaturnana tvo, sem stóðu á torgi World Trade Center.
Fjórum flugvélum hafði verið rænt. Ræningjarnir eru taldir vera 19 alls, og er þetta listinn sem gefinn var út af FBI: Khalid Almihdhar, Majed Moqed, Nawaf Alhazmi, Salem Alhazmi, Hani Hanjour, Satam M.A. Al Suqami, Waleed M. Alshehri, Wail M. Alshehri, Mohamed Atta, Abdulaziz Alomari, Marwan Al-Shehh, Fayez Rashid Ahmed Hassan Al Qadi Banihammad, Ahmed Alghamdi, Hamza Alghamdi, Mohand Alshehri, Saeed Alghamdi, Ahmed Ibrahim A. Al Haznawi, Ahmed Alnami, Ziad Samir Jarrah.
Flugvélarnar fjórar lentu aldrei aftur. Tveimur af þeim var flogið á tvíburaturnana, einni var flogið á Pentagon, og sú síðasta brotlenti á akri í Pennsylvaníu.
Tvíburaturnarnir hrundu vegna of mikils hita, sem bræddi burðarbita þeirra. Við það létust rétt tæplega 3000 manns.
Ábyrgðinni á þessum hryðjuverkum var skellt á axlir Osama Bin Ladens, fyrirmanni Al-Qaida.
Þetta er það sem bandarísk stjórnvöld segja okkur. Þarf það endilega að vera rétt, eða getur kannski verið að þetta hafi allt verið tilbúningur bandarískra stjórnvalda? Í þessari ritgerð munum við færa stoðir undir seinni fullyrðinguna. Við höfum aflað okkur margra, mistraustra heimilda sem allar benda til þess, að þetta sé eitt allsherjar samsæri. Þrátt fyrir það magn upplýsinga sem við höfum í höndunum, þá munum við aðeins notast við heimildir sem fengnar voru frá traustum aðilum, s.s. BBC, CNN, FBI og mörgum opinberum stofnunum.
Að morgni 12. september 2001 gáfu bandarísk stjórnvöld út yfirlýsingu um að árásirnar daginn áður hefðu verið hryðjuverk, framin af Al-Qaida. Engin sönnunargögn fyrir þessari yfirlýsingu voru birt, og þegar utanríkisráðherrann Colin Powell var spurður út í þau, þá var það svar gefið, að þau sönnunargögn sem renndu stoðum undir þessa yfirlýsingu yrðu birt, þegar viðeigandi gæti talist. Þessi sönnunargögn hafa aldrei verið birt og kannski eru þau ekki til.
Í framhaldi af árásinni á Tvíburaturnana, réðst Bandaríkjaher á og inn í Afghanistan, þar sem Osama Bin Laden var talinn fela sig. Þar sem sönnunargögn fyrir þátttöku Osama Bin Ladens í árársinni voru aldrei birt, hver er þá raunverulega ástæðan bak við árásir Bandaríkjanna inn í Afghanistan? Var hún virkilega sú að þeir væru að uppræta hryðjuverkaógnina, eða var hún sú að þeir væru að sækjast eftir öðru?
En það er ekki eina hugsanlega útskýringin fyrir þessu. Eftir hryðjuverkin settu þeir af stað “War On Terror“, eða stríðið gegn hryðjuverkum. Það felur í sér að strangari gæsla er nú á almenningsstöðum, s.s. flugvöllum, lestarstöðvum og víðar. Þeir hafa nú meiri heimild til eftirlits, með t.d. myndavélum, líkamsleitum og öðru. Það eitt getur verið mjög pirrandi á flugvöllum að þurfa að fara í gegnum málmleitarhlið, að það sé leitað á manni og þar fram eftir götunum. Og til að bæta við þetta, þá mega stjórnvöld i Bandaríkjunum nú handtaka hvern sem þeim finnst vera grunsamlegur, þótt engar haldbærar sannanir séu fyrir neinu saknæmu.
Þessar breytingar benda allar til þess að stjórnvöld séu að reyna að fá meiri völd og stjórn yfir íbúum Bandaríkjanna og annarra landa.
