Eins og þekkt er orðið hefur Bubba Morthens verið tilkynnt að rás 2 muni ekki útvarpa árlegum Þorláksmessutónleikum hans í ár.
Margir telja að þessa sé vegna smá “skota” Bubba á Hannes Hólmstein á sömu tóleikum fyrir ári síðan.
Fyrir þá sem ekki vita hvað það var þá var Bubbi að tala um kjaftasögur og var hann að tala um Jón Ólafsson, Bubbi var að gera grín að því að Hannes Hólmstein segði að Jón hefði orðið ríkur á dóp innflutningi. Bubbi sagði þá að Hannes fengi ekki alveg frið fyrir kjaftasögunum sjálfur þar sem sú saga sem gengi um hann væri a utanríkisráðuneytið hefði þurft að borga hann út úr steininum fyrir að “leika sér með litlum strákum”.
Ég hef hingað til verið mjög mótfallin því að einkavæða ríkisútvarpið af þeim sökum að ég er hræddur við að það missi frelsi sitt. Það sem ég á við með því að í allri útvarpsflóru landsmanna er engin stöð sem má t.d. líkja við Rás2. Þarna er á ferðinni eðal útvarpsefni sem hentar mjög breiðum hlustendahóp. Ég er hræddum við að Rás2 fengi ekki að starfa áfram í óbreyttri mynd ef að einkavæðngu yrði.
Aftur á móti verð ég líklega að skipta um skoðun í þessu máli ef eitthvað er til í því að einhverjir pólitíkusar hafi þetta mikil völd í Ríkisútvarpinu.
Ég vil taka fram að sjálfur hef ég talið mig sjálfstæðismann hingað til en eins og alltaf er maður ekki samála öllu. Og ég tel það ekki lýsa sjálfstæði þjóðar ef einhver uppskafningur af alþingi getur haft svona mikið áhrif á “útvarp allra landsmanna”
Pétur Marel Gestsson