Mig langar að spjalla aðeins um þessi mál öll saman. Nú er því miður fyrir mig og marga fleiri búið að loka istorrent síðan dci og nú síðast icetorrent.
Fyrst ég get skilið hagsmunasamtök og menn eins og Snæbjörn Steingrímsson eru náttúrulega bara front menn, sá sem kemur fram í fjölmiðlum og talar mest og hæst en hann er náttúrulega með stóran hóp að baki sér sem safnar gögnum og þrístir á að þessum síðum sé lokað.
T,d ALLAR verslanir og heildsölur og sjónvarpstöðvar sem flytja þetta efni inn til landsins borga fyrir það og fyrir réttinn fyrir að sýna og selja þetta efni.
Þetta náttúrulega eru hagsmuna aðilarnir og það er ansi stór bransi. Þetta eru ekki eingöngu íslenskir tónlistarmenn og sjónvarpsgerðarmenn sem verða fyrir ‘'skaða’'.
Skjár einn til dæmis rekur ókeypis sjónvarpstöð,rekur sig áfram á auglýsingatekjum, þarf að borga fólki laun(íslensk laun þar sem við búum á Íslandi) og þurfa að kaupa sýningar rétt á þáttum og kvikmyndum. Þetta efni er ekki ókeypis úti í Bandaríkjunum eða neins staðar annars staðar í heiminum þessvegna t,d er ekki verið að sýna t,d Heroes á stöð 2,rúv og skjá einum vegna þess að Skjár einn kaupir þættina úti til að sýna þá hér á landi. En til að greiða niður þættina og skila arði þar á meðal til að borga laun,skatta ofl þá þurfa þeir að fá auglýsendur til að Vilja auglýsa í kringum þáttinn svo allir ættu að geta séð að segjum ef 40% færri horfa á þáttinn á Skjá einum vegna þess að þeir sækja sér hann af netinu því færri verða tilbúnir í að auglýsa í kringum hann og því minni hagnaður eða jafnvel enginn hagnaður af því að sýna hann í Íslensku sjónvarpi.
Annað skífan eða BT eða hvað af þessum verslunum þurfa að kaupa diska og dvd diska að utan, þurfa að fá réttinn til að selja vörurna borga virðiskauka og skatt ásamt fluttningsgjaldi plús að borga íslensk laun,húsnæði og allt það sem fylgir að reka íslenskan rekstur.
Ef t,d þeir þurfa kannski að kaupa inn lágmark að utan 150 eintök af segjum freinds seríu 10(lágmörk eru til gott fólk bara láta ykkur vita það eru ekki allir úti í hinum stóra heimi sem eru eitthvað spenntir fyrir að selja vörur til litla Íslands þar sem markaðurinn er svo fámennur) þessvegna þurfa Íslensk fyrirtæki oft að versla fyrir vist lágmark til að fyrirtækið úti ómaki sig í að selja vöruna hingað.
Anyway þá þurfa þeir að selja 60 eintök til að komast út á jöfnu en ef 40 manns hafa sótt þennan sama pakka af netinu og langar mun frekar að eiga hann inní flakkaranum sýnum þá skilur maður að viðkomandi sölu aðili er ekki sáttur við þetta.
Það má endalaust halda áfram að telja upp einstök dæmi.
Ég persónulega er ekki með stöð2 mun aldrei kaupa stöð2 vegna þess að mér mislýkar mjög svo vinnuhættir þeirra eða 365 miðla frekar.
Þeir eru okrarar sýn og sýn2 er rándýrt þó svo að ég sé með Íslensk laun ef ég er með stöð2,sýn og sýn2 þá er það yfir 12000 kr á mánuði og það er BESTI díllinn hjá þeim í einhverskonar 12 mánaða samningspakka.
Sirkur sjónvarpstöðin var að skila HAGNAÐI yfir 1 milljón á mánuði í HREINAN hagnað þetta hef ég eftir áreiðanlegum heimildum en vitiði afhverju henni var lokað og síðar sett inní stöð2 pakkan?
Vegna þess að þeir óttuðust að gullgæsin þeirra sem er stöð2 væri farið að tapa áskrifendum.
