Hér er samantekið efni sem ég setti inná um hvarfið á Madeleine McCann sem rænt var þann 3. maí eða fyrir u.m.þ.b. 200 dögum síðan.
10. október 2007
Rannsóknarmenn telja nú að fleiri börn en bara Madeleine og tvö systkyni hennar hafi verið í íbúðinni. Telja þeir sig hafa nægar sannanir til að segja að sjö börn hafi verið í húsinu á meðan Madeleine var rænt. Fyrir mér er þetta út í hött og eru foreldranir og vinir þeirra sem voru úti að borða með þeim á sama máli. Þau segja að ö-nnur börn hafi verið í hótelherbergjum þeirra og þau hafi litið ám þau með hálftíma til klukkutíma fresti. Russell O´Brien var einn af vinahópnum og á hann að hafa komið aftur til staðarins klukkan 22:00 35 mínútum seinna en hann fór. Lögregla dregur það í efa því að Kate komst örfáum mínútum síðar að Madeleine var horfin. O´Brien segist hafa verið að sinna veikri dóttur sinni sem var síælandi(Hver skilur barnið sitt eftir í íbúð síælandi?) og dregur grunaði lögreglan hann um stund(Ekkert skrítið hún grunar alla!).
7. október 2007
Einkaspæjari sem foreldrar telpunnar telur sig um að hafa fundið erfðaefni úr henni nálægt sumarleyfisstaðnum Praia Da Luz(Strönd friðarins á íslensku) þar sem þau gistu. Spæjarinn heldur að hún hafi verið tekin á ströndina og flutt yfir í bát.
30. september 2007
Lögregla leitar að fyrrum húshjálp í Mark Warner keðjunni í Praia Da Luz. Karl Bretaprins gaf ábendingu eftir að skrifstofu hans hafði borist nafnlaus tölvupóstur sem sagði að stúlkan hefði verið rekin og hefði rænt Madeleine í hefndarskyni(Alveg fáranlegt). Segir lögregla hafa ákveðið að rannsaka þetta eftir að hafa fengið yfir hundrað ábendingar en hafi þessi verið allt öðruvísi. Full af upplýsingum og smáatriðum.
25. september 2007
Interpol rannsakar hvort mynd sem hafi verið tekin í Marokkó af spænskum ferðamanni hafi verið af Madeleine. Myndin fylgir með greininni og virðist vera sem stúlka aftan á baki konu hafi verið Madeleine. Nokkrum dögum síðan komst lögreglan að þetta væri þorpsbúi í bæ nálægt. Mikil vonbrigði urðu og var leitin aftur á byrjunarstigi.
13. september 2007
Frumsýningu nýjustu myndar Ben Afflecks(Gone Baby Gone) frestað í Bretlandi. Söguþráðurinn þóttist lýkjast hvarfinu á Madeleine McCann of mikið. Myndin fjallar um tvo spæjara sem leita að ungri telpu Madeline O'Brien sem er fjögurra ára gömul. Fólk telur að hún líkist Madeleine í útliti.
Nokkrir hlutir sem líkjast:
Madeline O'Brien
Madeleine er næstum sama nafn bara stafsetning nafnsins sem breytir og O'Brien er eftirnafn eina vinanna sem borðuðu með foreldrum Madeleine kvöldið sem henni var rænt.
Madeline er fjögurra ára gömul rétt eins og Madeleine sem var rænt og spæjarar hafa verið ráðnir til að finna hana.
Það er nú engin tilviljun þegar maður lítur á þetta.
En Affleck íhugaði að sýna myndina ekki í Bretlandi en annars er hreinlega ómögulegt að eitthvað svona er tilviljun.
10. september 2007
Breskir félagsráðgjafar funda lengi um framtíð fjölskyldunnar og svo gæti farið að barnaverndarnefnd tæki tveggja ára gamla tvíbura hjónanna í burtu frá þeim. Ekkert virðist ganga hjá hjónunum sem eru útkeyrð og ákærð.