Tveir dómar í kynferðisafbrota málum komu eins og úldin tuska í andlit þjóðarinnar í gær og dag.

Í Hæstarétti var 23 ára maður dæmdur í 4 og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna líkamsárás og nauðgun á stúlku í sumarbústað á Snæfellsnesi sumarið 1999. Ég ætla ekki eða get ekki rakið atburðina því mér varð óglatt þegar ég las fréttina og varð að sleppa norgunverðinum. Málavöxtum er m.a. lýst á bls 2 í fimmtudbl. Fréttablaðsins.

Hvað þarf að ske og hversu illa þurfa fórnarlömb nauðgara að koma frá nauðgunum áður en dómar í þessum málum hætta að vera í senn grátlegir og hlægilegir og fara að vikta eitthvað? Ef þessi nauðgun viktar 4 og hálft ár, þá er ekki gott að gera sér í hugalund þá nauðgun sem fyllti skallan sem er 12 ára fangelsi.

Eru dómarar í þessu landi með eitthvað annað siðferðismat varðandi kynferðisafbrot en allur þorri manna í þessu landi? Það virðist deginum ljósara. Er aðeins hægt að hreyfa við siðferðisvitund dómara ef fjármagn kemur við sögu í afbroti?
Allir sem ég hef heyrt tjá sig um málið voru með klíjuna í hálsinum af meðferðinni á aumingja stúlkunni. En dómurum í Hæstarétti var greinilega ekki óglatt og þá síður héraðsdóms, en þar var 3 ára dómur talinn hæfilegur í þessu sama máli.
NAUÐGUNIN VAR ÓGEÐSLEG EN DÓMURINN ER ENN ÓGEÐSLEGRI.

Í dag var kveðin upp dómur yfir manni sem þvingaði, í þrígang, 13 ára stúlku til munnmaka og samræðis og það á sjúkrahúsi, þar sem hún var til meðferðar. Hann káfaði líka á 8 ára stúlku sem hann var að gæta. Fyrir þetta lítilræði var honum úthlutað 1 árs fangelsi og þar af 9 mánuði skilorðisbundið. 3 mánaða fangelsi!!!!!!!!!!!!!!!!!
Er þetta hægt Matthías?
Það er nú vonandi að dómarinn, sem dæmdi stúlkunum heilar og óskiptar 300 og 200 þúsund kr. í miskabætur, fái nú ekki samviskubit, sem eyðileggji fyrir honum jólin fyrir að hafa svipt aumingja manninn frelsi í heila 3 mánuði. Dómarinn taldi manninum það til refsilækkunar að hann hafði komið sér upp fjölskyldu frá því brotið var framið. Það er vart hægt að taka slíkt blóm úr faðmi nýrrar fjölskyldu nema þá mjög tímabundið.

Hér þurfa Alþingi og dómarar þessa lands að taka sér ærlerg tak. Svona má þetta ekki vera öllu lengur!!!!