Er einhver annar en ég orðinn leiður á dekri við kvenþjóðina í fjölmiðlum og víðar í þjófélaginu ?
Nokkur dæmi;
Nú er einn eitt “bleikt” átakið geng hinu sérkvenlega vandamáli brjóstakrabba, ýstrumiklir leigubístjórar taka nú saman höndum og merkja sig líka og taka þátt í söfnun fyrir þetta verkefni og maður spyr hvort það er liður í einhverri markaðselgri ýmindarheferð ? Gott og vel, markmiðið er gott, en sér einhver fyrir sér svipa verkefni varðandi krabbamein í blöðruhálsi og allt yrði baðað í bláum bjarma ? Varla.
Launamálin; Það liggur við að það hafi verið frétt vikulega um einhverjar rannsóknir sem sýna sífelldan launamun kynjanna, örugglega staðreind, en sumar hafa ekki verið mjög vísindalegar sbr. könnun “Lágskólans” að Bifröst sem átti að sýna fram á 30% launamun. 'Eg er persónulega sannfærður um að karlmenn munu hafa hærri laun en konur (að jafnaði) svo lengi sem þeir eru með meira testesterone en þær. Þeir sem vilja nánari útskýringar geta haft samband.
En í þessari umræðu er hægt að líta til vals kvenna á starfsgreinum, í nýlegri könnun meðal rafvirkja kom í ljós að konur í þeirri stétt voru með hærri laun að jafnaði en karlanir, en þær eru mjög fáar þar og af hverju ? Svona má spyrja um margar starfsgreinar og um leið spá í þeirri staðreind að konur sækja yfirleitt í starfsgreinar í hópum og eftir það þá lækka laun í þeirri starfsgrein, sbr. kennarastéttin.
Að lokum þá var ég að blaða í gengum aulýsingableðil frá Kringlunni þar sem eru tískuþættir með báðum kynjum og bætt við “viðeigandi” texta. Nokkur dæmi;
-Hann; “Fundur með kúnnanum” (og bleiuskipti á eftir)
-Hún; “Einn rekinn og annar ráðin” (og Jóga á eftir)
-Hann; Bíó með krakkana (og ís á eftir)
-Hún; Gestir að koma (og hann eldar !)
-Hún; (Mjög ung fyrirsæta) Stefnumót (með yngri manni !)
-Hún; Mig langar að þakka..(og kampavín í morgunmat)
Auðvitað eru tilvitninar fleiri fyrir konurnar því þetta er miðað að konum (ég er öruggleg einn af þeim fáu körlum sem skoða þetta) en ég segi bara “who are you kidding” ? Er þetta lýsing á raunveruleikanum eða “útópíu” kvenna ? Þetta er ómerkilegt auglýsingaskrum sem karlar (með nokkrar aðstoðarkonur) standa bak við til að telja ykkur trú um að hvítt sé svart og selja ykkur meira af lörfum og drasli.
Við karlar munum alltaf hafa peningana og völdin en við munum nota auglýsingarnar til að telja múgnum um að sannleikurinn sé annar.