Þessir gaurar eru gullmalarar, það er semsagt ekki nóg að eiga mikið og skila góðum hagnaði og góðu fyrirtæki neinei það verður að skila geðveikum hagnaði og eignast allt svo hægt sé að borga forstjórum nokkrar milljónir í laun frekar en skítapeninga eins og nokkur hundruð þúsund eða 1 milljón.
En já stöð2 og 365miðlar og öll sú mafía það er annað mál en ég skal lofa að þeir eru mjög mjög lýklega mennirnir bakvið Snæbjörn Steingrímsson þeir ausa í hann og hans lið peningum til að stoppa þetta af.
Jæja þetta er nú orðið nokkuð langt og ég verð að segja við að skrifa þetta þá skil ég samt hagsmunasamtök betur.
EN þá að niðurhalinu.
Niðurhal verður einfaldlega aldrei stoppað.
Íslenska þjóðin verður aldrei aftur net laus og netverjar útum allan heim munu halda áfram að deila efni ef ekki í gegnum kazaa eða napster eða dc++ dci torrent eða piratebay þá eitthvað annað.
Það sem hagsmuna samtök úti í heimi sem hér á landi er að finna leið til að koma með í pakkan.
Dæmi segjum sem svo að www.istorrent.is hefði gert einhverskonar samstarfsamning við SkjáEinn.
Istorrent rukkar fyrir ótakmarkað niðurhal segjum 1500 kr á mánuði, ég veit fyrir mitt leiti að efnið sem ég var að sækja mér var algerlega þess virði og ég hefði greitt það mánaðarlega.
Istorrent sýnir deila engu efni sem skjáreinn er með í sýningu fyrr en eftir að búið er að sýna hann á stöðinni og istorrent greiðir einhvern hluta til þeirra fyrir að vera með þeirra efni í deilingu.
Sami díll við stöð 2 og rúv.(þó ég veit að stöð2 myndu aldrei samþykkja annað eins, þar sem þair eru tímaskekkja og neita að trúa því að það sem þeir rukka fyrir EINA sjónvarpstöð er f…… okur) anyways.
BT og skífan og DVD dæmið er að verða útdautt það kemur einhver önnur tækni til að leisa dvd af hólmi þannig kannski þeir sem vilja eiga efni í súper háskerpu hljóð og myndgæðum kaupa það hjá þeim en þeim sem er nokk sama sækja það til að eiga í flakkaranum.
Segjum er istorrent er með 26 þúsund áskrifendur eins og var komið, hver morgar 1500 kr á mánuði það eru 39.000.000 þrjátíu og níu milljónir fyrir hagsmuna aðila að skipta á milli sín.
Ágætis summa þar.
Á meðan bíður istorrent áfram uppá FULLT af efni sem ekki er í boði hér á landi, ásamt að sýna t,d heroes bara eftir að búið er að sýna það í sjónvarpinu.
Væri þetta eitthvað fáránlega ósanngjarn díll?
Þetta eru bara sumar hugmyndir sem ég hef um þetta mál.
Ég skil vel að fólk vilji bara fá þetta allt saman ókeypis hvers vegna jú af því það er hægt þá gerum við það við sækjum okkur bíómyndir,tónlist og þætti af því það kostar ekki neitt er þægilegt og við komumst upp með það.
Ég er að fara á piratebay að sækja mér heroes þátt nr 10. En mér leiðist að sækja þetta dót að utan það tekur miklu lengri tíma heldur en á istorrent plús þetta er erlent niðurhal og það kostar eitthvað auka þar sem ég er ekki enn búinn að fá mér ótakmarkað.
Ég sakna istorrent það var svona mín eigin entertainment center, plöggaði bara flakkaran við og horfði síðan á það sem mig nákvæmlega langaði að horfa á.
Ef Lúðvík eða þessi gaur sem var með istorrent hefði kynnt þessa leið og þetta farið að kosta eitthvað á mánuði þá hefði ég bara kílt á þetta, annað 26000 manns(einhverjir náttúrulega með tvö notendanöfn reyndar) en það þurfti líka boðslykla tökum það út segjum 1500 kall á mánuði en duglegustu deilararnir fá fría mánuði how bout that?
Endilega sleppum skítkastinu og sjáum hvort hægt sé að eiga hálf vitibornar umræður um þessi mál öll saman :)