Hinn 13. nóvember sl. gerði forseti Bandaríkjanna, Georg W. Bush mikið axarskaft með því að undirrita tilskipun um að leiða megi grunaða hryðjuverkamenn fyrir herrétt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að grunaðir hryðjuverkamenn þurfi að svara til saka, en ég tel að óverjandi sé að það sé gert með þeim hætti sem tilskipunin hveður á um.

Þessi tilskipun nær einungis til útlendinga, þ.e.a.s. þeirra sem ekki hafa bandarískt ríkisfang. Bandarískir ríkisborgarar virðast því enn eiga rétt á að dómsvaldið fjalli um þeirra mál.

Varnarmálaráðherra bandaríkjanna ákveður hvaða reglum herrétturinn skuli fara eftir. Það ákvarðast því af geðþótta varnarmálaráðherrans ek ekki lögum.

Ákæruvaldinu er heimilað að leggja fram sönnunargögn sem falla undir tilskipanir um ríkisleyndarmál. Það þýðir því að hvorki sakborningur né almenningur eiga rétt á því að kynna sér sönnunargögnin.

Sakborningur á ekki rétt á kviðdómi. Fyrir svona herrétti nægir 2/3 hlutar dómara til að sakfella og að ákvarða refsingu sem getur verið dauðarefsing. Í almennu dómstólunum þarf kviðdómur að vera samhljóða.

Í þessum dómstólum er það í raun framkvæmdavaldið sem sér um alla þætti málsins enda er bæði ákæruvald og dómsvald á þess hendi. Dómarar eru ekki skipaðir ævilangt eða kosnir, heldur skipaðir til þess að fjalla um tiltekin mál. Þetta eru hermenn í her bandaríkjanna og eiga það á hættu að frami þeirra í hernum verði að engu ef þeir fella ekki dóma sem eru framkvæmdavaldinu þóknanlegir.

Ekki er hægt að áfrýja úrskurði herréttarins til æðri dómstóla.

Bandaríkin hafa löngum talið sig helsta málsvara frelsis og lýðræðis í heiminum. Með þessari ráðstöfun eru þeir að ganga þvert gegn yfirlýstri stefnu sinni. Tilskipun þessa má finna á vef Hvítahússins, http://www.whitehouse.gov/news/releases/2001/11/20011113-27.html

Bumburumbi.