Og hvað sá ég… (???)
Íslensku bókmenntaverlaunin!
Í fyrstu sá ég ekkert sérstakt við þessa athöfn. Ég horfði á þetta í smá stund. Meiri að segja fékk einn uppáhalds höfundur minn verðlaun fyrir bók sem ég er að vísu ekki búin að lesa, Hallgrímur Helgason fyrir bókina “Höfundur Íslands”. En altíeinu byrjaði ég að hugsa… sem ég geri oft þegar mér leiðist.
Það er verið að verðlauna list. Bókmenntir eru list og eingin getur neitað því. En hverjir voru að dæma? Og hver segir að þessir listamenn eru eitthvað betri en aðrir? Afhverju á að verðlauna list? Er einhver list betri en önnur? Með því að verðlauna þessa list þá munu fleiri beina augum sínum að henni og fleiri munu óneitanlega þykja þessar bækur góða, “þær fengu jú Íslensku bókmenntaverlaunin!”. Er það ekki?
Hvað er list? Þessi spurning hefur þú, ágæti lesandi, öruglega heyrt oftar en Hannes Hólmsteinn hefur dizzað kommana VinstriRauðum! Mín tilgáta er sú að það sem þér finnst vera list, er list! Engin annar getur talið það rangt. Svo hvernig getur einhver nefnd talið einhverja listamenn betri en aðra. Persónulega finnst mér Rottweiler-hundarnir betri listamenn en Danielle Steel, en hvað veit ég um það, ekki er ég í einhverjari lista dómnefnd!
Árlegi atburðurður í Holívúd sem við íslendingar köllum “óskarinn” er gott dæmi um það sem ég er að tala um. Þar sitja einhverjir kallar sem telja sig vita allt um kvikmyndir og segjast geta dæmt um það hvað myndir eru góðar og hverjar ekki! Persónulega finnst mér brjósta-myndirnar á Sýn betri en sumar af þessum myndum sem fá þessi verðlaun.
Eru þessar verðlaun ekki bara auglýsing fyrir það sem þeir telja góða list? “Þessi list er betri” stimpill!
Horfið á þetta, lesið þetta, hlustið á þetta!
Mér finnst að við sjálf ættum að dæma hvað er gott og hvað er lélegt! Ekki hlusta á það sem aðrir segja.
Ef þér finnst skemmtilegra að horfa á túttu-myndirnar á SemiKapitalistaStöðinni (aka Sýn) en að horfa á einhverja væmna óskars-mynd, ert þú ekkert verri lista aðdáandi!
–Krizzi—
N/A