Hvar í helvítinu erum við stödd?

Í okkar tilvistarlífi vitum við í rauninni ekkert hvað er í gangi. Við erum í einhverjum hringleika lífsins og vitum ekkert tilhvers í rauninni allt þetta er.

Nú ætla ég að koma með nokkrar vangaveltur og skoðanir að mínu mati, svo að það sé á hreinu. Ég er að reyna að komast til móts við ykkur í mikið dýpri skilningi. Ekki neitt grunnt og yfirborðskennt, heldur miklu dýpra eða það. Annars er engin leið að þú skiljir hvað ég er að skrifa um hérna. Verið bara þolinmóð og farið yfir þetta og reynið að skilja hvað ég er að reyna skrifa um án nokkura reiði eða koma með einhverja óviðeigandi skoðanir.
Ég er með mikið af djúpum pælingum og oft erfitt að reyna að útskýra þetta á nokkurn hátt eins og ég hugsa þetta.

Trúin

Mér finnst óréttlátt að þegar við fæðumst höfum við enga stjórn á því í hvaða trúarbrögð við erum í, hvað við eigum að trúa. Við bara fæðumst í Kristna-fjölskyldu, múslima-fjölskyldu, búddha, eða önnur trúarbrögð. Um leið og þú kemur af blautu barnsbeini er farið að ákveða allt fyrir þig. Þú ert óvarinn fyrir áreiti frá umhverfinu, allar upplýsingar sem sýjast í þig eru stjórnlausar svo að æskan mótar að miklu leiti hver þú ert í dag. En ekki öllu, því maður getur samt stjórnað þínu lífi ef þú villt. En það er auðvitað bara hringur lífsins. En mér finnst að maður ætti að fræðast um öll trúarbrögð í heiminum og þá tekið afstöðu hverju þú villt trúa.
Hverjir móta okkur, hvaðan fáum við allar upplýsingar, frá að sjálfsögðu þjóðfélaginu. Þjóðfélagið mótar í rauninni þig.

——————————————–

En megin málið sem ég er að fara að fjalla um er mikið dýpra en þetta.

Við öll lifum í ákveðnum “kassa” og kassinn er misstór, hliðarnar á kassanum er í rauninni það sem er óþekkt fyrir okkur. Ég mundi frekar kalla þennan “kassa” áru, það er ára í öllu í rauninni. Ef þú lætur einhvern standa upp að hvítum vegg, allveg beinn áttu að geta séð áruna í kringum viðkomandi. Sumir geta séð þessar árur mjög auðveldlega og hægt er meiri segja að æfa sig með því að stara á kertaljós. Þá er auðvelt að greina árurnar í eldloganum. Árurnar er bara orka. En ég ætla að fara aftur að kassanum. Kassinn er heimurinn okkar. Þú ert skapari þinn eigin heims. Það sem þú hugsar það sem þú veist er þinn kassi, þinn heimur. Eitt dæmi: Um leið og þú uppgötvar eitthvað nýtt, nýjann hlut t.d. þá allt í einu er sá hlutur til fyrir þér, en þú vissir ekki af þessum hlut svo hann var aldrei til fyrir þér, og nú er þessi hlutur kominn inn fyrir kassann. Við verðum að vera opin fyrir öllu og meta það hvort þú viljir halda eða sleppa nýju hlutunum.

“Viskan er fólgin í því að vita hvað þú veist lítið”, ef maður lifir eftir þessu þá er maður alltaf tilbúinn að vita meir og meir og vera opinn fyrir meiru í lífinu.

Það sem mannkynið hefur sameiginlegt.

Ef maður hugsar um mannkynið á stórum grundvelli og hugsar um það hvað mannkynið hefur sameiginlegt, þrátt fyrir að vera allir mismunandi. Hugsið aðeins um það, hvað er það sem allir eru að leita að……..? Allir eru að leita að hamingju, allir eru að leita að frið. Hver sem þú ert þá leita allir að því að finna hina réttu hamingju. Margir með rosalegan ótta inní sér, sem er í rauninni “gatið sem þeir eru að reyna að fylla”. Kvíðinn og stressið kemur af völdum óttans. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki. Egóið, sem er rosalega stórt orð eða sjálfsálitið vil ég heldur kalla það. Flestir nota sjálfsálitið sem hálfgerða grímu, skjöld, eða vörn og þora eiginlega ekki að sýna rétta mynd af sér. Alltaf að reyna að hrífa aðra og það er komið í svo mikla hringi að enginn veit hvernig fólk á eiginlega að vera. Um lið og þú veist ekki hver þú ert, þá fer sjálfstrausið að hrapa hratt niður. Þá lendir þú í langri báráttu við útlitið og óöruggið fer að sjást. Ef þú ert óörugg/ur með eitthvað í fari þínu farðu þá að hugsa um afhverju þú ert svona óörugg/ur, er það ekki oftast út af því að einhver annar er að segja þér hvernig þú átt að vera, ert að spá í hvað öðrum finnst. Hugsaðu þá, hvaða máli skiptir það, þetta er allt tilbúið fyrir okkur og ef þú ert allltaf að fara eftir því sem aðrir segja verður þú aldrei sátt/ur með þig. Efinn sem ég kalla strokleður heimsins er það versta sem fólk hefur, að efast um sjálfan sig. Allt þetta skiptir engu helvítis máli! Er þetta tilgangur okkar að hugsa um hvað öðrum finnst? Fólk reynir að fylla þetta “gat” með mörgum leiðum kaupa fullt af hlutum sem það heldur að gefi þeim hamingju, ræna, slást, drekka áfengi, nota eiturlyf, svo ég taki bara nokkur dæmi.

Hvar í “guðanna bænum” erum við stödd í þessum heimi?

Hvaða þörf höfum við fyrir allt þetta drasl. Til hvers eru trúarbrögð, afhverju eru endalausar styrjaldir og þessi óánægja í heiminum. Vilja ekki allir finna hamingjuna í lífinu. Við erum að þróast og þróast, heilinn í okkur er að verða þróaðri og við erum alltaf að átta okkur á fleiru sem við þurfum ekkert á að halda. Mér finnst mestu skipta í lífinu að öllum líði sem best og eru hamingjusamir, finni frið og þurfi ekki að óttast neitt. Því í rauninni skiptir ekkert annað máli í lífinu. Allur þessi efnisheimur er bara einhver tilbúningur. Allt sem við látum fara í taugarnar á okkur og pirrumst er eitthvað sem skiptir engu máli. Segjum, þú hefur átt erfitt líf, misst ástvin, átt erfiða æsku, verið í miklu dópi, slegist mikið, setið inni, verið lagður/lögð í einelti. Allt þetta er búið að gerast. Þetta skiptir engu máli í rauninni. Tilhvers að vera leiður og bitur yfir fortíðinni, ertu að fá eitthvað gott út úr því? Allveg öruggleg ekki. Þú átt að hugsa um það sem þú villt gera núna, allt hitt er löngu búið. Á meðan þú ferð yfir það sem þú villt gera og færð einhverjar neikvæðar hugsanir skalltu einmitt hugsa, hvaða máli skipta þessir hlutir í alvöru, þú ert bara ein/einn af mannkyninu og veist í rauninni ekki tilganginn þinn, afhverju að nota tímann hér á jörðinni í leiðindi? Um leið og þú byrjar að hugsa svona um þessa hluti þá kemstu sjálf/ur að því að engin rök eru að þessum leiðindum, og þá fer allt í einu allt að verða mikið jákvæðara. Þá líður þér mikið betur og þar viltu vera í lífinu. Alla daga finnst manni maður verða fyrir einhverjum riskingum, óheppni eitthvað slíkt. Ekki einu sinni spá í þessum hlutum, þú skapar þinn eigin heim, ef þú hugsar að þú lendir í einhverju leiðinlegu þá lendir þú í því.
Vitið þið hvað Buddha gerði, hann hugleiddi í 7 daga samfleitt, hann fór inn á við, fór inn í hugann og tók á móti öllum sínum hugsunum og vann úr þeim. Hann “feisaði” allar sínar hugsanir allann ótta og þá fann hann fyrir alsælu. Um þetta snýst Buddha. Og orðið sekterkennd er ekki til í þessum trúarbrögðum.

Hugsið bara um “Afstæðiskenningu Einsteins” Spáið í orðinu afstæðiskenning, um hvað snýst þetta?

“Þú þarft aldrei að muna neitt ef þú segir alltaf sannleikann.” Rosalega mikið til í þessu.

The Secret myndin finnst mér sýna svo góða mynd að lykil að hamingjunni.

Margir benda á að “heimurinn hafi svo margt upp á að bjóða” Lífið snýst um það hvað þú hefur upp á að bjóða heiminum. Hvað mikið hefur þú að gefa af þér.


Þetta er bara mín skoðun og mér í rauninni allveg sama hvað ykkur finnst um þetta. Vona frekar að þið takið þessu jákvætt en neikvætt.


En þetta eru lokaorð mín.