Ég komst ekki hjá því að lesa grein í DV í dag. Þar voru fangar á Litla-Hrauni að kvarta út af of ströngum viðurlögum og að ekki sé farið eftir mannréttindum. Einnig sögðu þeir að lög í evrópu gerðu föngum auðveldara að komast í helgar- eða dagsfrí frá fangelsinu. Þá spyr ég sem venjulegur borgari í landinu, eiga menn sem hafa brotið lög að hafa helgar- eða dagsfrí frá refsingunni? Mér finnst að ef einhver brýtur af sér þá eigi hann að taka út þá refsingu sem fólkið í landinu hefur gert honum að afplána. Ég sé ekki rökin fyrir því að maður sem hefur verið að selja fíkniefni, flytja þau inn eðan önnur fíkniefnabrot fái að fara í bæinn án eftirlits um helgar. Hvar er þá refsingin spyr ég. Tökum annað dæmi, ef ég drep mann og fæ 16 ára dóm fyrir, væruð þið þá ánægð að sjá mig labba í góðum fíling á laugardagsmorgni 2 árum síðar? Mynduð þið verða hrædd? Í dag fá þeir sem afplána á Litla- Hrauni fyrst dagsleyfi eftir að hafa setið 1/3 af refsingu, en þó aldrei en að hafa setið inni í minna en eitt ár. Þetta finnst mér sammgjarnt. Það er staðreynd að þeir sem sitja inni á annað borð hafa komið sér í þá klípu sjálfir. Ég geri auðvitað greinarmun á morðingja, barnaníðingi eða dópdíler helduren mður sem ekki hefur getað staðið skil á vörslusköttum fyrirtækis síns. Svo er það eitt, lokun fyrirmyndagangs á Litla-Hrauni. Mér finnst ekki að fangar eigi rétt á að horfa á gervihnattasjónvarp, leika billjar eð rápa á internetinu, meðan venjulegur verkamaður með 85.000 kr á mánuði getur ekki leyft sér það, hann vinnur þó!!!

Hveðja
Bjöggi1