Sæll ritter.

Nú ert þú duglegur að auglýsa flokk þann sem þú ert skráður í, flokkur framfarasinna.

Mig langar til að spurja þig nokkurra spurninga sem ég vona að þú getir svarar að einhverju eða öllu leyti.

1# Hvað eru margir sem eru skráðir í þennan flokk???

2#“Flokkurinn vill standa vörð um sjálfstæði, frelsi og menningararf íslensku þjóðarinnar og tryggja það að Ísland sjái að fullu um öll sín mál”, hvernig ætliði að fara að því að láta Ísland sjá um öll sín mál að fullu? og hvað eigiði við nákvæmlega??

3# “Bótaþegar að félagslegum bótum skulu strax og þeir geta taka aftur fullan þátt í atvinnulífinu”. hvað eigiði við þarna nákvæmlega, hvert getur dæmt um það hvenær einstaklingur geti tekið fullan þátt í atvinnulífinnu, og hvað gerist ef einhver einstaklingur getur það ekki einhverja hluta vegna, samanber atvinnuleysi eða eitthva þvíumlíkt??

4# “Leggja á niður barnabætur, en þess í stað innleiða skattalækkun til hjóna fyrir hvert barn sem þau eiga” WHY!!!! hver er munurinn??

5# Nú hefur þú haldið því fram hér á Huga að þú sért ekki rasisti en aftur á móti hefur þú verið að ef svo má að orði komast DRULLA yfir peacecall4 fyrir að vera með sína skoðanir gegn aröbum (ég tek það fram að ég er ekki hlynntur skoðnum hans) og verður fúll og pirraður ef hann nenfnir þig og rasisma í sömu andrá, en samt engu að síður stendur þetta á heimasíðu flokks þíns
“ Flokkur framfarasinna er algerlega mótfallinn þeirri stefnu að íslenskt þjóðfélag eigi að þróast út í að verða fjölþjóðlegt samfélag. TIL AÐ TRYGGJA ÁFRAMHALDANDI FRIÐ Í LANDINU, svo og þjóðfélagslega einingu, verður að sjá til þess að hér verði eitt þjóðfélag í framtíðinni en ekki mörg” Ef þetta ber ekki vott um fordóma, jafnvel rasisma þá veit ég ekki hvað, þetta kemur þannig út að það hafi aldrei gert nokkur skapaður hlutur á okkar “fallega og hreina íslandi” áður en innflytjendur fóru að koma hingað.

6# “Í íslensku þjóðfélagi eru ákveðin aldagömul gildi ríkjandi sem aðfluttir einstaklingar verða að gangast undir ef þeir hafa í hyggju að setjast hér að” hver eru þessi gildi????

7# “Íslenskir ríkisborgarar verða að ganga fyrir um atvinnu á Íslandi”, þetta hlýtur að vera í mótsögn við það sem stendur hér
“Kyn á ekki að skipta máli við ráðningar í störf eða stöður heldur hæfileikar og hæfni umsækjandans til að gegna þeim”

Gildir sami hlutur ekki um þjóðerni og kyn eða hvað. Ef að tælendingur kæmi og sótti um vinnu sem þar sem hann/hún þyrfti að vera með háskólapróf og þessi einstaklingur uppfyllti allar kröfur og meira en það, ætti sem sagt að ráða íslending sem væri nýútskiðinn úr háskóla bara útaf því að hann er íslendingur, ef svar þitt verður já að þá ertu því miður rasisti.

Ég ætla að láta við staðar numið í bili, en engu að síður verð ég að nefna það að í svörum þínum til ákveðna aðila hér á Huga hefur örlað á allmiklum hroka og oft á tíðum rasisma.

Greinar þínar og svör virðast oft á tíðum vel útpældar og vel skrifaðar, og eru þær oftast vel skifaðar þú mátt eiga það en samt engu að síður virðist mest allt vera bara bull og rasisimi í dulbúningi.

Það sagði vitur maður eitt sinn að þú getur vitað mikið og þagað um það en aftur á móti geturðu ekki vitað eitt eða neitt en samt talað mjög mikið um viðkomandi hluti.

Og bara svona í lokin, það er ekki okkar að dæma aðra, það er aðeins einn sem gerir það og það er Guð almáttugur. Einnig eigum við ekki að taka okkur það bessaleyfi að leifa ekki öðrum einstaklingum að njóta sín til fullnustu.

Með kveðju og vinsemd
wwjd