Mikið er búið að ræða um trú og trúleysi og ætla ég aðeins að reyna að greiða úr þessari flækju sem margir hafa lennt í.

Byrjum á því að fá eitt á hreint. Það veit enginn hvort guð sé til eða ekki. Það er hvorki hægt að sanna né afsanna tilvist hans. Trúleysingjar hafa ekkert vald til að lýsa því yfir að guð sé ekki til eða útiloka hann alveg, þeir bara kaupa ekki þá tilgátu að hann sé til.

Trúleysi er ekki form af trú. Til að trúa þarf að hafa óbilandi trú á ákveðnum staðhæfingum án nokkurra sönnunargagna. Vísindin hafa það að markmiði að rannsaka, gera tilraunir og afla sönnunargagna til að reyna að komast að sannleikanum bak við uppruna okkar og hvernig heimurinn virkar.
Ekki ein einustu sönnunargögn styðja sköpunarsögu biblíunnar.

Oft hef ég heyrt talað um að trúleysingjar séu hrokafullir, sýni ekki virðingu og dónalegir og að “bókstafs-trúleysingjar” séu alveg jafn slæmir og bókstafstrúarmenn.
Trúleysingjar geta verið hrokafullir eins og allir aðrir. Trúleysingjar eru ekki gáfaðri og hafa margir heimskir trúleysingjar farið með öfugt mál. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að því menntaðri sem manneskja er þeim mun meiri líkur eru á því að hún hafni tilvist guðs og má hver túlka það eins og hann vill.
Hins vegar er ég á móti því að trú eigi skilið slíka virðingu sem hún fær. Það má ekki gagnrýna hana, það má ekki segja brandara um hana eða gera gys án þess að fólk fari að háskæla. Þetta minnir mig á álíka pólitíska rétthugsun og það að svertingjabrandarar eigi ekki rétt á sér.
Ef fólk er svona sannfært í sinni trú ætti það að geta hunsað grín gegn henni og ef það lendir í gagnrýni um hana ætti það að geta svarað fyrir sig án þess að segja hinum að hætta vegna þess að hann sýni ekki nóga virðingu.
Mér finnst blind trú ekki virðingarverð og það að litið sé á blinda trú sem einhverja dyggð finnst mér ljótt.

En hvað með venjulega trú, ekki öfgakennda?
Auðvitað hefur trú ekki sömu áhrif á alla og venjulegt fólk eins og 90% íslendinga er ekki að sprengja sig í loft upp. Hins vegar leggur þessi saklausa trú grunninn að hinni illu trú. Ef haldið er áfram að kenna krökkum frá blautu barnsbeini að til sé heilagur sannleikur sem ekki skuli efast um og hunsa sönnunargögn þá verður alltaf einhver klikkhaus sem verður fyrir einhverri upplifun sem hann túlkar sem heilagan anda bara af því hann veit ekki hvað það er og gerir eitthvað í nafni hennar.

Er ég Kristinn?
Núna er litla systir mín að fara að fermast og ekkert virðist ganga hjá mér að tala um fyrir henni (mér myndi þó ekki detta í hug að beita hana valdi) því sama hvað ég segi þá fæ ég eitt svar til baka: “Skoohh, ég trúá guð og ég trúá jesú”
(af msn)

En er það nóg? Sumir fara meira að segja svo langt, eins og ég á sínum tíma, að hafna tilvist guðs en telja sig kristinn bara af því að maður var sammála jesú í sínum siðferðisboðskap.
Það var sára lítið að siðferðisboðskap jesú, en það gerir þig ekki kristinn.

Oft er spurt hvaðan trúlausir fái sitt siðferði og svarið við því er sára einfallt. Sama stað og allir aðrir: frá samfélaginu, fréttunum, umræðum við matarborðið, foreldrunum, gullnu reglunni, lagasetningum, lífsreynslum og svo má lengi telja.
Það er gömul klisja að trúaðir fái sitt siðferði úr heilagri ritningu. Trúi því einhver að fyrir tíma biblíunar hafi allir verið drepandi, nauðgandi og svíkjandi?

Ég veit ekki um ykkur en ef að einhver gerir góða hluti bara af því hann er að sleikja upp guð eða að forðast eilífa refsingu þá myndi ég ekki kalla það gott siðgæði.

Ég var ekki með skissu þegar ég gerði þessa grein og hef líklegast gleymt einhverjum hlutum, annað hvort bæti ég þeim við síðar eða svara þeim í svari.

Að lokum vil ég láta fylgja nokkur myndbönd:
http://youtube.com/watch?v=x6XXiwZ3GZk
http://youtube.com/watch?v=skEJ008jjY8

Hvor þráðurinn fyrir sig er fyrsti hluti af 5, og eru það þættir þar sem Richard Dawkins fer í fararbroddi og ræðir um trú og trúleysi og það er ekki einu sinni fyndið hvað hann svarar mörgum spurningum og gerir það vel þegar sömu spurningar flakka hér endalaust á huga á milli misgáfulegra einstaklinga
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig