Til að byrja með ætla ég að kynna mitt álít. Ég er jafnréttissinni eins og flestir. Ég er hins vegar einnig and-feministi. Margir gætu spurt sig að því hvernig það er hægt þar sem það að vera feministi þýðir það að vera jafnréttissinni.
En þar liggur einmitt vandinn. Vandinn er röng skilgreining. Feminismi VAR eitt sinn jafnréttisstefna, en upp á síðkastið hefur þessi stefna því miður orðið að tískustefnu og pólitískri rétthugsun sem nánast því hver kven- og karlmaður í þjóðfélaginu gleypir við án þess að hugsa um það. Allt í nafni heilags feminisma.
Enginn getur efast um gildi feminisma á síðustu öld og framfarir í jafnréttis málum sem feministar stóðu fyrir og vitundarvakningunni sem þeir leiddu. Þau tóku áhættu í baráttu sinni, skutu upp pening og hliðin sem sneri upp lofaði góðu. Kosningaréttur kvenna, jöfn atvinnu réttindi og jafnrétti fyrir lögum. Barátta merkra kvenna á 18. og 19. öld snerust út á aukið frelsi kvenþjóðarinnar og skerðingu forréttinda karlmanna og sjálfskipaðs valds þeirra.
Í dag hefur þó peningurinn snúist hring í loftinu og hin hliðin blasir nú við okkur. Feministar hafa snúið burt af jafnréttisstefnu sinni og hljóma nú eins og verstu fasistar og trúarofstækismenn. Málefnin snúast um að skerða persónufrelsi, atvinnufrelsi, mismunun og blekkingar til að ná fram ákveðnum markmiðum.
Dæmi um það er kynjakvótinn en ekki þarf mikla rökhugsun til að leiða það út að sú hugmynd snýst út á það að gefa minnihlutanum forréttindi fram yfir meirihlutann, í þessu tilefni konur fram yfir karla.
Þó svo að konur séu 50% þjóðarinnar þá er staðreyndin samt sú að þær eru í minnihluta í framboði, á þingi, í ríkisstjórn og starfi flokka almennt. Þó finnst feministum réttlætanlegt að ráða konu fram yfir karlmann í stöðu ef fleiri karlar eru á staðnum fyrir. Þar með er verið að gefa minnihlutahópi, í þessu tilfelli kynjabundnum, forréttindi yfir meirihlutann og er kynjamisrétti holdi klætt.
Ekki þarf neinn vitring (þó það þurfti að þessu sinni) til að finna aðra lausn á vandanum. Kasta pening. Láta tilviljunakennd líkindi ráða. Þá ætti með tímanum hlutfallið að lagast og samsvarast framboði, ekki tilbúnum 50% tölum feminista.
Annað er bann við einkadansi, vændi og hverju öðru sem tengist kvenlíkamanum. Ath. ekki karllíkamanum.
Konum, ekki körlum, er mismunað í klámmyndum og líkami þeirra lítillækkaður (þó svo að ég haldi að flestir karlmenn séu því ósammála).
Þetta er greinilegt brot á atvinnufrelsi þeirra sem vilja fá greiðslu fyrir það að stunda kynlíf og sýna líkama sinn.
Auðvitað er mikið um mannsal og óhamingju í þessum bransa. En það lagast ekki með bönnum. Það eru nákvæmlega sömu stúlkur að sýna líkama sinn í einkadansinum og ekki í einkadansi.
Hins vegar tókst borgarstjórn Reykjavíkur að samþykkja bann á einkadansi án þess að nokkur hafi mótmælt. Greinilegt dæmi um tískubylgju femínisma og blindni í skjóli pólitískrar rétthugsunar.
Einnig blekkja þeir með hálfum sannleik sem, ekki ólíkt sköpunarsinnum og boðskap þeirra, mótar hinn fáfróða meðal Jón. Marg oft heyrir maður Femínista segja að aðeins séu tæp 100 ár síðan konur fengu kosningarétt, 1915. Hins vegar fékk Ísland heimastjórn 1904, svo karlar höfðu aðeins hanft kosningarétt 11 árum lengur. Svona ör þróun í jafnréttismálum eru sjald séðar. Ekki hvaða kona sem er mátti kjósa og ákveðnar takmarkanir voru þar á, en konur máttu kjósa engu að síður og var þá sterkasti hlekkurinn brotinn. Því má bæta við að Ísland verður svo fullvalda 1918 og konur hafa því haft kosningarétt allan fullveldistímann og síðan stofnun lýðveldisins.
Frá auknu frelsi og jafnrétti yfir í frelsisskerðingar, mismunun og ójafnrétti. Við getum aðeins vonað og lagt okkar af mörkum við að breyta núverandi ástandi, endurvekja forna og fallega stefnu femínismans með endurreisn jafnréttir og frelsis, og vonað að peningurinn snúist enn annan hring, áður en hann lendir á jörðinni.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig