Upp á síðkastið hefur maður varla geta litið í blaðið án þess að sjá fólk hneykslast yfir meðferð Britney Spears í garða barna sinna og finnst meirihlutanum að hún eigi ekki skilið að sjá börnin eða hafa forræði. Mín reynsla af Íslandi og viðhorf sýslumanns í garð heimildisofbeldis er ekki upp á marga fiska.

Ég er 18 ára í dag og bjó til ellefu ára aldur hjá báðum foreldrum meðan þau voru saman en síða skildu þau og á ég 2 yngri systkini. Faðir minn átti það til að kýla mig ef ég klúðraði smávæginlegum hlutum eins og setja hrein náttföt í óhraunataujið og endaði það með glóðurauga, hikaði hann ekki við að hrinda mér til og frá, kallaði hann mig skítalabba og mörggæs vegna þess ég var þybbin og allt þaðan það eftir. En það sem gerði þetta verst var að maður gat aldrei vitað hvenær hann myndi missa sig. Ef maður sturtaði ekki niður var maður sleginn, fékk bara meðaleinkunnina 8,2 hrækt framan í mann.

Taldi ég mig vera sloppinn þegar foreldranir skildu og var það mest megnis vegna þess ég neitaði að fara til föður míns Eftir nokkrar slæmar heimsóknir til hans. En það sem gerði þetta verst var að ég á 2 yngri systkini. Systir mín endaði á að neita að fara til föður míns en er hún miðjubarn og var mikið rifrildi milli móður minnar og föðurs vegna þess við neituðum að fara, en móðir okkar var ekki tilbúinn að þvinga okkur til hans sem betur fer. Og gerði hún allt á sínu valdi til að koma í veg fyrir það.


Núna 7 árum eftir skilnaðinn er bardaginn um umgengni enn í gangi. Ég sjálfur og systir mín sloppin og neitum að tala við föður okkar alfarið en heimtar faðir okkar enn að fá að sjá litla bróður okkar, sem er nú 7 ára. Bróðir okkar neitar almennt að fara til hans vegna þess hann vill ekki borða þar vegna þess allt er svo viðbjóðslega skítugt, og réðst faðir okkar á hann í fyrra vegna þess hann er smámæltur og gat ekki lesið almennilega í fyrsta bekk. Hélt hann um kjaftinn á honum fast svo hann gat ekkert hreyft sig og kýldi hnefanum í átt að andliti hans margsinnis. Sem hann gerði líka við mig í æsku og byrjaði ofbeldið að versna með árunum í mínu tilfelli, Eftir að bróðir minn kom heim úr þeirri heimsókn sat ég með hann grátandi í klst þar sem hann grátbað mig um að vernda sig gegn pabba. Núna ári síðar hefur hann farið nokkrum sinnum til Föðurs okkar og neitar í dag að fara til hans ALVEG.

Virðast hvorki barnavernd né sýslumaður hafa mikin áhuga á því og situr móðir mín núna uppi með að senda son sinn til manns sem hann neitar að fara til, og hefur barið öll hennar börn og sömuleiðis hana, EÐA borga 5000 kr á dag í dagsektir. Og situr núna uppi með 700 þús króna skuld sökum þessa. OG á sama tíma neitar faðirinn að borga tannréttingar í son sinn sem hann þráir að sjá, að hans sögn.

Hvar er réttlætið?