Önnur kenning varðar hergagnaframleiðslu. Bandaríkin eru stærstu hergagnaframleiðendur heims. Til að halda hergagnaiðnaðinum gangandi þarf að geta selt vopn. Til þess að selja vopn þarf að hafa óvin. Hvaða ástæða er betri en stríð? Er mögulegt að hergagnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi áhrif á stjórnvöld? Þar sem hergagnaframleiðendur hagnast gífurlega á stríði, er ekki hægt að leiða rök að því að þeir standi á bak við þetta?
Hergagnaframleiðsla skapar atvinnu, gjaldeyri og völd. Og mikið af því.
Fjöldamorð eru framin 11. sept og strax morguninn eftir er búið að skella sökinni á Osama Bin Laden og samtök hans, Al-Qaida. Engar sannanir voru þá gefnar fyrir því, nema myndband sem eignað er Osama bin Laden sem kom í ljós miklu seinna, eftir árásina á Afganistan. Þegar skuldinni var skellt, voru engin myndbönd og samkvæmt viðtali við Osama bin Laden sem birtist í Pakistan stuttu eftir 11. september, neitaði hann alfarið að hafa verið viðriðinn þessum fjöldamorðum. Er virkilega hægt að treysta einu myndbandi? Myndbandi sem farið var yfir af bandarískum stjórnvöldum áður en það var sent til fjölmiðla?
Með þessa ástæðu á bak við sig. Án sannana réðust Bandaríkin svo inn í Afghanistan, og seinna Írak, til þess að „uppræta hryðjuverkasamtök“ og leggja hendur á forsvarsmenn Al-Qaida.
Önnur sönnunargögn hafa ekki verið gefin út. Aðeins þetta eina myndband sem auðvelt hefði verið að falsa.
Enginn sá hina meintu hryðjuverkamenn ganga um borð í flugvélarnar, engar myndir eru frá því þegar þeir fara um borð og skjalfestir farþegalistar með nöfnum þeirra hafa aldrei verið lagðir fram. Af þessu má draga þá ályktun að þeir fóru ekki um borð og gátu því ekki rænt þessum flugvélum.
Það er því ótrúlega margt sem bendir til þess að bandarísk stjórnvöld séu einungis að giska eitthvað út í loftið, eða séu einfaldlega að koma sökinni á Al-Qaida.
Skoðum nú aðeins hamfarirnar sjálfar. Tvíburaturnarnir tveir voru byggðir með það í huga, að flugvél gæti flogið á þá, að þeir myndu standa af sér hvirfilvinda og allt sem móðir náttúra gæti gert af sér.
Til þess að geta þolað þvílík átök, var miklum fjármunum eytt í byggingu burðargrinda turnanna. Hún samanstóð af kjarna byggðum úr 46 burðarbitum úr stáli, sem studdi vel við ytra „netið“ sem var einnig byggt úr járnsúlum, sem voru þrjár og þrjár saman, lagðar hver ofan á aðra, sitt á hvað.
Þessi burðargrind var það sterk, að hún hefði vel getað átt að þola nokkra árekstra flugvéla áður en hún færi að veikjast það mikið að hætta væri á því að turninn hryndi. Hversvegna hrundu þá turnarnir eftir tæplega einn og hálfan tíma? Hin almenna skýring á því er sú að hitinn frá brennandi eldsneyti flugvélanna hafi verið svo ógurlegur (sem hann reyndar var ekki), að stálið í byggingunni hafi einfaldlega misst allan sinn styrk og bjagast undan þunga hæðanna fyrir ofan, svo að keðjuverkun átti sér stað, þar sem hver hæð hrundi ofan á þá næstu fyrir neðan, sem endaði með falli turnanna. Það er það sem kallað er pönnukökuhrun. Segjum að það hefði gerst, en lítum þá á tímann sem það tók turnana að hrynja. Fyrri turninn var í kringum 8 sekúndur að hrynja og sá seinni 10. Það er mjög hratt, miðað við þá skýringu að hver þessarra 110 hæða hafi fallið ofan á hver aðra og haft tíma til þess að brjóta upp alla boltana í burðarbitunum. Til samanburðar má benda á að ef þú myndir henda billjardkúlu af toppi turnanna, þá tæki það hana u.