Á dögunum las ég grein í DV eftir Garra þjóðfélagsryni, og í þetta skiptið var komið að nektastaðaumræðunni. Af umræðunni í samfélaginu að dæma, er að myndast nokkuð stór hópur manna(kvenna?) í þjóðfélaginu sem leggst alveg gegn öllum nektarstöðum á höfuðborgarsvæðinu, og greinilegt var á máli Garra að hann tók í sama streng og hinn breiði hópur siðferðispostula.
Vandamálið skv. Garra er að nektarstaðirnir og “andsko-dansinn” sem þar fer fram, spilla sálarlífi og lífsýn karla og fagnar hann stefnu borgaryfirvalda, sem miðar að því að fæla þennan “ófögnuð” úr borginni.
Að lokum setur Garri punktinn yfir sIðferðið, útskýrir fyrir lesendum í smáatriðum hvernig karlmaðurinn er rændur allri dómgreind og skynsemi í nærveru nakinnar konu og lofsyngur þá skyldu stjórnmálamanna að hafa vit fyrir óbreyttum almúganum.
En vandamálið liggur ekki í nokkrum rörastöðum í miðborg Reykjavíkur, heldur liggur það í sálarlífi einmitt þeirra sem vit vilja hafa fyrir okkur.
Þeir sem hvað mest eru á móti nektarstöðunum hafa bent á að strípistarfsemin sé í raun þrælaverslun í dulbúningi, þ.e. ungar stúlkur leiðast inn í bransann sökum fátæktar eða séu lokkaðar inn í kynlífsiðnaðinn á fölskum forsendum og einnig að strípistarfseminni fylgi ýmisskonar önnur glæpastarfsemi s.s. fikiniefnanotkun og vændi.
Hins vegar þegar Schengen-samningurinn tók gildi hér á landi, sögðu nektarstaðaeigendur að þrátt fyrir aukið eftirlit með útlendingum sem kæmu utan EES-svæðisins, væri meira en nóg framboð af dansmeyjum á sjálfum EES-svæðinu! Lönd innan EES-svæðisins búa við svipuð lífskilyrði og Ísland, hvorki hér né þar neyðist nokkur eða er ginntur inn í hinn hryllilega nektariðnað.
Einnig vil ég spyrja þá, sem liggja andvaka af áhyggum yfir orðrómum um vændi og fíkniefnanotkun á nektarstöðum, hvort þeir haldi að endanlega banna nektarstaði muni leysa þetta “vandamál”? Halda þeir að ef nektarstaðir flytjist í undirheimana, að þá muni eiturlyfjaneysla og vændi minnka?
Ef horft er til fyrri átaka ríkisvaldsins við “þjóðarósóma” s.s. áfengisbannið á fyrri hluta síðustu aldar og “Stríðið gegn fíkniefnum”(War on drugs), sem núna er háð með littlum sem engum árangri og miklum tilkostnaði, má búast við að í staðinn fyrir að lögmætir skemmtistaðir reki nektarmarkaðinn munu undirheimarnir, þar sem mannréttinindi er virt að vettugi, taka við starfseminni. Þá munum við fyrst kynnast kynlífsþrælaverslun og öðrum viðbjóði.
Á sama tíma og Garri og félagar skrifa greinar og heimta brottrekstur nektarstaða af miklum eldmóð, les maður um fjölskyldu upp í Grafarvogi sem ofsótt er af fyrrverandi heimilisföður, sem er dæmdur ofbeldismaður. Fjölskyldan hefur oft leitað til lögreglunnar en hún aðhefst ekkert!
Ég spyr; hvernig forgangsraða lögreglan og stjórnmálamenn, Lögreglan í Reykjavíkur leggur meir upp úr því að handsama hass-hausa og gæta þess að nákv. 4 metrar sé á milli karls og konu á skemmtistað en að vernda okkur gegn ofbeldismönnum.
En það sem er verst við nektarstaðaumræðuna er að réttur einstaklinganna gleymist, þ.e. réttur hvers og eins yfir okkar eigin líkömum. Þó að ofannefndur Garri komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu beri að vernda einstaklinginn gegn sjálfum sér, er harla fátt í máli hans, fyrir utan hleypidóma, sem rökstyður þessa fáránlegu staðhæfingu.
Hvernig getur nokkur þóst geta hugsað betur um mig og mína hagsmuni en ég sjálfur?
Þrátt fyrir góða tilætlan hjá stjórnmálamönnum eins og Katrínu Fjelsted og Kolbrúnu Halldórsdóttur mun erfiði þeirra einungis uppskera meiri fyrirlitningu þegnanna gagnvart stjórnvöldum og lögum landsins, enda er hvort tveggja meingallað.
Vald spillir, og sagan sýnir að stjórnvöld seilast ávalt til meiri og meiri áhrifa yfir þegnunum. Ef þú gefur stjórnvöldum valdið til að skipta sér að einkamálum annars fólks skaltu ekki láta þér bregða þegar stjórnvöld fara að atast í þínum einkamálum.
peace
badmouse