Framtíðin
Eru þið sátt við það að vinna alla daga, frá 8 til 5 t.d. alltaf það sama og svipuð laun? Er þetta virkilega lífið sem þið völduð ykkur? Langar ykkur ekki til að lifa lífinu til hins ýtrasta, þá er ég að tala um, ferðast og skoða heiminn, gera allt sem ykkur langar til að gera. Því að ótrúlega mikið af eldra fólki, komið kannski yfir sjötugt sjá svo eftir að hafa ekki gert alla þessa hluti sem það langaði svo til að gera en “HAFÐI EKKI TÍMA” Var að vinna svo mikið, harkan var númer eitt, tvö og þrjú. Það fólk eyddi öllu lífi sínu í að vinna og sýna hvað mikil harka er í þeim.
Og talandi um hörku, eitt get ég sagt að það er ekki sniðugt að röfla um að þú sért sjóveikur á sjó. Ég fór einu sinni í túr, stóð ekki lengi, tvær vikur, en ég varð svo rosalega sjóveikur og þar voru kallarnir alltaf: “Hva, sjóveikur, hvað er það nú? Engann aumingjaskap! Nú það er ekki hundrað í hættunni þó þú étir matinn aftur sem þú ældir niður skyrtuhálsmálið hjá mér, hvaða hvaða!” Þetta var reyndar smá grín. En sjómenn er ekta svona fólk sem þarf alltaf að toppa mann. Það getur verið svo erfitt fólk. Dæmi: “Ahhh fóturinn er að drepa mig, úff, ég finn svo til í honum.” “Það er nú ekkert, ég skal sko segja þér að þegar ég var á svipuðum aldri og þú þá vann ég fótbrotinn í sliddu og éli á dekki suðar af kópaseli, þetta er ekki neitt.” Og fegra ábyggilega söguna svo rosalega. Allveg, já og núna líður mér miklu betur í fótnum.
Á Íslandi virðist harkan þurfa að sýnast svo rosalega. Allir að láta vita hvað þeir eru búnir að vinna mikið og þreyttir í bakinu, eða að hafa unnið fárveikur. “Bara harka af sér!”
Ég persónulega ætla mér ekki að hanga í sama fari alltaf, vera alla tíð að vinna fyrir einhverja aðra. Sjá svo stórann hluta af peningnum fara í skatta. Borga alltaf af einhverjum lánum. Enda er ég að vinna í því að gera framtíð mína glæsta. Og láta peninganna vinna fyrir mér.
Fólk í samfélaginu er syndandi í skuldum, og liggur við að skuldirnar sé að drekkja þeim. Og talandi ekki um stressið og pirringurinn sem fer í að reyna að minka skuldirnar. Eiga samt sem áður flotta bíla, íbúð og fullt af heimilistækjum, en bankinn á í rauninni þetta allt.
Hvert mannsbarn á Íslandi skuldar að meðaltali 250-300 þús í yfirdrátt. Er virkilega svona flott að láta líta út eins og þú sért ríkur, er ekki flottara að reynast ríkur í raun?
Fólk veit ekki hvað er í boði í þjóðfélaginu og halda að allar þessar viðskiptahugmyndir séu bara svindl og kjaftæði og að þau hafa hvorki tíma né peninga til að spá í því, það hefur svo mikið að gera.
Þú getur alltaf tekið þér nýja ákvörðun, hvað þú vilt gera.
Viskan er fólgin í því að vita
hvað þú veist lítið.
Hafið augun opin fyrir nýjum tækifærum!