Á vesturlöndum er hámarksaldur kynjanna ávalt að aukast. Einnig í þróuðru löndum heimsins er fólksfjölgunin meira og meira að standa í stað. (Annars staðar í heiminum, þróunarlöndunum sem dæmi er fólksfjölgunin mikið vandamál..önnur saga)
Með tilkomu allra þessara frjálsu lífeyrissjóða og sparnaðarleiða eru eldri borgarar að verða þeir hópur mannslífsins sem hefur hvað mestu peningana á milli handanna.
Hagfræðingar og félagsfræðingar eru sammála um það að breytt viðhorf þeirra gagnvart börnunum sínum í þá veru að þessi hópur reyni að skilja minna eftir sig!!!
Sem sagt fólk 60 og eldra hefur meiri peninga milli handanna (er að aukast mikið á hverju ári) og vill eyða því í sig sjálft. Þeim finnst þeirra verki lokið þegar barnið er búið að fá aðstoð við skólagönguna, fyrsta heimilið og bílinn. Sem er svo sem bara hinn eðlilegasti hlutur!
Í framtíðinni verða því eldri borgarar sá hópur sem unglingar skipa núá markaðnum. Mest spennandi hópurinn sem flestir eru að sækja.
Við megum því búast við að sjá öll þessu stóru ,,trendí" fyrirtækin og vörumerkin byrja að gera útá leiki, vörur o.s.frv. fyrir eldriborgara!!!!
Mjög mikil breyting frá því sem nú er.
ps. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur…GK Grund!!!
kv
Gummi G