Fram hefur komið í fréttum síðustu misseri gagnrýni á hendur Landhelgisgæslunni fyrir það hvað hún hafi sinnt illa og seint kalli sem barst þegar Svanborg SH fórst fyrir utan Snæfellsnes. Margir telja að þar hafi margt mátt betur fara og getað verið betur gert. En á sama tíma og menn kvarta yfir lélegri þjónustu Landhelgisgæslunnar koma fram fréttir um að það standi yfir hjá þeim söfnun fyrir nætursjónauka. Þessi sjónauki mun kosta 30 milljónir og þar sem ekki fékkst fjárveiting fyrir honum þá var brugðið á það ráð að standa fyrir framangreindri söfnun. Landhelgisgæslumenn gera ráð fyrir að taka þennan sjónauka í notkun haustið 2002.
Augljóst er að þessi sjónauki mun hjálpa mikið til við björgun úr sjó hérlendis, enda verða flest sjóslys á þeim árstíma sem mest myrkur er. Því getur hver maður séð að hér er um bráðnauðsynlegt tæki…
Hinsvegar, hefur einnig komið fram í fréttum síðustu daga enn frekari fregnir af sápuóperunni varðandi sölu Landsímans. Nú síðast hefur mest verið talað um uppsögn Þórarins V. Þórarinssonar fráfarandi forstjóra. Ég ætla að leyfa mér að vitna beint í frétt vísis.is:
“Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV mun brotthvarf Þórarins V. Þórarinssonar úr forstjórastól Landssímans kosta fyrirtækið allt að 40 milljónum króna.
Þórarinn hefur fengið um 1.100.000 krónur í mánaðarlaun, og mun eiga 2 1/2 ár eftir af samningi sínum við Landssímann. Heimildir útvarpsins herma að starfslokasamningurinn geri að minnsta kosti ráð fyrir því, að Þórarinn fái greidd laun út samningstímann. Kostnaðurinn við það og launatengd gjöld nemur að minnsta kosti 40 milljónum króna.”
Kostnaðurinn við það að reka þennann eina mann eru ríflega 40 milljónir króna!!! Það er tæplega 10 milljónum meira en þessi blessaði sjónauki kostar!! Hvað er að gerast?? Það er greinilegt að björgun mannslífa skiptir minna máli við fjárlagagerð en uppboð á ríkiseignum….