Ok ,ég er búinn að fá uppí kok af einhliða umræðu og heimildarlausum fullyrðingum og blaðagreinum um hækkun hitastigs jarðar. Því ákvað ég að kynna mér aðrar hliðar á málinu og skoða aðeins meira heildarmyndina.

Samsetning lothjúps jarðar

Lofthjúpur jarðarinnar er samansettur úr mörgum lofttegundum. Mest af er nitur (78%), súrefni (21%), vatnsgufa (1%) og svo koldíoxíð (co2) sem er 0,03811%. Meðalhiti jarðar er á milli 13 til 15 C° (munurinn er misræmi í mælingum).
Hvernig í möguleikanum á lofttegund sem nær ekki 4% af lofthjúpi jarðar að geta hækkað hitastigið um 2-5 gráður. Aðrar gastegundir í lofthjúpnum eru um 0,002% og í þeirri tölu er t.d. metan, sem fólk segir að sé mun skaðlegri en koldíoxíð. En munið að hún deilir þessari 0,002% tölu með fullt af öðrum lofttegundum.

Það má benda á að rigning bindur niður koldíoxíð (sem er ástæðan fyrir minni mengun þegar það er rigning) þar sem það blandast saman við fimmta algengasta frumefni jarðskorpunar, calsíum, og það ásamt co2 myndar kalk. Út um alla jörð er að finna kalklög sem sýna fram á þetta.
Og því hærra sem hitastig jarðar er, því meira af vatni gufar upp úr sjónum og stöðuvötnum með tilheyrandi meiri rigningu sem bindur niður meira af co2, svona balance affect.

Stærri heildarmynd

Það sem mér finnst reyndar merkilegast í þessari umræðu að það er aldrei verið að tala um breytingarnar sem eiga sér stað á öðrum plánetum í sólkerfinu okkar. Upprunalega var það stjörnufræðikennarinn minn sem benti mér á þetta og eftir nánari skoðun komst ég að því að það er ekki eingöngu jörðin sem er að breytast, heldur flestar pláneturnar í sólkerfinu eru að ganga í gengum breytingar líka. Ísinn á mars er t.d. að bráðna á mjög miklum hraða og geta vísinda menn fátt sagt um ástæður þess.

Veðurfarið á júpíter er búið að taka miklum breytingum síðustu ár. Þar geysa miklir stormar, og flestir þekkja rauða blettinn á honum sem er ekkert annað en risastór fellibylur. En það voru líka 3 stórir hvítir blettir sem sáust árið 1979 með voyager geimflauginni sem svo hurfu öllum að óvörum árið 1997 og 2000. Ástæðan fyrir því að það kom fólki á óvart er vegna þess að þeir eiga að vera alveg eins og rauði stormurinn og hefðu átt að standa fyrir jafn lengi og hann. Eina skýringi sem vísindamenn geta fundið fyrir hvarfinu er breyting á lofthjúpi og hitastigi á júpíter.

Og enn lengra út því á Plútó er loftþrýstingur búinn að 3 falldasta á síðustu 14 árum, sem verður að teljast mjög óvenjulegt, og telja vísindamenn ástæðuna vera aukin uppgufun á frosnum gastegundum af yfirborði pláneturnar.

Ég sleppi restini af plánetunum en á þeim eru svipaðar breytingar í gangi. Þið getið kynnt ykkur þær rannsóknir sjálf ef þið hafið áhuga :)

Og hvað veldur því að ísinn er að bráðna og hitastigið að hækka. Það er mjög einfalt svar við því. Líttu upp til himins á góðum degi. Þar sérðu stærsta kjarnasamrunaofn sem er í nágreni við okkur og er forsenda okkar lífs hér á jörðinni, og veðurfars um allt sólkerfið. Þú getur komið einni milljón jörðum fyrir inní sólinni og í henni er yfir 95% alls efnis í sólkerfinu. Svo þið getið ýmindað ykkur hvað það þarf ótrúlega littla breytingu á virkni hennar til að hafa gífurleg áhrif um allt sólkerfið.

Sólblettir gegna lykilhlutverki í virkni sólarinnar og þar af leiðandi veðurfari á jörðinni. Margir sólblettir auka virkni sólar svo hún gefur frá sér meiri hita. T.d voru mjög fáir sólarblettir á árunum 1645 - 1715, tímabil sem er betur þekkt sem littla ísöldin. Svo skemmtilega vill til að núna eru einmitt sólblettir að ná hámarki og þar af leiðandi er virkni sólar að aukast. http://www.globalwarminglies.com/Sun.html Á þessari síðu getið þið séð myndir af sólinni árið 1996, 1998 og 1999 og einfaldlega séð hvað virkni hennar er búin að aukast

Svo get ég farið enn lengrar út og talað um tengslin á milli virkni sólar og staðsetningu í vetrarbrautinni, en guð, ég nenni því ekki. En þess má geta að sólin okkar ( og allt sólkerfið með henni ) snýst á 26 kílómetra hraða á sekúndu í vetrarbrautinni og er sífellt í gegnum árþúsundin að fara í gegnum svo kölluð tóm svæði þar sem er lítið um gastegundir og önnur efni, og svo fer hún líka í gegnum gasský þar sem sólin einfaldlega dregur til sín efni og brennir, og þar af leiðandi aukandi virkni sína.

Fellibylir eru ekki að aukast eins og margir eru að halda fram, né styrkjast. Um daginn var frétt á mbl.is að það væri raunin, en eins hræðilega óvandaður fréttamiðill og hann er, þá stóð í fréttinni að gögnin náðu bara 20 aftur í tímann. Ef fréttamaðurinn í þeirri grein hefði skoðað gögn frá árinu 1850 til dagsins í dag hefði annað komið í ljós, og sýnt að þeir eru bara í meðaltalinu með sínu ártuglega flökkti frá því.

Það þýðir ekki að mæla hitastig, rigningu, fellibyli, snjókomu eða ýmis veðurabrigði ár frá ári. Það verður að líta á heildarmyndina, nota gögn eins langt og þau ná til að sjá hvort það séu einhverjar markverðar breytingar. Það er ekki að ástæðulausu að vatnajökull hét klofjökull þegar landið var numið um ári 900, því hann var 2 mismunandi jöklar á þeim tíma. Veðurfarið er alltaf að breytast, jörðin er sífellt að breytast. Ef hún væri alltaf eins þá væri engin tilgangur með þróun. Við getum ekki haft jörðina eins og við viljum hafa hana. ég er ekki að segja að hitastigið sé ekki að hækka, né að bráðnun jökla gæti haft hrikalegar afleiðingar. Ég er einfaldlega að koma með móthlið á annars einhliða umræðu, og ég neita að trúa því að við mannfólkið séum að leggja mikið fram í þessari hækkun á hitastigi. Svo ég fæ ekki samviskubit við það að ræsa bílinn minn á morgnanna. En ég fer í endurvinnsluna :P

Ég meina, come on. Þróastu, til þess ertu hérna.


Endilega bendið á eitthvað sem þið viljið meina að séu röksemdarvillur, eða komið einfaldlega með ykkar eigin skoðanir.

Heimildir

Því miður get ég ekki bent á allar heimildir, því það eru margar greinar sem ég hef lesið um þetta efni, en einfaldlega finn ekki núna og er ekki að nenna að leita út um allt net né uppí bókaskáp af þeim. en hérna eru allavega nokkrar.

http://www.globalwarminglies.com/
http://mars.jpl.nasa.gov/odyssey/newsroom/pressreleases/20031208a.html
http://www.visionlearning.com/library/module_viewer.php?mid=107
http://hypertextbook.com/facts/2005/JudyTang.shtml
http://www.nature.com/nature/journal/v428/n6985/abs/nature02470.html
http://web.mit.edu/newsoffice/2002/pluto.html