Jæja ég ætla að skera mig úr (því mér finnst það svo gaman).
Ég downloada ekki, gerði pínu af því hér í denn en er algerlega hættur því.
Þetta hefur kannski aldrei legið fyrir mér, ég þarf ekki að downloada kvikmyndum því ég hef engan sérstakan áhuga á þeim, og hvað þá því nýjasta, mér er slétt sama hvort mynd sé 2 vikna gömul eða 20 ára gömul, ég þarf ekki að sjá kvikmyndina strax, þarf ekki að sjá hana yfir höfuð. Það sama gildir um sjónvarpsþætti, mér svo slétt sama hvort að þátturinn sem ég er að horfa á sé úr 5 seríu af Simpson fengin af löglegum DVD eða úr 18 seríu fenginn ólöglega ef internetinu, ég þarf ekki að sjá þáttinn áður en hann kemur í sjónvarp hér (plús það að ég er ekki með stöð tvö).
Það eina sem ég mundi koma til með að downloada væri tónlist, en megnið af tónlistinni sem ég hlusta er ekki til á svona download síðum (ég átti allavega erfitt með að finna mikið af tónlistinni minni hér í denn, kannski að það hafi breyst eitthvað), mér finnst einnig mun skemmtilegra að eiga plöturnar (eða diskana), mér finnst ég ekki eiga plötu fyrr en ég held á henni í höndunum og set geisladiskinn í þar til gerðan spilara (þetta er þó með undartekningum sem ég kem að síðar). Ég er alveg til í að borga 2000 krónur (ath engar plötur kosta það mikið nema þær allra nýjustu (sem ég kaupi voða lítið) og 2faldar plötur) fyrir flottan geisladisk, hlustur og bækling, plata er bara svo miklu meira en sjálf tónlistin.
Ég vorkenni þeim sem aðeins hafa heyrt Dark Side Of The Moon úr tölvunni sinni, það er ekki það sama, að setjast fyrir framan tölvuna og ýta á einhverja fæla á meðan maður skoðar “hengur” í netinu og það að sitjast niður í þægilegan sófa, taka plastið utan af nýjum deisladisknum, blaða í bæklingnum, setja diskinn í spilarann, hækka í hátölurunum og ýta á “Play”, halla sér aftur og loka augunum, þetta er ekki það sama.
Ég get einnig verið stoltur þegar ég lýt yfir geisladiskasafnið mitt og sé þar ávexti erfiði míns, þegar ég verð eldri á ég myndarlega safn platna og geisladiska, sem ég verð stoltur af, alveg eins og plötusafnið sem pabbi þinn er stoltur af, á meðan sá sem downloadar aðeins mun ekki hafa nokkurn skapaðan hlut til að sýna barnabörnunum sínum, hann mun ekki geta sest niður með gamlan og hálfónýtan geislaspilara og rifjað upp þá stund er hann heyrði Dark Side Of The Moon í fyrsta skipti fyrir 50 árum síðan, kannski mun hann eiga það inn á tölvunni en ég efast um það. Það er náttúrulega ákveðið safnaraelement í því að eiga geisladiska og plötur.
Ég er samt ekki að segja að niðurhal sé rangt, mér finnst hinn kosturinn bara betri. Fyrir utan það að ég lifi eftir því prinsippi að maður eigi alltaf að borga fyrir það sem maður tekur, og ég sé ekkert eftir þeim pening sem fer í plötur.
Þau rök að Ísland sé svo lítill markaður að ekki borgi sig að versla tónlist eru náttúrulega bara bull, ég versla ekki nema brot af minni tónlist hér á landi, þetta fæst allt á amazon.com (og það sem fæst ekki þar fæst alveg pottþétt á eBay) á sama verði, þó það taki aðeins meiri tíma.
En niðurhalið hefur breytt tónlistarheiminum, nú fara hljómsveitir í meira magni að gefa tónlist sína aðeins út á netinu og í fyrstu virðist það lítil áhrif hafa á innkomu sveitanna, sem hafa eins og alltaf mestan pening upp úr tónleikum, mér finnst líka formið sem Radiohead notuðu við útgáfu síðustu plötu sinnar vera afar sniðugt, ég borgaði fyrir þá plötu 700 krónur (sem fóru beint í vasan á bandinu) sem er eflaust meira en þeir hefði fengið hefði ég borgað 1500 fyrir plötuna í gegnum plötufyrirtæki og útgefanda. En Radiohead ætlar líka að höfði til safnara eins og mín með því að gefa þetta út í viðhafnarútgáfu á plötu, þannig verða allir ánægðir (nema plöturfyrirtækin, sem er gott).
Að lokum vil ég benda á enn eina ástæðuna fyrir því að ég stunda ekki niðurhal og hún er sú að ég er með hræðilega hægvirka nettengingu og það tekur ofboðslegan tíma að ná í tiltölulega litla hluti.