Ég vil ekki stimpla að allir innflytjendur séu glæpamenn. Aftur á móti finnst mér að þeir sem ákvarða hverjir mega koma hingað til að vinna eða fá pólitísk hæli, bera þá skildu að ath. bakgrunn þeirra. Mér finnst að ekki eigi að leyfa fólki að búa hér á landi ef þeir eru fyrrum afbrotamenn og með sakaskrá. Og þeir sem fá að flytja inn í landið en gerast brotlegir á einhvern hátt sé vísað úr landi.
Það er heldur ekkert hægt að alhæfa að allir útlendingar sem koma hingað séu glæpahyski. Í upphafi voru þetta margar fjölskyldur sem sóttu um pólitískt hæli, flóttamenn og aðlöguðu sig algjörlega að íslenskum samfélagi. Núna aftur á móti eru þetta að mest megnis innflutt vinnuafl og það er ekkert verið að fylgjast með hvað það er að gera.
Það er ekki fylgt því eftir að þeir sæki íslenskunámskeið sem stendur þeim til boða og ég verð að segja að mér finnst það vera skylda að þeir sem flytjast hingað inn læri málið og sæki þessi námskeið. Veit ekki betur en mörg slík námskeið eru borguð rosalega niður af bæjarfélögum og þess háttar. Sjálf hef ég bæði og góða og slæma reynslu af því. Sem dæmi get ég nefnt að ég vann með menntaskóla í eldhúsi á einum skemmtistað í borginni. Þar var Pólverji sem hafði búið á Íslandi í 10 ár en þverneitaði að tala íslensku, hann kunni þó ensku svo samskiptin urðu ekki vandræðanleg. En ef maður spurði hann eitthvað á íslensku að þá þóttist hann ekki skilja. Samt gat hann hlegið af öllum bröndurum sem fóru fram á íslensku. Aftur á móti voru nokkrir aðrir útlendingar að vinna þarna með mér á sama stað og þeir gjörsamlega neituðu að skilja það sem ég sagði, hvort sem það var á íslensku eða ensku. Svo það endaði annað hvort í þvílíkum pirringi eða ná í þann sem hafði unnið í 10 ár og láta þýða allt.
Annað sem mér finnst bagalegt eru húsakynnin sem margt erlent vinnuafl þarf að lifa við. Það er svindlað á þeim og þeir látnir húka allt of margir í allt of lítilli íbúð eða ólöglegu húsnæði og borga svo allt of háa leigu. Síðan fá þeir of lág laun fyrir vinnu sína miðað við Íslendinga. Mér finnst það ekki vera neinum manni bjóðandi.
Ætli við getum kannski algjörlega sjálfum okkur kennt að við séum með svona mikið af erlendu vinnuafli? – Því við viljum ekki vinna þessa vinnur sjálf. Íslendingar hafa orðið snobbaðri með tímanum og sóst í aðrar vinnur. Ég held að ég geti sagt fyrir flest alla að við kjósum frekar eitthvað allt annað djobb en að standa marga tíma í kulda við færiband að verka fisk eða þrífa skítinn upp eftir aðra. Og jú eins og var nefnt áðan að þá sjá sumir sér þann leik á borð að fá erlent vinnuafl sem er tilbúið að vinna helmingi fleiri tíma fyrir helmingi minna tímakaup. Spara sér það að ráða færra íslenskt vinnuafl sem lætur ekki svindla á sér.
Vinkonan mín var með stráki sem er Letti í 1 eða 2 ár. Hann fluttist hingað til þess að vinna og það sem kom mér á óvart þegar hún fór að segja mér frá honum var að hann hafði gert ansi margt af sér þegar hann bjó í Lettlandi. Minnir að hann hafi verið með ansi langa sakaskrá. Og ekki nóg með það (Eitthvað sem ég myndi vilja sleppa að hafa á Íslandi) að þá þekkir hann meðlimi í litháenska glæpahringnum sem hefur verið að flytja inn fíkniefni og sé með þvílíka glæpastarfsemi.
Ég var nú hissa að íslensk stjórnvöld hefðu hleypt einhverjum með langan afbrotaferil inn í landið. En það verður samt að segja það að hann hefur ekki gert neitt af sér, ekki gerst brotlegur um neitt hérna og er fyrirmyndar borgari. Á þessum tíma sem þau voru saman að þá kynntist ég eitthvað af vinum hans sem voru líka frá öðrum Eystrasaltslöndum og þeir komu aldrei illa fram við mig eða hinar stelpurnar.
Kannski út í enn leiðinlegra málefni…Mér finnst svakalegt að heyra um auknar nauðgunarkærur og árásir á konur á djamminu þar sem útlendingar eiga í hlut. Núna til dæmis birtist mynd af manni sem er sagður vera af erlendu bergi brotinn og hafi framið alvarlegan glæp. Og fjölmiðlar vilja tengja hann við nauðgun sem átti sér stað í miðbænum síðustu helgi. Nú er fólk rosalega fljótt að mynda sér skoðanir en þessir útlendingar eru ekkert frekari líklegri til þess að fremja kynferðisafbrot en aðrir íslenskir karlmenn. Allir eru færir um að nauðga og slíkt og tímarnir hafa breyst. Það er ekkert lengur öruggt að labba einn svona seint í bænum þar sem mannfjöldi er lítill. Ég er t.d. alveg hætt að leggja bílnum fyrir aftan Þjóðleikhúsið þar sem tvær nauðganir áttu sér stað þar. Ég hef alltaf fundist maður vera öruggur í bænum en núna fæ ég helst vini mína til að labba með mér að bílnum mínum þegar ég fer heim úr bænum.
Sem stelpa get ég alveg fullyrt miðað við mína reynslu að íslenskir karlmenn eru ekki nærri því eins grófir að áreita mann og þeir sem eru erlendir, og þá sérstaklega eru þeir verstir sem koma frá Eystrarsaltslöndunum. Nú er ég ekki að alhæfa að þeir séu svona allir heldur er ég eingöngu að tala af eigin reynslu. Þegar ég er komin til að skemmta mér og kæri mig ekki um að láta klípa í rassinn á mér eða vera með þá alveg nuddandi utan í mér á dansgólfinu að þá hefur það reynst mér erfiðast að losna við þá.
Aðrar sögur sem ég hef heyrt er t.d. að tvær vinkonur mínar fóru að skemmta sér. Lentu í 5-10 Pólverjum sem gjörsamlega eltu þær á hvern einasta skemmtistað. Þeim fór að líða illa á endanum og þegar þeir fóru að gerast verulega ágangir að þá fór þær að svara fyrir sig, biðja þá um að láta sig í friði og fara. Þeirra beiðni var ekki virt. Fóru af stað svívirðingar og á endanum gerðist vinkonan mín svo köld að byrja á handalögmálum.
Á einu bloggi las ég um stelpu sem hafði verið að skemmta sér á Sólon. Hún ákvað að fara ein á klósettið og fyrir aftan hana var svipað stór hópur af strákum frá Póllandi eða frá löndunum þar í kring, sem reyndu að þvinga hana inn á klósettið þegar það losnaði. Hvort einhver íslenskur strákur sá þetta og bjargaði henni úr nauð eða hvort hún komst út af klósettinu af eigin vegum má teljast heppni. Hún fór strax til eins dyravarðarins og bað um að þeim yrði hent út en dyravörðurinn gerði það ekki. Hún var svo skelkuð og eyðilögð að hún fór heim. Ég hef heyrt um að spurning sé að setja myndavélar upp eða dyraverði við klósettin til að passa að svona gerist ekki. Hver man ekki eftir þessu… Maður var lúbarinn á Kaffi Viktor þar sem hann hafði reynt að bjarga konu sinni frá hóp útlendinga. En þeir hefðu þvingað eiginkonu hans inn á klósettið og hugðust koma fram vilja sínum og má telja það heppni að eiginmaðurinn hennar fór að lengja eftir henni og athugaði með hana. En fyrir vikið var hann laminn í klessu fyrir að skipta sér af þeirra gjörðum og missti nokkrar tennur áður en dyraverðir náðu að henda þeim út.
Á Kaffi Akureyri eru þeir búnir að meina ákveðnum hóp af Pólverjum að stíga inn fyrir dyr þar sem þessi hópur hefur ítrekað verið með dónaskap, vanvirt konurnar sem eru þar inni að skemmta sér og ítrekað hent út. Og ekki fyrir svo löngu lenti þessi hópur í slagsmálum við dyraverðina og var því ákveðið að meina þeim aðgang að skemmtistaðnum.
Við slíku finnst mér virkilega þurfa að gera eitthvað. Hvort það sé lögreglan að vakta betur göturnar eða skemmtistaðirnir að hafa meira auga fyrir því sem er að gerast.
En ég held að ég sé búin að telja upp allt sem hefur verið að fara í gegnum hugann hjá mér. Ég vona að þessi grein sé frekar á jákvæðu nótunum jahh frekar en þá neikvæðu. Því ég er ekki að reyna vera með neitt skítkast, þetta eru einfaldlega hlutir sem maður heyrir um og hefur verið í umfjöllun hjá fjölmiðlum o.fl. Ég er líka að tala svolítið af eigin reynslu en vil samt ekki segja að allir séu svona þótt eitt skemmt epli geti að sjálfsögðu skemmt mikið út frá sér.
I´m crazy in the coconut!!! (",)