Byrja á því að nefna að það er ekkert samgöngukerfi í heiminum er rekið í plús fyrir utan Subway í New York. Það væri s.s. best fjárlega séð að hætta bara með strætó?
Ég tók vagn nr.12 síðasta skólaár og hef ekkert slæmt að segja. Sko, 5 min skekka til eða frá er alltílagi. Farðu bara fyrr á fætur. Það er ekki hægt að vera á mínútunni alltaf. Við þekkjum það sjálf.
Konan sem keyrði þann vagn brosti alltaf og bauð góðan daginn. Það gerðist 2 sinnum að ég vaknaði aðeins og seint og hljóp út og þá var vagninn mættur á stöðina. Bílstjórinn sá mig hlaupa og beið eftir mér í svona 1 mínútu. Það kalla ég góða þjónustu.
Svo var einn maður frá Brasilíu sem keyrði einn vagn og hann var einn skemmtilegasti bílstjóri sem ég veit um. Söng með lögunum í útvarpinu og ef þú sýndir kortið þitt þá dugði það fyrir honum, sama þótt það var útrunnið eða ekki.
Það er slæmt hvað flestir Íslendingar setja alla pólverja eða aðra inflytjendur undir sama hatt. Auðvitað eru svartir sauðir í hverri hjörð. Það er staðreynd að innflytjendur eru duglegasta vinnuafl sem er núna á Íslandi. Það er líka sannað að Pólverjar eru öruggari í umferðinni en Íslendingar.
Hvaða eiga yfirmenn strætó að gera þegar engir Íslendingar vilja vinna? Leggja leiðirnar niður eða ráða útlendinga?
Svona er heimurinn í dag. Íslenska er talið vera næst erfiðasta tungumál í heiminum. Það er ekki auðvelt fyrir menn sem vinna kannski í 2-3 vinnum að læra líka íslensku. Þetta kemur með tímanum, ég meina við tölum oft á dag vitlausa íslensku.
Núna er frítt í strætó fyrir alla námsmenn, það er gott.
Þetta er vitnun af www.bus.is
Almenn fargjöld
1 far staðgreitt:…………………………………… 280 kr.
Börn/ungmenni 6-18 ára, 1 far staðgreitt:…… 100 kr.
Börn yngri en 6 ára greiða ekki fargjald.
Bara til að fá þetta á hreint.
Að “væla” yfir að leiðarkerfið, sem lítur bara ansi vel út, sé fyrir utan skýlið á maður náttúrlega ekki að væla yfir. Það er ekki eins og það sé alltaf rigning á Íslandi. Svo held ég að það séu minni líkur að einhverjum leiðist og sé að krota á leiðarvísirinn.
Þeir þurfa að breyta tímanum á sumrin, það eru kannski svona 40% af viðskiptavinum sem eru námsmenn. (léleg lýking en: hvernig væri ef allar búðir væru opnar til 18/19 á aðfangadag. tímanum er breytt því það eru engir sem eru að versla á þessum tíma)
Ég er samt sammála mörgu sem þú skrifar í greininni… ég verð bara oft að jafna aðeins út. Þið hljótið að vera sammála einhverju sem ég sagði í þessari grein. Það má laga margt hjá Strætó en þetta er ekkert auðvelt fyrirtæki að reka.