þ.b. 9,5 sekúndur að falla til jarðar. Búið var til reiknilíkan sem sýnir áætlaðan hraða á pönnukökufalli tvíburaturnanna, miðað við að hver hæð félli með þvílíkum þunga að sú neðri gæfi eftir. Með það í huga, þá tæki það rúma mínútu fyrir turnana að hrynja að grunni. Samkvæmt því ætti hraði fallsins ekki að aukast heldur minnka. Til þess að ná þessum mikla hraða hefði þurft að koma fyrir sprengiefni, sem springi á fyrirfram ákveðnum tímum til þess að byggingin hryndi á þennan hátt. Til þess að renna stoðum undir þá kenningu að burðarbitarnir hafi verið sprengdir, þá má sjá kjarnann í molum á jörðinni, kjarnann sem var óbrjótanlegur, og hefði auðveldlega staðið eftir ef að byggingin hefði hrunið með pönnukökufalli. Mörg þessara brota eru „skorin“ í hálft. Til að útskýra betur, þá eru sprengjuhleðslur venjulega festar með 45° horni á burðarbitana til þess að byggingin hrynji inn á við. Þykir þetta ekki nóg til að sanna það að einhverskonar sprengiefni eða aðrir orkugjafar s.s. háorkugeislar (High Energy Beams) sem að aðeins bandaríski herinn ræður yfir hafi verið komið fyrir eða notað til þess að tryggja hrun turnanna? Þrátt fyrir þetta þá líta bandarísk stjórnvöld alveg framhjá þessu. Er það kannski til að hilma yfir sínum þætti í þessum voðaverkum? Tugir slökkvuliðsmanna og blaðamanna hafa sagt að hafa heyrt og séð öflugar sprengingar rétt áður en turnarnir hrundu. Hins vegar hefur opinbera rannsóknarstofnunin NIST neitað að ræða við þessi vitni og kanna þá tilgátu að sprengiefni hafi verið notað.
WTC bygging 7, sem var byggð árið 1989, hrundi stuttu eftir að tvíburaturnarnir hrundu. Í þessari byggingu voru starfsemi CIA, Department Of Defence, US Secret Service og fleiri hýst. Einnig var þar neyðarbyrgi borgarstjóra New York, sem hafði vatns- og matarbirgðir, sem og sinn eigin rafal. Það að WTC 7 hrundi, hefur verið mikill hausverkur fyrir almenning og lærða eðlisfræðinga. Stjórnvöld segja að brot úr tvíburaturnunum og eldar hafi orðið til þess að byggingin hrundi. Það er nánast ómögulegt að það hafi getað gerst, því að með því að rýna í ljósmyndir af byggingunni þá sést að þeir hlutir sem féllu úr tvíburaturnunum gerðu aðeins smávægilegan skaða sem ekki hefði getað veikt burðargrind byggingarinnar það mikið að hún hryndi. Einnig missti Silverstein, eigandi WTC torgsins, út úr sér í sjónvarpsviðtali að hann hafi sagt slökkviliðsstjóra að „pulla“ bygginguna, sem er orðatiltæki sem notað er í niðurrifsbransanum, þar að segja að sprengja, eða fella bygginguna. Um korteri eftir að hann gaf þessi fyrirmæli þá hrundi WTC 7. WTC 7 hrundi með svipuðum hætti og þegar hús eru rifin niður, miðjan bognaði niður, og síðan kom restin af byggingunni niður, til þess að byggingin hryndi ofan í sjálfa sig.
Silverstein kom síðar með þá skýringu að hann hafi verið að skipa slökkviliðsmönnunum að fara út („pull out“), en samkvæmt fréttum og heimildum BBC og CNN, þá voru engir slökkviliðsmenn í byggingunni. Þá má einnig minnast á það að Larry Silverstein hafði aðeins 6 vikum áður náð að setja hryðjuverk inn í tryggingarsamninginn sinn sem að leiddi til þess að Larry fékk 7 milljarða dollara í skaðabætur.
Ein flugvélanna á að hafa verið flogið á Pentagon. En miðað við myndir frá svæðinu, myndböndum, og fleiru, þá eru engar haldbærar sannanir fyrir því að farþegaflugvél hafi flogið á Pentagon.
Í fyrsta lagi, þá er aðeins til eitt myndband af því þegar hún á að hafa flogið á ráðuneytið. Það myndskeið er aðeins 5 rammar sem sýna aldrei flugvélina sjálfa fljúga á Pentagon, heldur sést allt í einu eldhnöttur birtast á myndskeiðinu. Það að aðeins eitt myndband sé til af þessu er virkilega skrítið. Pentagon hefur staðfest eiga meira en 80 fleiri myndbönd sem það neitar að birta en segir þau ekki sýna neina flugvél.
