Umræðan eru þarfir.
Við tölum öll um að við þurfum hitt og við þurfum annað.
dæmi Ég þarf kaffi til að koma mér í gang.
Ég þarf að fá mér sígó.
Þetta eru svokallaðar “gervi” þarfir.
Þú þarft ekkert kaffi til þess að koma þér í gang, þú óskar þér kaffi svo mikið að það verður að þörf fyrir þig.
Þú veist að þú deyrð ekki án þess, og þú veist að þú vaknar alveg án þess.
Og þú þarft ekkert að fá þér sígó, líkaminn þinn er að búa til þær þarfir, líkaminn varð “húkt” á þessu afþví að þér fannst þú þurfa þess.
Koffín og nikótín eru efni sem þú óskaðir þér og því urðu þetta þarfir þínar.
Og þetta eru hlutir sem eru mjög óhollir fyrir líkamann en samt “þarftu” þá.
hvað gæti komið í staðinn, grundvallar þarfir, sem gætu haft sömu áhrif á þig nema til batnaðar?
Nú, ef þú drekkur vatn að þá vaknaru alveg jafn vel þ.e.a.s. ef þú gefur þér tíma í svefn á nóttunni.
Og þú getur nartað í gulrót í staðinn fyrir að sjúga eitur í gegnum filter og valda sjálfum þér dauða!
þú gætir líka talið þér trú um þurft kók og nammi í staðinn fyrir kaffi og sígó, en það eru vörur sem eru líka hluti af “gervi” þörfum.
En þú þarft að sjálfsögðu næringu.
En kók eða kaffi eru skyndinæring, efni sem vekja líkamann á góðum tíma en um leið dregur þig niður jafn hratt þegar efnin deyfast.
Vatn er næring, á sinn hátt, sem er ekki ávanabindandi.
Gulrót er eitthvað sem þú getur orðið “húkt” á, en þó ekki eins og með sígatetturnar…..
Þú myndir ekki hugsa í pásunni í vinnunni:
“Shit, ég bara verð að fá mér gulrætur….”
En þú myndir, og fólk segir: Ohh….mig vantar svo að komast út í sígó!
Þetta eru bara svona dæmi um það hve vitlaus við mannfólkið erum :)
Við gerum okkur svona þarfir sem eru í raun ekki svo miklar þarfir þó svo að þér finnist það.
Þú telur þér trú um að þetta sé eitthvað sem þú þarft en ef þú pælir vel í því, þá þarftu þess ekki nauðsynlega.
Ekki eins og þú þarft mat og föt og stað til þess að búa á.
Markaðsfræðin gerir þó það að verkum að við(neytendur) erum látin halda að við þurfum þetta.
Hver auglýsing felur það í sér að fá þig(neytandann) til þess að kaupa vöruna…..
Þú kaupir vöruna og þér þykir hún góð, og eftir einhvern tíma ertu farinn að telja þér trú um það að þú þurfir hana.
Allar okkar þarfir koma allsstaðar frá. Við kaupum vörur útfrá auglýsingu, vinum, fjölskyldu eða afþví að okkur þótti hún sniðug og okkur langaði að prófa.
Markaðssetningin snýst því í raun um að “plata” þig til þess að kaupa hana til að velta sölu, hvort sem varna er góða eða ekki.
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"