Símaauglýsingin með Jesú og Júdas
Ég er einn af þeim fáu líklega sem finnst þessi auglýsing slæm og eiginlega móðgandi við eina heilögustu söguna úr Kristni, er ekkert heilagt lengur ? Nei, sérstaklega á Íslandi þar sem allir eru að rembast við að vera svo fyndnir og um leið ögrandi, það verður að beita öllum aðferðum til að ná athygli, sérstaklega til að fá unga fólkið til að eyða meira í drasl.
Ég hef oft gaman að Jóni Gnarr (þó hann sé soldið gjarn á að hlægja af sjálfum sér) en mér finnst frekar hallærislegt hjá honum að reyna að halda því fram að þetta sé einhverskonar listræn tilraun hans til að vekja athygli á þessari Kristnisögu, af hverju vera með svona kjafæði ?
Hann er að nota eitt elsta trikkið í bók auglýsenda, þ.e. reyna að stuða liðið, en það verður erfiðarar með hverju árinu en auðvitað tekst þeim að fá smá mótmæli frá örfáum hræðum sem leyfa sér að mótmæla. Fjölmiðlar eru eru að reyna að fá sitt út úr þessu líka og halda jafnvel að Þjóðkirkjan ætli að gera eitthvað, en þú stofnun er að verða steingeld og passar sig að segja sem minnst, verða að passa sig á að verða ekki talin afturhaldssöm !
Það er dapurlegt hvernig allt er og hefur verið rifið niður í Íslensku samfélagi, ekkert fær að blífa hvort sem það eru “gömul gildi” (og trú ?)öllu skal henda of fá nýtt inn. Afleiðingarnar eru að verðajóstar, nefnilega menningalega fátækara samfélag sem hugsar bara um syndigróða og skyndilausnir alveg eins og í USA, landi sem við erum farin að lýkjast skelfilega.
Nú hefur líklega ýmsum dottið í hug að gera grínauglýsinu með Múhameð en auvðitað hætt því, allir hræddir við islamistana, betra að gera grín af Kristni, fylgismenn hennar eru orðnir svo linir að þeir bera ekki hönd fyrir trú sína.