Önnur staðreynd sem rennir stoðum undir þessa kenningu er sú að þær skemmdir sem eru á Pentagon eru í engu samræmi við þær sem ættu að hafa verið eftir að flugvél flygi á það. Flugvél, hálffull af eldsneyti flýgur inn í byggingu og ekki einu sinni þakið hrynur niður fyrr en hálftíma seinna!
Skarðið sem kom á Pentagon bygginguna var einnig ekki nærri því nógu stórt til þess að flugvél hefði getið farið í gegnum það, hvorki á breidd né hæð. Venjuleg vængbreidd Boing 757 er 115 fet, en skarðið sem myndaðist í Pentagon var aðeins 65 fet. Enn er verið að deila hvort að flugvél hafi geta ollið svo litlum skaða á byggingunni.
Það sem vekur þó kannski mesta furðu, er að engar leifar fundust af flugvélinni á lóð Pentagons, né í rústum þess. Hvað varð um flugvélina? Og hvað varð um líkin og líkamsleifarnar. Hefðu þau ekki átt að vera á víð og dreif um lóðina og bygginguna?
Miðað við að þetta hafi verið svipuð vél og þær sem flugu á Tvíburaturnana, afhverju skíðlogaði ekki í Pentagon eins og í Tvíburaturnunum? Þrátt fyrir það hversu stutt flugvélabensín logar þá dreyfist eldurinn hratt og veldur stórskaða sem er ekki sýnilegur á Pentagon og má sjá á myndum, þar sem skarð myndaðist í bygginguna, heil skrifborð, tölvuskjái, bækur og margt fleira, algjörlega óskemmt.
Getur þá kannski verið að flugskeyti hafi verið sent á Pentagon, eða þá einfaldlega að þessi partur byggingarinnar hafi verið sprengdur upp?
Það má segja að atburðirnir í Pentagon séu enn grunsamlegri heldur en þeir sem áttu sér stað í New York.
Fjórða flugvélin brotlenti á akri nálægt bænum Shankswille í Pensylvaníu. Þar er sagan sú að farþegararnir hafi ákveðið að streitast á móti meintum flugvélaræningjunum. Samkvæmt sögunni réðust þeir inn í stjórnklefann, staðráðnir í því að ná stjórn á vélinni, en eyðilögðu hins vegar mikilvægan stjórnbúnað við áflogin, sem varð til þess að vélin hrapaði.
Ef við drögum allt saman, hvaða ályktanir getum við dregið?
Engar sannanir eru fyrir flestu sem okkur var sagt. Var logið að okkur? Voru þessi flug raunveruleg, eða voru þetta kannski herflugvélar? Eru þetta verk Al-Qaida eða bandaríska hersins? Eða eru bandarísk stjórnvöld að nota þessa atburði sem afsökun til þess að geta ráðist inn í Afghanistan?
Getur virkilega verið að flugvél hafi flogið á Pentagon, þar sem hvorki urðu sannfærandi skemmdir á byggingunni, engar leifar af flugvélinni fundust, né líkamsleifar farþega? Ef engin flugvél flaug á Pentagon, getur það verið að Bandaríkin séu sjálf sek um morð á eigin þegnum, sem að sjálfsögðu væru bæði glæpur og landráð. Er þá ekki hægt að efast um heilindi þeirra til að búa yfir svo stórum herjum og afli? Það eru svo margar spurningar sem er ósvarað. Fáum við einhvern tímann svör við þeim eða munu þeir seku fara refsilaust með þetta í gröfina? Stærsta spurningin sem eftir stendur er hverjir eru raunverulega á bak við árásirnar og hver er hin raunverulega ástæða að baki þeirra.
————————————————-
Heimildaskrá
*Sjónvarpsstöðin BBC
*Sjónvarpsstöðin CNN
*Sjónvarpsstöðin ABC
*Sjónvarpsstöðin RUV
*Wikipedia
*F.B.I
*C.I.A
*Aldeilis.net
*Myndin „9/11 Mysteries“
*Myndin „9/11 In Plane Site“
Við öfluðum okkur margra og fjölbreytilegra heimilda. Þær voru jafn traustar og þær eru margar, en í þessari ritgerð komu aðeins fram þær heimildir sem komu frá traustum aðilum, s.s. sjónvarpsstöðvum og alríkisstofnunum.