Í fréttunum áðan á stöð 2 og bylgjunni heyrði ég frétt um það að fólk úr Árbæ , Grafarvogi og Breiðholti sé að íhuga að bjóða fram sérstakan “úthverfalista” í næstu borgarstjórnarkosningum. Rætt var við forsvarsmann þessa lista sem jafnframt er formaður íbúasamtaka Grafarvogs og var hljómurinn í honum þannig að þetta virtist geta orðið að veruleika.
Að mínu mati er löngu kominn tími á lista sem beitir sér fyrir málefnum íbúa úthverfanna, því borgarstjórn hefur enganvegin verið að beita sér fyrir hagsmunum þessa fólks sem býr í úthverfunum. Nú er ég ekkert sérataklega að ásaka meirihluta borgarstjórnar um neitt því sjálfstæðismenn hafa heldur ekkert verið að reyna að berjast fyrir úrbótum mála.
Sjálfur fékk ég hugmynd að svona flokki fyrir um 2 árum, en ég náttúrlega var og er ekki enn nógu gamall til að stofna slíkan flokk. En þar sem að um 30-40 % íbúa borgarinnar, jafnvel meir, búa í þessum hverfum þá er nauðsynlegt að gæta hagmunsa þeirra betur. Hver man t.d ekki eftir “strippstaðina í úthverfin” hugmyndinni? Hvaða vanda átti það að leysa? Jú , vanda íbúa miðborgarinnar á kostnað fjöldans í úthverfunum. Þá virtisrt borgarstýran og hennar fólk hafa ákveðið að þessi “soralýður í úthverfunum” séu þeir einu sem nota nektardansstaðina. Ég sé þetta alveg fyrir mér, fallegur vetrar morgun, börn á leið í skóla, fuglarnir syngja og gamall maður runkar sér utan í ljósastaur!
Það eru ekki bara svona “fordómar” hjá borgarstjórn í garð íbúa úthverfana sem gera svona lista nauðsynlegan, því það er t.d nánast ógjörningur að komast úr árbænum eigi maður ekki bíl . Strætó 110 gengur 1 sinni á klukkutíma á daginn, sem þýðir það ef að maður þarf að komast eitthvað á leið 110 á daginn, gæti verið svo að maður þarf að vera klukkutíma og snemma eða of seint á ferð. Með 10-una er þetta betra, hún gengur á 20mínútna fresti á daginn, en já…hún HÆTTIR að ganga klukkan 7! Þetta hefur pirrað mig sem íbúa Árbæjarhverfis mikið ,sérstaklega í ljósi þess að borgarstjórinn hélt borgarafund í Árbæjarskóla fyrir nokkrum árum þar sem að hún sagði að “í nýlegri könnun hafi komið í ljós að Árbæingar nota strætó manna mest af borgarbúum og því ætlaði borgin að FJÖLGA strætóum og strætóferðum í borginni”. Síðan þá hefur strætóferðum fækkað og strætóum fækkað um 1. Strætó 16( sem einmitt gekk á milli úthverfana) er hættur að ganga og enginn kom í staðinn(leið 7 gekk að vísu í staðinn í nokkra mánuði en því var fljótlega hætt). Fyrir þessi orð borgarstjóra gekk 10-an til 12 alla daga og 110-an gekk á hálftíma fresti, þannig að í stað þess að gera einsog hún sagði og fjölga ferðum fyrir íbúa árbæjar þá fækkaði hún ferðum til muna.
Þetta eru einungis 2 dæmi af þeim fjölmörgu þar sem fólk í úthverfunum fær LAKARI þjónustu en aðrir borgarbúar. Ég þekki mun fleiri dæmi og það BARA úr Árbæjarhverfi, miðað við það að í upphafi átti flokkurinn að vera Grafarvogslistinn þá hljóta að vera önnur slík vandamál í Grafarvogi og einnig í Breiðholti úrþví að fólkið þar gekk einnig til liðs við listann.
Ég spyr, hvenær hættir borgarstjórnin að vera “borgarstjórn vesturbæjar , austurbæjar og miðbæjar” og verður “borgarstjórn REYKJAVÍKURBORGAR”!?!?
íbúar úthverfana sameinumst…kjósum úthverfalistann!