Já, það er gaman að Bush sé farinn að taka upp hanskann fyrir Ísraela, eins og faðir hans gerði. Núna ættu allir hugsandi menn að sjá að Banadaríkjamenn eru fávitar. Þessar tilgagnslausu árásir á Afganistan voru í mínum augum það korn sem fyllti mælinn, en þessi ummæli Bush sprengdu mælinn: „Nú verða þeir sem hvetja til friðar í Mið-Austurlöndum að rísa upp og berjast gegn hryðjuverkunum,“ . Ég ætla ekki að vera að endursegja atburðina, þið getið lesið um þá á ”mbl.is". Bush nefndi það ekki í sinni ræðu að Ísraelar ættu að sýna stillingu, enda hvað græða Bandaríkjamenn á því……meira stríð meiri vopnasala. Bandaríkjamenn eru drazl, þeir eru alheimslöggan sem hjálpar aðeins þeim sem þeir geta grætt á. Núna þegar þessu stríði við Talibana er nánast lokið, vita þeir að þeir þurfa ekkert á stuðningi íslamskra ríkja að halda. Að minnsta kosti hafa þeir ekkert við stuðning Palestínumanna að gera, enda hafa þeir ekkert efni á að versla af þeim vopn.
Maður fyllist líka alltaf jafn miklu þjóðarstolti þegar kanamellur og stríðsæsingamenn eins og Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákveða fyrir hönd allrar Íslensku þjóðarinnar að núna sé hún í stríði við hryðjuverkamenn, (ætli þeir séu ekki að vonast eftir annari Marshall aðstoð svona til að spár Davíðs um efnahaginn reynist sannar).
Tvö atriði að lokum fyrir ykkur að hugsa um:
1. Ég man ekki betur en að það hafi verið skipulagður hópur hryðjuverkamanna í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni, sem líkt og Palestínumenn voru að vernda land sitt. Þeirra er í dag minnst sem hugrakkra manna og kvenna í andspyrnuhreyfingu frakka.
2. Davíð Oddson vill ekki taka upp evruna, sem er alveg allt í lagi, verst er þó að mig grunar að eftir öll hans djobb sem kennd eru við bló á sámi frænda….kæmi mér ekkert á óvart þó hann vildi taka upp dollarann:)
Bitsis.. $team kveður að sinni.