Það er gott að lögreglan hefur nóg fyrir stafni Sælir Hugarar,

Ég kafnaði nánast af undrun yfir kvöldmatnum þegar ég heyrði í kvöldfréttunum að sérsveit lögreglmanna væri að rannsaka ábendingar sem borist hefðu um meint brot á fánalögum. Þar er vísað til þess að það glittir í íslenska fánann í myndbandi Bubba Morthens þar sem hann syngur óð til útlendingahatara (reyndar í kaldhæðni skilst mér).
Það kemur mér því ekki á óvart þegar ég rakst á þessa frétt í dag:

Lögreglan hótar lögbanni vegna auglýsingar

Lögreglan hefur hótað að lögbann verði sett á verslanir Herra Hafnarfjarðar í Firðinum og í Kringlunni vegna auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem ókeypis kassi af bjór á að fylgja með hverjum jakkafötum sem keypt eru. Að sögn Gunnars Más Levissonar verslunarstjóra eru lögfræðingar hans að vinna í málinu.

Sagðist hann staðráðinn í því að gefa bjórinn með jakkafötunum, en vegna hótana lögreglunnar um lögbann mun það frestast eitthvað. Að sögn Gunnars beið lögreglan eftir honum er hann mætti til vinnu um tíuleytið í morgun, til að tilkynna honum um ástand mála.

HAFA ÞESSIR MENN EKKERT BETRA AÐ GERA? Flæða ekki eiturlyf inn í landið? Það liggur við að dópsalar séu með sérstakan leitarflokk í Gulu síðunum svo augljós er starfsemi þeirra.

En nei, lögreglan vill frekar horfa á Bubbamyndband og sötra bjór sem gerður var upptækur hjá Herra Hafnarfirði.

Er einhver hér sem hefur skoðun á þessu eða þekkir einhver sambærileg dæmi um forgangsverkefni lögreglunnar?

HATRI