Mig langar að vita hvort það séu einhverjir hérna sem eru að styrkja fátæk börn, styrkja eitthvað hérna.
Er einhver með hjarta í sér að styrkja einhverja bágstaddra hérna. Mér finnst allaveganna ekki nógu margir í þessu.
Ég er stoltur að segja frá þessu:
Ég er núna að vera búinn að styrkja lítið barn í bráðum þrjú ár frá Filipseyjum á vegum ABC-Barnahjálp. Ég er ekkert smá ánægður að geta hjálpað barni að öðlast betra líf. Ég hef fengið líka mynd af honum og jólakort þar sem hann þakkar fyrir. Ég fæ líka að fylgjast með uppeldinu, hvað hann lærir í skóla, hvernig hann býr og hvernig minn styrkur er að gera þetta allt kleift. Ef ég myndi ímynda mér þetta í öfugri röð. Þá getur maður áttað sig á hvað maður er heppinn.
Ég þekki rosalega fáa sem eru að styrkja svona. Yfirleitt ekki ungt fólk. Eða hvað veit ég
Eru þið hugamenn að styrkja börn?
(Þegar ég skrifa þessa grein hugsa ég einmitt að það eru ekki margir. Kannski 2 í viðbót!)
Endilega leiðréttið mig…..